Fimmtudagur, 22. mars 2018
Ísrael viðurkennir að hafa grandað kjarnorkuvopnasmíði Sýrlands 2007
Kvikmynd: Upptaka Ísraelshers
Í gær viðurkenndi varnarmálaráðuneyti Ísraels í fyrsta sinn opinberlega að hafa grandað kjarnorkuvopna-smíðastöð Sýrlands í september 2007. Þá aðgerð framkvæmdi Ísraelsher fyrir rúmlega tíu árum síðan og sammæltust Ísraelar og Bandaríkjamenn um að halda aðgerðinni leyndri. En í gær kom svo staðfesting frá Ísraelsmönnum um að það sem marga grunaði, var einmitt rétt. Ekki mörgum árum síðar var landsvæðið sem um ræðir, komið í hendur Ríkis íslam. Kjarnorkuvopnasmíðastöðin í Sýrlandi var byggð með aðstoð Norður-Kóreu og geislavirku efnunum var siglt þaðan um borð í skipum Norður-Kóreu. Grunsemdir Ísraelsmanna vöknuðu þegar skipsfarmar frá Norður-Kóreu komu til uppskipunar í Sýrlandi og náðist uppskipunin á mynd. Og svo stuttu síðar þegar líkkistur úr blýi tóku að berast til Sýrlands frá Norður-Kóreu. En þar höfðu Sýlendingar verið að störfum við áætlunina og lent í járnbrautarslysi með farminn, sem leiddi til þess að farsímasamband víða í Norður-Kóreu var bannað í nokkur ár, því aðkoman að slysstað var svo hroðaleg
Ein af ástæðunum fyrir því að ríkisstjórn og her Sýrlands tókst að halda kjarnorkuvopnaprógramminu leyndu svo lengi, er talin vera sú að öll samskipti sem vörðuðu áætlunina fóru fram bréfleiðis með sérstökum sendiboðum, og að henni var haldið í einangrun frá öðrum þáttum herstjórnarinnar. Þarna munaði mjóu því stöðin var næstum fullgerð og tilbúin til vinnslu er Ísraelsmenn lögðu hana í rúst í september 2007
Leiðangur Ísraelshers hóst eftir að hermenn hans höfðu laumast á staðinn í Sýrlandi, tekið jarðvegssýni og aflað nauðsynlegra upplýsinga á jörðu niðri. Flogið var svo lágt upp Kýpurflóann, austur inn yfir land og inn í tímabundið blindaða loftrýmisgæslu Tyrklands og Sýrlands og sprengjunum síðan varpað frá nokkrum sérbúnum og þunghlöðnum orrustuþotum Ísraelsmanna, sem læðst höfðu lágt yfir jörðu að skotmarkinu. Að aðgerð lokinni var ríkisstjórn Tyrklands upplýst um málið og beðin afsökunar á þeim hluta leiðangursins sem lá um lögsögu þess. Í júní 1981 lagði Ísraelsher einnig kjarnorkuvopnavinnslu Saddams Hussein í Írak í rúst með sviparði aðgerð, sem nefnd var Opera
Ofsóknir á hendur Gyðingum hafa árþúsundum saman verið hroðalega svæsnar og illar. Í aðdraganda, undir, og í kjölfar Helfararinnar meinuðu Bretar Gyðingum að flýja til þess forna landssvæðis Gyðinga í Ísrael sem Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía og Páfagarður höfðu lagt blessun sína yfir með Balfour-yfirlýsingunni. Bretar brutu einhliða anda þess samkomulags með því að meina Gyðingum að flýja þar inn, en sem var einmitt tilgangurinn með yfirlýsingunni. Það gerðu Bretar af geopólitískum orsökum því olíusvæðin sem Bretar urðu að hafa aðgang að, lágu einmitt á áhrifasvæði Araba, og þá reyndu Bretar að styggja ekki, því þannig ömurleg var staðan í heiminum þá. Gyðingum var því haldið úti frá því lífsnauðsynlega rými sem þeir höfðu fengið úthlutað til að draga andann í
Á alþingi Íslendinga fara nú fram síðustu Gyðingaofsóknirnar á nýrri tímum. Þar skal mannorð Íslands og Íslendinga allra lagt í rúst með stjórnmálum sem aðeins er hægt að flokka niður í síðasta endann af öllum. Það var ekki heilastappa Framsóknarmanna, Pírata, Vinstri-grænna og Flokks hreina fólksins sem lagði grunninn að Vesturlöndum. Það gerði Gamla testamenti Gyðinga. Við eigum Gyðingum því óendanlega mikið að þakka. Og þær þakkir ber að sýna í verki, en ekki með heilastöðvun á Alþingi Íslendinga og endametrum bölvaðrar borgarstjórnar vinstri-manna Reykjavíkur
Engir aðrir í heiminum munu hafa fyrir því að standa vörð um líf Gyðinga en Gyðingar sjálfir. Hefðu þeir verið fullvalda og vopnaðir, þá hefði Helförin aldrei getað farið fram. En pennastrik vesalinga geta einnig verið öflug drápsvopn. Þau strik eigum við alls ekki að skaffa slæmum öflum
Krækja: Hinn gleymdi sannleikur um Balfour-yfirlýsinguna (Mosaic)
Tilgátu-heimildarmynd um aðgerðina í Sýrlandi (YouTube)
Fyrri færsla
Angela Merkel kom skríðandi til Póllands
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.3.2018 kl. 10:27
Vel mælt Gunnar
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.3.2018 kl. 11:57
Frábært að rifja þetta upp Gunnar. Þótt þetta sé aðeins einn kafli í langri varnarbaráttu gyðinga fyrir tilvist sinni, þá er hann lýsandi fyrir ógnina sem að þeim steðja. Það er smánarlegt af Íslendingum að leggja þessum gereyðingaröflum lið.
Ragnhildur Kolka, 22.3.2018 kl. 12:23
Það er nú varla sambærilegt við helförina að fara fram á að þeir hætti að skera tittlinginn af smákrökkum
Borgþór Jónsson, 22.3.2018 kl. 12:44
Boggi með brandinn tilbúinn að leggja vesalingum lið? Alltaf tilbúnir með stíl vopnið. Bið að á Alþingi vinni réttlætis öflin.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2018 kl. 14:48
Þakka ykkur Vilhjálmur, Tómas og Ragnhildur og Helga.
Það er eitt sem ég skil ekki. Á DDRÚV er okkur hvað eftir annað sýndar myndir af því hversu glatt og miklir ljósgeislar fólk er sem fætt er með Down-heilkenni. En á sama tíma er þeim eytt sem fóstrum vegna einmitt þessa Down-heilkennis. Ég hef ekkert heyrt frá Framsóknarmönnum um að hér eigi að "standa með börnunum" og bíða með að eyða þeim þar til þau eru fær um að samþykkja líflát sitt sjálf.
Fyrst að læknis-tækninni hefur fleygt svona mikið fram, er þá ekki vert að bíða með þetta umskurðarmál þar til hægt er að skima fyrir trúarhneigð í fóstrum og þá eyða þeim ef óæskilegar lífsskoðanir eru líklegar til að verða með-fæddar?
Eða þá að bjóða fólki upp á læknismeðferð, í stað 6 ára fangelsisvistar, við því sem Framsóknarþingmenn segja að rétt sé að brennimerkja sem glæp eða glæpaheygð, og bjóða fólki í staðinn upp á þá læknismeðferð að trúarstöðvarnar séu fjarlægðar með heilaskurðaðgerð um leið og lækna-tæknin hefur náð svo langt.
Ef svo skyldi fara að heilastöðvar Framsóknarmennsku skyldu rjúka með í leiðinni, er það þá samt ekki áhættunnar virði? Íslendingar hafa hvor sem er stigið fyrstu skrefin í kynbótameðferð á þjóðinni með því að útrýma þeim sem geta fæðst með Down-heilkenni. Er þetta ekki betra og ódýrara en að sitja uppi með fólk í sex ára fangelsisvist, sem kostar skattgreiðendur jafnvel meira en fyrirspurnir Pírata? Verða þessar tæknilega fullkomnu lækningar lækna ekki lausnin í framtíðinni?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2018 kl. 15:01
Gunnar, eins mikið og ég fagna því að Ísrael hafi komið í veg fyrir að brjálæðingarnir í Sýrlandi hafi fengið kjarnorkuvopn, því nógu slæmt er nú ástandið þar án þeirra, þá skil ég ekki hvað þú ert á úti á túní í umskurnarmálinu.
Gamla testamentið, gott og vel, á sínum tíma var það langt á undan sinni samtíð. Síðan kom Nýja testamentið, eins og ég geri ráð fyrir að þú vitir.
Orðið testamenti merkir sáttmáli. Gamla testamentið merkir þannig gamli sáttmáli og Nýja testamentið nýji sáttmáli. Guð vinnur í sáttmálum þegar Hann er að reyna að fá mannfólkið til að hegða sér af viti, sem reyndar tekst ekkert allt of vel, ef marka má mannkynssöguna.
Gamli sáttmálinn (við Gyðinga fyrst og fremst, þó útlendingar sem tóku trú Gyðinga áttu möguleika) var staðfestur með umskurn.
Nýji sáttmálinn, um trú og hlýðni við Jesú Krist, sem kom í stað þess gamla, var og er staðfestur með skírn.
Þó að umskurn komi úr Gamla testamentinu, þýðir það ekki sjálfkrafa að hún eigi rétt á sér í dag. Eftirfarandi fyrirskipanir koma líka úr Gamla testamentinu:
18Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda. 2. Mósebók 22:18
18Ef maður á þrjóskan son og ódælan, sem eigi vill hlýða föður sínum og móður, og hann hlýðnast þeim ekki að heldur, þótt þau hirti hann, 19þá skal faðir hans og móðir taka hann og fara með hann til öldunga borgar hans, að borgarhliðinu, þar sem hann á heima, 20og segja við öldunga borgar hans: "Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og vill ekki hlýða okkur, hann er svallari og drykkjurútur." 21Skulu þá allir borgarmenn lemja hann grjóti til bana. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér, og allur Ísrael skal heyra það og skelfast. - 5. Mósebók 21:18-21
Vilt þú láta aflífa galdrakonur og útrýma flestum drengjum og unglingspiltum á Íslandi, ef þeir hafa einhvern tímann óhlýðnast foreldrum sínum?
Theódór Norðkvist, 22.3.2018 kl. 19:48
Þakka þér Theódór.
Sumir páfagaukar kunna að tala. Þeir vita þó ekkert um hvað þeir eru að tala.
Gamla testamentið er kennslubók í óhlýðni. Hún er kennslubók í því að það er ekki nóg að hlýða bara lögum manna, lögum einræðisherra, smákónga og jafnvel lögum Guðs. Það er ekki nóg til að halda sér sem fullvalda ríki, fullvalda einstaklingar og að gefa okkur gott mannlíf. Enda snýst allt það mest spennandi í bókinni um að án aðstoðar góðra manna, er heimurinn sem Guð er að reyna að reisa, frekar glataður staður. Hann þarf aðstoð góðra manna.
Ljósmæðurnar neituðu að hlýða lögum og drápu ekki Gyðingabörnin, heldur björguðu þeim. Og að það eru lög mannanna en ekki lög Guðs sem gilda í landi Ísraels. Konur kvörtuðu yfir lögum Guðs og sendu Móses aftur upp á fjallið til að fá þeim breytt. Og þeim var breytt og Guð var enn ánægðari með lagaverkið fyrir vikið. Gott kennslubókardæmi í góðri lagasmíði á æðstu stofnunum. Ekkert sem sendur í þessu riti er haft þar með án mikilvægrar ástæðu. Allt sem þarna er, hefur dýpri meinungu.
Lögin eru ekki nóg og Guð getur haft rangt fyrir sér. Það er móralinn í þessum ritningum. Hættu að hlýða öpum Theódór, það er það sem þarna stendur. Hættu að hlýða Hitler götunnar og Hitler stofnana. Þú getur ekki afsakað þig með því að stunda bókstafstrúarlestur. Þú verður að skilja. Þú verður að klífa fjallið. Annars sérðu ekki neitt. Hér er ágætis byrjun: Glímt við Guð
Auga fyrir auga þýðir ekki að rífa eigi augun úr fólki, heldur er um uppskrift að tryggingafélögum Vesturlanda að ræða. Ef þú og nógu margir aðrir halda áfram að lesa Gamla testamentið eins og páfagaukar, þá endum við sem Egyptaland. Já, sem úníversal-imperíal heimsveldi sem heggur öll horn og sérkenni af öllum þjóðum Guðs og gerir heiminn að helvíti á jörð.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2018 kl. 02:46
Margt til í þessu hjá þér um páfagaukalærdóminn, þó ég eigi erfitt með að sjá hvernig það gerir heiminn að betri stað, að roðfletta ungbörn að neðan.
Theódór Norðkvist, 23.3.2018 kl. 10:53
Þakka þér aftur Theódór.
Hvaða þvæla er þetta. Fóru lömb úr bæði ull og skinni við mörkun?
Í Bandaríkjunum eru karlmenn umskornir sem heilbrigðisráðstöfun. Að eiga fæðingarrétt á heimalandi sínu Ísrael er það sem um er að ræða fyrir t.d. Gyðinga. Þetta er þrjú þúsund ára hefð hjá þeim og hún er algerlega gersamlega skaðlaus og það sem meira er: enginn er að kvarta undan neinu.
Á þá ekki að banna bólusetningar ungbarna líka? Þar er framandi efni dælt inn í líkama nýfæddra barna. Ég vona sannarlega að sú verði EKKI raunin, en það kæmi mér ekki á óvart að tölfræðilega sé hægt að sýna fram á að "skaðleg" áhrif bólusetninga eru himinhátt meiri en við umskurð drengja.
En eins og við vitum þá fylgir því viss áhætta bara að vera til. En útrýmingaráhættan fyrir fóstur á Íslandi er það sem mér finnst að frekar ætti að ræða en þetta fáránlega umskurðarmál sem er bara enn eitt ófriðarmálið. Þar er um að ræða 30 þúsund fóstur sem hefðu flest getað fæðst heilbrigð, en gerðu það ekki. Ég er hér með EKKI að mælast til að fóstureyðingar séu bannaðar. En þúsund fóstureyðingar í landi stútfullu af getnaðarvörnum finnst mér vera húrrandi skandall og ábyrgðarleysi. Hvað er að fólki? Er það heiladautt?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2018 kl. 11:25
Sammála þér um fóstureyðingar, sem aðstandandi barns með Downs. Tökum þessau umræðu síðar og takk fyrir góða pistla. Keep up the good work, bestu kveðjur, TN från Skåne.
Theódór Norðkvist, 23.3.2018 kl. 20:12
Þakka þér TN.
Svo þú ert á Skáni. Ja hérna. Mér fannst nú Ystadkorv og Prestosturinn ansi góður. Og pylsur með kartöflustöppunni þeirra er tær snilld. Fegnum alltaf heitar Ystadkorv í vinnunni á föstudagsmorgnum.
En nú hef ég hins vegar allt. Slátur, svið, lundabagga, hangikjöt, harðfisk, ýsu, hamsatólg, lambaskrokka, ærkjöt, ærhakk, bláber, krækiberjasaft, hrossakjöt, trippin, silung og svo besta fisk sem hægt er að fá. Og hef líka alltaf betra og meira spennandi veður en hvar sem skyldi vera í heiminum.
Aldrei skánsk grámygla hér, þar sem fólkið verður svo grátt að það jafnast út við jörðu. Það er auðveldara að þrauka íslenska þorrann en að þrauka skánska grámann þar sem skiptist á grátt og blýgrátt. En svo kemur skánska vorið og það fannst mér besti árstíminn þarna um slóðir. Vorið er einstök árstíð þarna.
Bið kærlega að heilsa gömlu Skáni
- og bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2018 kl. 20:48
Theódór Norðkvist, 23.3.2018 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.