Þriðjudagur, 27. mars 2018
Hvað stýrir Rússlandi - og Bretlandi ?
Mynd: Ulysses S. Grant (U.S. Grant); hermaður og forseti. Vinstrisinnaðir sagnfræðingar reyndu síðar að skrifa þennan Repúblikana niður og næstum út úr sögunni, en tókst það ekki. Þeir eru enn gulir og grænir af öfund. Demókratar eignuðust aldrei neinn eins og Grant og geta líklega aldrei, því þeir eru næstum alltaf á rangri hlið mikilvægra mála og orðnir alþjóðlegir þrælahaldarar í dag; glóbalistar
****
Tyrkjaveldið (Ottoman-heimsveldið) féll saman í lok Fyrri heimsstyrjaldar. Bretland, Frakkland og Rússland deildu herfanginu upp í lönd - og landamæri þeirra snérust um olíu
Þegar U.S. Grant, hershöfðingi Lincolns forseta, lét af embætti sem einn mikilvægasti maður í sögu Bandaríkjanna og einn besti forseti þeirra, sem hinn átjándi, þá fór hann í heimsreisu og varð um leið fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Jerúsalem,- staðinn sem Lincoln dreymdi um að komast til, en komst ekki. Þá var borgin að þrotum komin, sagði Grant, og að mestu rústir einar eftir að hafa verið undir og í umsjá Tyrkjaveldis hundrað sinnum of lengi. Íbúarnir voru þá orðnir aðeins um 20 þúsund manns og rétt helmingur þeirra voru Gyðingar. Allt var í niðurníðslu sagði Grant. Þetta var 1869. Í dag er Ísrael, í umsjá Gyðinga, einn verðmætasti blettur jarðkringlunnar, með eigin geimferðastofnun og alles
Stuttu síðar byrja Vesturlönd að fara af kolum og yfir á olíu, en himnaríki heldur að sjálfsögðu áfram að keyra á réttlætinu einu saman, eins og það hefur alltaf gert. Fríðarráðstefnan í París 1919 gekk að miklu leyti út á að draga landamæri Mið-Austurlanda upp á ný, upp úr rústum Tyrkjaveldis. En áður en til ráðstefnunnar kom höfðu Bretar, Frakkar og Rússar mótað pólitískar stefnur sínar í þessum heimshluta með tilliti til olíu, sem þá var nýfundin og var að finnast í hreint ofboðslegum mæli. Það fór þó svo að Rússar komust ekki á Friðarráðstefnuna í París. En danski sendiherrann í Moskvu komst þó þangað, við illan leik, og reyndi að segja ráðstefnugestum frá því sem var að gerast í Rússlandi. Enginn trúði honum. En það var samt uggur í mönnum - og staðan enn óráðin, hvað varðaði framtíð Rússlands
Bretar, Frakkar og Rússar erfa sem sagt fall Tyrkjaveldis. Hinn iðnvæddi heimur er að fara úr kolum yfir á olíu. Svo kemur Síðari heimsstyrjöldin sem háð er á olíu. Og olíuverð fellur síðan niður í einn dal og sautján sent í febrúar 1946, að styrjöld lokinni, tunnan
Við tekur lágt olíuverð og þar af leiðandi miklar hörmungar í Sovétríkjunum, alveg fram til Yom Kippur stríðsins 1973. En þá byrjar hagur Sovétríkjanna heldur betur að vænkast, því þá, já þá, nota arabísku olíuríkin olíu sem vopn á Vesturlönd í fyrsta sinn. Þá settu þau vestrænu ríkin sem studdu Ísrael í olíubann og tóku efnahag Vesturlanda hálstaki. Þarna lifnaði heldur betur yfir Leonid Brezhnev-genginu í Kreml, því olíuverð rauk frá 10 dölum tunnan og upp í 110 dali á næstu 12 árum (á 2013 verðlagi). Þarna var Sovétríkjunum loksins gert kleift að kaupa sér inn stóran hluta heimsins. Gekk sovéski olíuiðnaðurinn svo vel að Brezhnev-gengið réðst inn í Afganistan á hundheiðinni sovéskri jólabensíngjöf 1979
Og í kjölfar Yom Kippur lifnaði heldur betur yfir Bandaríkjamönnum líka, en þó á dapurlegum nótum. Þeir gerðu sér þá í fyrsta sinn fyllilega ljóst mikilvægi breska arfsins sem þeir höfðu erft. Þeir urðu að gerast verndari Sádi Arabíu, fyrst að Bretland, sem fór næstum því með sig í þrot til varnar hinum siðmenntaða heimi, gat ekki lengur sinnt hlutverkinu sem verndari olíubirgða Vesturlanda. Bandaríkin urðu að taka að sér verndarhlutverkið sem áður var á breskum höndum og gæta olíubirgða Vesturlanda í Arabíu. Og það gerðu þeir. Bandaríkin vörðu þær gegn Sovétríkinu. Vörðu þær gegn Klerkaveldi Íran. Og vörðu þær gegn Saddam Hussein - og aftur
Aftur yfir til sovétríkjanna: En svo tók að halla undan sovéskum gullfæti olíunnar, því olíuverð byrjaði að falla snemma árs 1982 og hélt áfram að falla -næstum án afláts- næstu 17 árin. Á því tímabili hrundu Sovétríkin eins og spilaborg. Fyrst dó Brezhnev og getulaus Andropov tók við. Síðan dó hann og þá tók getulaus Chernenko við og dó í hvelli. Svo kom vesalings Gorbachev og fúttaði Sovétríkjunum af á 38 dölum tunnan, árið 1991. Og þá kom svo Boris Yeltsin keyrandi á vodka til hörmungarvalda því olíuverðið var komið niður í 28 dali tunnan og Rússland að brasa saman sem ríki. Það er svo ekki fyrr en Pútín kemst til valda að um einhver veruleg völd er að fást, því hann er svo heppinn að olíuverið hafði byrjað að hækka -eins og hjá Brezhnev- árinu áður, eða 1998. Pútín ríður svo á hækkandi olíuverði sem veitir honum síaukin völd fram til ársins 2012 og hann réðst inn í Georgíu og meira til, frá og með 8. ágúst 2008 (en Medevev var svo látinn taka samdráttinn í olíuverði 2009 til 2013). Þegar svo Pútín mætir aftur í vinnuna árið 2012, þá er olíuverið byrjað að falla úr 118 dölum tunnan og það hélt áfram að falla niður 28 dali tunnan 2016. Rússland er því komið í álíka stöðu og í aðdraganda falls Sovétríkjanna. Þurrkur er hroðalegur í rússneska ríkissjóðnum
En svo gerist það árið 2016 að Bretland ákveður að yfirgefa Evrópusambandið. Bretland hafði gengið í Evrópusambandið árið 1972 til að sundra því innanfrá. Það tókst ágætlega og svo fór, að árið 2016 sýnist Bretlandi þannig vera komið, að betur gangi að stúta restinni af Evrópusambandinu utan frá. Og það er það sem við sjáum í dag. Blekið er meira að segja varla byrjað að þorna á nýjum varnarsamningi Bretlands og Póllands - og engin flothæf skip verða því byggð í Stettin fyrir nein ESB-ríki. Deilum vér í sundur sundur og drottnum. Þetta! er gaman
Pútín potar úr austri í Vesturlönd og Bretland leiðir pot Pútíns með jarðkapli áfram beint yfir í ESB. Þar fær ESB eins konar endastuð frá Bretlandi í gegnum kapal sem ætti ekki að vera til, en er það samt. Sprikla svokölluð yfirvöld Evrópusambandsins nú kjarnaklofin á þriggja fasa kapli breska heimsveldisins, sem telur Bandaríkin líka. Og það styttist í að Þýskaland bregðist reglubundið við og hefji þann vígbúnað sem Trump kallar svo á. Og þá flýr restin af meginlandinu öskrandi burtu úr þrotabúi ESB. Svo hlægja Bretar, Rússar og Bandaríkjamenn saman um leið og Tyrkland breiðir úr sé upp Balkanskagann á ný, en sem er ekki í Evrópu, eins og ESB tilkynnti umheiminum þegar það hentaði því. En verður það þá svo? Mun þá Balkansagi ekki skyndilega tilheyra Evrópu á ný? Ég bara spyr
Flest í sambandi við olíubirgðir Vesturlanda í Arabíu er nú búið mál. Arabía hefur misst olíuvopnið á Vesturlönd, vegna tækniframfara í U.S.-landi Grants. Það vopn er nú aðeins hægt að nota til að koma tímabundnum verðhækkunum í kring. Og það vopn verða Rússar helst að komast yfir sem fyrst, því annars er Rússland búið að vera. Hvað skyldi nú Sádí ætla að gera fyrst að hið bandaríska vogarstangarafl þeirra er að hverfa svona hratt?
Pota ég því og pota - og gengur það bara ansi vel .... pota ég og pota
Hreyfimynd 18 þúsund hestafla: Borgar(a)lína Donalds J. Trump - á bandarískum dísil. Hver skriðdreki vegur 65 tonn. Á sex mánuðum flutti bandaríski herinn 12 milljón tonn hergagna til varnar olíubirgðum Arabíuríkja - hinum megin á hnettinum. Þau eru eina ríki jarðar sem fært er um slíkar aðgerðir, hvar sem er, hvenær sem er
****
Fyrri færsla
Ísrael viðurkennir að hafa grandað kjarnorkuvopnasmíði Sýrlands 2007
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 0
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.