Leita í fréttum mbl.is

Fed setur Deutsche Bank í ruslflokk [u]

Þegar markaðir komust að því í gær að seðlabanki Bandaríkjanna hafði sett Deutsche Bank í Bandaríkjunum í ruslflokk sem kallaður er "vandræðaaðstæður" eða "troubled condition" þá pompaði móðurfélagið í Þýskalandi rúmlega 7 prósent niður í Frankfurt. Tungumálið "bankar í vandræðaaðstæðum" þýðir tómatsósuflaska sem féll á gólf og brotnaði. Það sama segir seðlabankinn um dótturfélag Deutsche Bank Trust Company Americas, sem fæst við tryggingar. Daginn áður höfðu markaðir sent móðurskipið í Þýskalandi niður um 8 prósent. Hlutabréfaverið í bankanum er nú sprengt aftur til ársins 1991. Skuldatryggingar á bankann hækkuðu samstundis um 19 prósent

Kannski Deutsche Bank sé að verða gjaldþrota og það sé þess vegna sem Hans-Werner Sinn kallar eftir gjaldeyrishöfum á evrusvæðið. Eru þýsk fyrirtæki að selja með stórtapi til útlanda til að halda sér og þýska hagkerfinu gangandi? Það kallar á að Þýskaland kveiki í enn fleiri evrulöndum, til að halda genginu niðri

Allir vita að 10 prósent fall í útflutningi þýðir 5 samdrátt í landsframleiðslu Þýskalands, því landið er svo hroðalega útflutningsháð. Þetta sást 2008 þegar Þýskaland féll bókstaflega fram af brún þegar útflutningur minnkaði. Þá tók ríkisstjórnin upp á því að greiða laun þeirra sem annars hefðu misst vinnuna og framleiðslunni var haldið áfram á kostnað skattgreiðenda, og hún sett á lager

Nú er líka komið í ljós að það er kínverska ríkisstjórnin sem heldur hlutabréfamörkuðum "stöðugum" í Kína. Verðfræðistofur kínverska kommúnistaflokksins hafa hannað nýjan veruleika handa "fjárfestum", því ekki má glitta í þann sem stakk óvart hausnum fram árið 2015. Lengi lifi stöðugleikinn

Dagblöð í Evrópu eru farin að spyrja sig þeirrar spurningar hvers vegna allir séu svona óánægðir með Evrópusambandið, nema Þýskaland. Þetta er allt Þýskalandi að kenna, segja flest blöð, nema þau þýsku, því þar er allt öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum

Sú snilld var útfærð á Ítalíu í gær að fjármálaráðherrann sem forsetinn hafnaði með þeim rökum að hann væri ekki sammála sér um evru, hefur nú verið gerður að evrópumálaráðherra. Það er ekki einu sinni hægt að finna þetta upp, þetta gerist bara sjálfkrafa beint fyrir framan nef manns. Markaðir anda nú léttar í dag, þar sem laugardagur er á morgun. Og svo kemur sunnudagurinn sem aldrei átti að enda í þessu misfóstri sem kallar sig "Evrópusamband"

Uppfært..

Og í gær kom einn barna-kollurinn enn í DDRÚV, sem er náttúrulaus sjálfsfróunarstöð vinstrimanna, og sagði að enginn "hagnaðist" á viðskiptastríði. Fyrir það fyrsta verður ekki stríð við það að hugsa um sjálfan sig. Það er ekki bannað. Stríð hefst fyrst þegar einhver annar reynir að koma í veg fyrir að maður hugsi um sjálfan sig

En staðreyndin er sú að það ástand sem nú er orðið í heiminum vegna þess að heimsskipulagið sem komst á 1945 hefur endað og er horfið (e. Post-War Order), kallar á nýja skipan heimsmála. Já, það heimsskipulag er nú horfið. Það hefur endað! Og sú mikla breyting þýðir að þau lönd sem krónískt hafa fjármagnað viðskiptahagnað annarra ríkja, neita að gera það lengur, því það gengur ekki upp. Hvorki efnahagslega né pólitískt

Þegar þannig aðstæður skapast þá eru það viðskiptahallalöndin sem græða en hagnaðarlöndin sem tapa. Þannig hefur það alltaf verið og það verður líka núna. Þeir sem hugsa, sjá að það hlaut að koma að þessu. Nú getur til dæmis Þýskaland og önnur hagnaðarlönd reynt að bjóða heiminum upp á það sem þau lönd heimta af Bandaríkjunum: þ.e. raunverulega eftirspurn sem knýr hagvöxt í heiminum - og 50 ár af Milton Friedman í heildsölu. Er einhver sem sér slíkt gerast? Það getur til dæmis Þýskaland ekki, því það er ónýtt geggjunarland þýska elíta. Elítan hefur eyðilagt þýska hagkerfið og önnur lönd líka

Frjáls viðskipti eru ekki meitluð í stein. Þau geta til dæmis ekki orðið, ef frelsi er horfið. Frelsi til að hugsa um sjálfan sig og sína. Aðeins þannig er hægt að hugsa um aðra í leiðinni. Enginn í ESB er lengur fær um að gera hvað þá næstu götu við sjálfan sig "great again". Slíkt getur ekki gerst lengur, því allt er ónýtt og lagast ekki fyrr en sjálfsákvörðunarréttur esb-landa hefur endurheimst. Fjölþjóðaisminn (e. multilateralism) er dauður og hann hefur aldrei virkað

Fyrri færsla

Hans-Werner Sinn vill gjaldeyrishöft á evrusvæðið [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mikið rétt Gunnar. Þjóðir verða að byrja aftur með sjálfsþurftarbúskap.

Ég get svarið það að ég sá smá klausu í einhverju dagblaði í fyrra sem var frétt frá Sameinuðuþjóðunum sem voru að mæla með þessu.

Valdimar Samúelsson, 1.6.2018 kl. 17:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja Valdimar, ef Þýskaland vill frekar eiga viðskipti við 35 miljarða dala innflutningsgetu Írans í stað 750 miljarða til Bandaríkjanna, þá er það einmitt sjálfsþurftarbúskapur sem blasir við Þjóðverjum, segi þeir ekki amen við aðgerðum Bandaríkjanna. Þeirra er valið. Þetta er frjáls heimur. Þeir geta þá vafið kjarnorkuvopnum Írans utan um pylsur sínar og gleypt, eða hóstað upp þeim tveimur prósentum sem þeir hafa lofað í 30 ár, en ekki staðið við í NATO.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2018 kl. 18:09

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

"Fyrir það fyrsta verður ekki stríð við það að hugsa um sjálfan sig. Það er ekki bannað. Stríð hefst fyrst þegar einhver annar reynir að koma í veg fyrir að maður hugsi um sjálfan sig"

Loksins sagðirðu eitthvað spaklegt.

En vandamálið er að Það er einmitt það sem Trump er að gera, Hann er að banna Evrópubúum að hugsa um sjálfa sig. Hvað kemur Trump það við hvar Evrópubúar kaupa gas eða olíu. Er ekkert frelsi eða hvað?

Vandamálið er að Bandaríkin eru ekki lengur samkeppnisfær og þess vegna þarf Trump að neyða aðrar þjóðir til að kaupa Bandarískar vörur,með hervaldi. 

Það getur svo leitt til stríða ,eins og þú bendir á.

Borgþór Jónsson, 1.6.2018 kl. 20:12

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessar vangaveltur eru skemmtilegar og fróðlegar, þó ég í kjarna niðurstöðunar sé harla ósammála.

Á ferð minni um Bandaríkin í aðdraganda endurkjörs Obama, þá er mér ætíð minnistætt svar vingjarnlegs blökkumanns sem ók ferðamannarútu um Washington, þegar ég innti hann eftir spá hans um væntanleg úrslit komandi kosninga, en hann glotti kuldalega við tönn og svaraði því til að gyðingarnir réðu því víst.

Ég álít að Gunnar þurfi að þurfi að beina sjónum sínum aðeins upp yfir brúðuleikhúsið, til þess að hafa möguleika á að greina hverjir það eru sem raunverulega stýra dúkkunum á sviðinu.

Jónatan Karlsson, 2.6.2018 kl. 04:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jónatan fyrir lifandi sönnunargagnið Jónatan fyrir því að heimsskipulagið sem komst á 1945 hefur endað og er horfið. Þú myndir sóma þér vel á götum úti í Þýskalandi í dag.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2018 kl. 12:40

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ef það tæki algerlega fyrir viðskifti við Bandaríkin mundi þjóðarframleiðsla Þýskalands dragast saman um ca 3,6% Þjóðverjar eru ekkert sérstaklega smeykir við það,enda geta þeir örugglega bætt sér þetta upp fljótlega með auknum útflutningi til annarra ríkja. Það mundi varla  sjá á jákvæðum viðskiftajöfnuðii Þýskalands við þetta.

Vandamálið sem Þjóðverjar standa hinsvegar frammi fyrir ,er að þegar Bandaríkjamenn lenda upp á kant við einhverja þjóð ,þá byrja þeir að stela öllum eignum viðkomandi þjóðar og einstaklinga af því þjóðerni. Þetta loðir líka við Breta. Bretar eru nú þessa daganaa að stela eignum Rússneskara oligarka og Rússa almennt sem þeir eiga í Bretlandi. Bretar óttuðust að þeir mundu flytja þessar eignir annað,svo þeir ákváðu bara að stela þeim.

Þjóðverjar eiga miklar eignir í Bandaríkjunum svo þetta er stórt vandamál fyrir þá. Til dæmis eru Bandaríkjamenn með töluverðan hluta Þýska gullforðans í gíslingu,og munu án nokkurs vafa stela honum ef kemur til ágreinings.

Áratugum saman hafa Evrópubúar fleytt sér áfram með að taka þátt í ,eða styðja óhæfuverk Bandaríkjanna gegn öðrum þjóðum um allan heim. Með þessu hafa þau keyft sér frið og stundum hafa einhverjir aurar fallið af gnægtaborðinu.

Nú er þessi gósentíð á enda og þeir eru sjálfir undir áföllum.

Í Munchenarræðu sinni árið 2007 sagði Putin nákvæmlega fyrir að þetta mundi gerast ef Þjóðir Evrópu mundu ekki spyrna við fótum og stöðva heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Evrópubúar hlustuðu ekki ,töldu sennilega að þetta gæti varað svona til eilífðar nóns.

Putin benti Macron og Abe á þetta á viðskiftaráðstefnunni í Pétursborg í fyrra mánuði.

Þið hlustuðuð ekki þá og nú eruð þið að tína blómin af því sem þið sáðuð.

Ég held að öllum nema Pólverjum sé nú orðið ljóst hverskonar ófreskju þeir hafa verið að ala undanfarna áratugi. Spurningin er hvort það er einhver döngun í elítu þessara þjóða til að rísa upp og aflima þessa óværu. Almenningur er tilbúinn.

Borgþór Jónsson, 2.6.2018 kl. 15:13

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, satt er það Gunnar að heimsskipulagið sem komst á 1945 er sem betur fer að líða undir lok þessi misserin og vonandi taka vinir þínir vestanhafs því bara eins og sannir heiðursmenn, þegar Kínverjarnir taka fram úr þeim og það líklega fyrr en þig grunar.

Þýskaland og lén þess í ESB eru annars ekki lengur gæfulegur valkostur, en hver veit nema ég hefði verið annarar skoðunar á fyrri hluta síðustu aldar.

Jónatan Karlsson, 2.6.2018 kl. 15:27

8 identicon

 Er ekki dálítið skrítið Borgþór ef Bretar eru svona vondir við oligarka og vilja stela öllu steini léttara frá þeim, af hverju téðir olígarkar velja sér einmitt Bretland til að búa í, fjárfesta og geyma peningana sína sem þeir fengu þá væntanlega með mjög svo sanngjörnum hætti úr arfleifð hins dásamlega kommúnismans í Sovét?

Af hverju sækir fólk svo mjög í þessi "vandræðalönd ófrelsis og helsis" Bretlands og Bandaríkjanna en flýr dásemdir sósíalismans, kommúnismans, íslamismans, og hvað þetta nú heitir allt sem er svo miklu "réttlátara og betra" en í þessum helstu varðstöðvum lýðræðis og einstaklingsfrelsis, Bretlands og Bandaríkjanna?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.6.2018 kl. 22:58

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Bjarni,þú getur ekki horft á þjóðfélag sem fasta. Þó að þessi þjóðfélög hafi verið helstu varðstöðvar lýðræðis og frelsis,er ekki þar með sagt að þau verði það alltaf um alla eilífð.

Dæmi: 

Þjóðverjar voru ekki alltaf Nasistar en urðu það á mjög skömmum tíma. Þeir eru ekki nasistar í dag og ekkert sérstakt útlit á að þeir verði það aftur.

Ég er ekki að tala fyrir kommúnisma eða þar af síður Islam. Það sem ég er að tala  fyrir er að hin vestrænu þjóðfélög snúi aftur til þess tima sem þau voru varðstöðvar lýðræðis og frelsis. Þjóðfélögin okkar eru á hraðri leið í áttina frá þessu fyrirkomulagi. Ég er að tala fyrir því að þjóðfélögin okkar snúi aftur til þess tíma þegar ríkti réttaröryggi. Þegar okkur var sagt satt. Þegar það var ekki nójsnað um okkur. Persónunjósnir eru í dag meiri á vesturlöndum,heldur en Austurþjóðverja létu sig nokkru sinni dreyma um. 

Ég vil snúa aftur til þeira Vesturlanda sem fóru akki stöðugt með ófriði á hendur öðrum þjóðu,Vesturlanda sem gerðu ekki út hryðjuverkamenn til að myrða fólk í stórum stíl í fjarlægum löndum.

Ég vil sjá Vesturlönd sem fóru að alþjóðalögum sem þau sjálf höfðu forgöngu um að koma á. Ég vil sjá Vesturlönd sem beita ekki stöðugt þunga sínum til að eyðileggja lífskjör fólks í öðrum löndum án nokkurrar ástæðu. Ég vil sjá Vesturlönd sem er stjórnað af almennilegu fólki sem eyðileggur ekki heimsfriðinn með óseðjandi græðgi sinni.

Það er ekki eins og ávinningurinn af þessum styrjöldum og hryðjuverkastarfsemi sé ætlaður okkur. Hann rennur óskiftur í vasa stríðsherranna. Á hinn bóginn fellur allur stríðskostnaðurinn á okkur. Stríðsherrarnir borga hann ekki. Og þeir láta ekki sjá sig ,eða afkomendur sína á vígvellinum. 

Það er þetta sem ég tala fyrir.

.
Varðandi olígarkana.

Þarna er ekki heldur neinn fasti.

Þegar ríkustu oligarkarnir hrökkluðust frá Rússlandi með ránsfeng sinn var þeim tekið með kostum og kinjum. Bretar hafa aldei hikað við að vernda þjófa sem vilja koma með fé inn í Bretland. Bretum var alveg fullljóst alveg frá byrjun að þetta var þýfi sem stolið hafði verið frá Rússneskum almenningi og Rússneska ríkinu,með aðstoð spilltra embættismanna Yeltsins.

Við þekkjum þetta ágætlega Íslendingar. Sumir oligarkanna okkar fengu skjól í Bretlandi. Sumir voru reiðir yfir þessu. En nú finnst þessu reiða fólki alveg sjálfsagt að Rússar séu beittir sama,og jafnvel verri órétti.

Enginn sagði neitt. Bretar tóku bara við fénu og neituðu öllu samstarfi við Rússland ,sem var að reyna að endurheimta eitthvað af þýfinu.

Síðan gerist það að Bretar fara að leggja allskonar þvinganir á Rússneska ríkið og Rússneska einstaklinga. Við þetta verða oligarkarnir órólegir og fara að hugsa sér til hreyfings með að draga þýfið út af Breskum fjármálamörkuðum. Nú ranka Bretar allt í einu við sér og vilja fara að rannsaka hvort þetta fé sé kannsski illa fengið. Tuttugu og fimm árum seinna rennur þetta allt í einu upp fyrir þeim.

Það eru sett lög í Bretlandi þess efnis ,að ef þetta fé sé illa fengið með einhverjum hætti skuli féð tekið af viðkomandi auðmanni.

Það merkileega við þessi lög er,að ef fé er gert upptækt þá rennur það í Breka ríkissjóðinn,en því er ekki skilað til þeirra aðila sem fénu var stolið frá. Í flestum tilfellum Rússneski ríkissjóðurinn

Þetta er einfaldlega þjófnaður sem er framkvæmdur með lagasetningu sem er alveg út úr korti. Þetta er gríðarlega gróft brot á grundvallarreglu réttarfars. 

Næst þegar bílnum þínum verður stolið viltu væntanlega fá hann til baka ef lögreglan finnur hann. Ég hugsa að þér þætti verra ef að ríkissjóður mundi leysa hann til sín og selja hann á uppboði,ekki satt. En svona er samfélagið okkar farið að virka.

Samfélag er ekki fasti. Við erum því miður að síga inn í ástand sem svipar sífellt meira til Sovétríkjanna. Þrátt fyrir allt höfðu Sovétríkin sína kosti fyrir íbúana. Íllu heilli erum við bara að tileinka okkur ókostina en látum kostina eiga sig.

Réttarfarslegt óöryggi mannorðsmorð,skrílræði þar sem mönnum er útskúfað með rógburði,persónunjósnir sem eru meiri en nokkru sinni hefur sést. Stöðugar lygar og undirróður.

 Við höfum enn sem komið er ,ekki náð fullkomnun á sumum þessum sviðum,en þetta er leiðin sem við erum að fara.

Þegar svona er komið ber okkur að andæfa,en því miður er þetta svo langt komið að sennilega verður ekkert að gert. Líklega verður hlutskifti okkar að sökkva alveg til botns áður en við náum spyrnu. Það eru alltof margir sem eru haldnir þeirri trú að af því að samfélagið okkar var gott,hljóti það sjálfkrafa alltaf að verða gott. En það er engin svona sjálfstýring. Það þarf stöðugt að vinna fyrir þessu.

Borgþór Jónsson, 3.6.2018 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband