Þriðjudagur, 20. mars 2018
ESB hefur þrjá daga til að forðast viðskiptastríð
Donald Trump er þessa dagana að hlusta á vol og væl sendinefndar Þýskalands með Brussel-hatta á höfðunum í betliferð til Washington. Óðir hattarar ESB hafa nú þrjá daga til að komast hjá viðskiptastríði við Bandaríki Norður-Ameríku
Þýskaland er með 9 prósent af landsframleiðslu í viðskiptahagnað við umheiminn. Það er stærsti hagnaður í heiminum í krónum og aurum talið og klafi á bæði heiminum sem og öðrum esb-ríkjum, og langt fyrir ofan það sem sáttmálar esb heimila. Nema á Rússlandi. Þar er smá útflutningsplús fyrir Rússland vegna rússnesku orkunnar sem Þýskaland er algerlega háð. En útflutningur Þýskalands til Rússlands hefur samt og þrátt fyrir svo kölluð "höft" vaxið svo að hann er nú á pari við það sem var árið 2007. Þessi útflutningur Þýskalands til Rússlands tryggir að sérhver samstaða Þýskalands með Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum er aðeins í orði, en ekki á borði. Enda er rúmur meirihluti Þjóðverja hlynntur frekari nálgun Þýskalands við Rússland, á sama tíma og 82 prósent Þjóðverja hræðast Donald Trump, en aðeins 44 prósent segjast hræðast Pútín hinn Góða
Ef ESB gengst ekki að tollaáformum Trumps á stál og ál og þrengingum að Kína, þá skellir hann tollum á alla bílaframleiðslu ESB-ríkjanna. Og ef Donald Trump á yfirhöfuð að skoða hinn afar slæma málstað ESB-landanna, þá þurfa þau fyrst að leggja skothelda áætlun á borðið fyrir framan hann, yfir hvernig þau sem NATO-ríki ætla að mæta NATO-sáttmála-skuldbindingum sínum um að þau leggi tvö prósent af landsframleiðslunni af mörkum til varnamála. Bandaríkin borga 70-75 prósent af varnarútgjöldum NATO, en meginland Evrópu næstum ekkert
Þetta geta ESB-ríkin auðvitað ekki, því þau eru ófullvalda efnahagslegir krypplingar og færu í þrot ef þau ættu að verja sig sjálf. En kannski Rússland geti aðstoðað Þýskaland við að klæða sig í svona eins og einn drullusokk eða svo. Hver veit. Hver veit hvenær Þýskaland tryllist á tollunum og reiknar sig aftur austur. Svar: það veit enginn
Þeir sem trúa ekki eiturefnaárás upp á Rússland, eru annað hvort með hlátursgaslögn í heilann eða sjá sýnir, þó svo að rjúkandi sannanir skorti. Það er bara ein ástæða fyrir því að Vladímír Pútín er forseti Rússlands núna; 1a. hann er hvorki væskill að nafni Mikhail Sergeyevich Gorbachev, né 1b. volæðingurinn Boris Nikolayevich Yeltsin. Pútín er það sem menn óttast. Og þess vegna er hann einmitt forseti Rússlands. Hann er það sem rússneska fólkið óskar sér; Varðstöðumaður Rússlands sem menn taka mark á. Fjórar innrásir úr vestri gleymast ekki svo hratt. Rússland er ekki hvaða ríki sem er og verður það aldrei. Það verður aldrei eins og menn í vestri óska sér að það sé. Eins gott er að horfast í augu við þá staðreynd og standa sig á verðinum gagnvart Rússlandi, því annars fer illa. Þeir einu sem staðið geta þá vakt eru Bandaríkin, saman með vissum löndum Austur-Evrópu
En eins og er, hefur Rússland aðeins efni á lyklaborðs-aðgerðum, hersýningu í Sýrlandi og pólitískum púðurdósamat. Ef olíuverðið hefði ekki hrunið, þá hefði Rússland nú þegar haft efni á Úkraínu. En efnahagsstaðan núna er sú, að það er rétt svo að Rússland hefur efni á að niðurgreiða olíuna til Hvíta-Rússlands um 2,5 milljarða dali á ári, undir heimsmarkaðsverð. Og meira að segja rússneskt dagblað kvartar yfir því "tekjutapi" rússneska ríkisins
Fyrri færsla
Spái Sjálfstæðisflokknum 34 prósent fylgis í næstu kosningum
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 27
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 443
- Frá upphafi: 1389063
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 252
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Góð greinagerð og tek undir þetta.
Valdimar Samúelsson, 20.3.2018 kl. 17:40
Þakka þér Valdimar.
Mig langar að undirstrika það hér, að þó svo að ég trúi eiturvopnaárás upp á rússnesk stjórnvöld, þá þýðir það samt ekki að þau séu sek um slíka árás á Bretland um daginn. Að trúa er ekki það sama og vita. En ég yrði samt ekki hissa ef sú verður sannanleg niðurstaða, ef hún þá yfir höfuð er fáanleg, sem ég óttast að verði aldrei.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2018 kl. 20:59
Satt Gunnar en mér finnst það svo asnalega tímasett hafi Putin gert þetta. Kv v
Valdimar Samúelsson, 20.3.2018 kl. 21:41
Þvert á móti Valdimar. Ég held að tímasetningin sé mjög vel valin. Hún er vel valin til að þrýsta fleyg á rétta staði til að knýja fram rof í samstöðu um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Helmingur ítalska þingsins eru nú kommar sem styðja Kreml.
Bretland er á leið út úr ESB en segist vilja halda fast í þétt varnarsamstarf við meginlandið. Það hentar Rússlandi ekki vel. "Hvað á það að kosta okkur mikið að standa með þessum fíflum þarna í Bretlandi sem kjósa sjálfstæði", eru eflaust margir á meginlandinu sem hugsa með tilliti til viðskipta við Rússland ó ljósi þeirrar staðreyndar að þeir geta misst af viðskiptum við Bretland. "Hvað þykjast Bretar vera betri en við. Við þurfum ekki á Bretlandi að halda" - er niðurstaða sem nú þegar er orðin að staðreynd.
Stór hluti þýskra stjórnmálmanna styður Kreml.
Þýski iðnaðurinn styður Kreml.
"Pólland er að reyna að standa uppi í hárinu á Rússlandi og okkur líka", segja þeir sem hafa peningapólitísku lyklavöldin í ESB. "Niður með Pólland. Látum okkur ofsækjum Pólland".
Utanríkisráðherrar ESB-landa héldu fund í gær. Samþykkt var samstaða með Bretlandi, en ekkert verður aðhafst. Ekkert aðhafst.
Ég myndi segja að tímasetningin hafi verið fullkomin. Ef það kemur ekkert út úr fundi forsætisráðherra ESB-landa á fimmtudaginn, þá veit Rússland að aðgerðin hefur heppnast. Bein braut er þá fyrir Moskvu til að kýla enn frekar á enn fleiri fleyga inn á milli ESB-landa hér og þar.
Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2018 kl. 00:02
Sæll Gunnar,ég sé sýnir en gott að lesa þetta.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2018 kl. 01:04
Þakka þér Helga.
Já. Við skulum vona að sýn þín sé rétt, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2018 kl. 01:50
Ég fæ ekki séð hvernig þú finnur út að Ítalskir og Þýskir stjórnmálammenn styðji Kreml,auk þýska iðnaðarins.
Þessir aðilar eru hins vegar farir að styðja sjálfa sig.
Þeir sjá ekki lengur neinn hag í að styðja atlögu Bandaríkjanna að Rússum ,tapa fullt af pening í leiðinni og græða ekki neitt. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki barátta þessara ríkja hvort sem er. Evrópuríkin eiga ekkert sökótt við Rússa.Og Rússar áttu ekkert sökótt við Evrópu fyrr en ESB fór í Úkrainuleiðangurinn fræga.
Ég er hræddur um að leiðtogar Evrópu séu farnir að naga sig illilega í handarbökin fyrir þá Bjarmalandsför. Og þeir eiga eftir að naga miklu meira ,af því einn góðann veðurdag verður ekki lengur hjá því komist að díla við afleiðingarnar. Ástandið í 'Ukrainu verður sífellt hættulegra fyrir Evrópu með hverjum deginum sem líður. Ég er hræddur um að Rússar skeri þá ekki niður úr þessari snöru.
Varðandi eitrunina.
Það er ekki gott að segja af hverju Bretar eitruðu fyrir feðginunum. Það kemur sennilega aldrei í ljós.Hugsanleg skýring gæti verið að fylgi við ríkisstjórn Theresu May var í frjálsu falli og ráðaleysi hennar og kjarkleysi í afgreiðslu BREXIT var orðið í meira lagi pínlegt. Hvað er þá betra en að beina reiði almennings í aðrar áttir. Og þetta tókst,allavega í bili.
Þessi aðgerð sýnir enn og aftur hvað leiðtogar okkar eru veikir og vanhæfir,nánast sama hvar er borið niður. Þarna fer May út í stórkostleg slagsmál við Rússa, bara til að losna við óþægilega gagnrýni í augnablik. Hún er ekki fær um að hugsa neitt lengra.
Þvert á það sem hún hafði vonast eftir ,eru Evrópubúar og jafnvel ekki Bandaríkjamenn neitt sérlega áfjáðir í að fara út í frekari átök við Rússa vegna upploginna saka frá London. Stuðningsyfirlýsingar þeirra eru meira fyrir siðasakir,en að þeir hafi nokkurn hug á að láta aðgerðir fylgja orðum.
Nú situr May uppi með timburmennina. Allir bíða nú eftir einhverjum sönnunum frá Bretum og Rússar þjarma miskunnarlaust að henni. Ég gæti trúað að áður en yfir líkur munii hún óska þess heitast að hún hafi tekist á við reiði kjósenda ,frekar en að baka sér reiði Rússa.
Þessi aðgerð er sama eðlis og þegar Trump gerði eldflaugaárásina á Sýrland fyrir upplognar sakir. Henni var ætlað að létta í augnablik álaginu af árásum Demókrata. Það virkaði í nokkra daga,en svo fór allt í sama horf. Munurinn er samt sá að þetta afði engar neikvæðar afleiðingar fyrir Trump.
Þetta verður samt að teljast plagsiður að vestrænir stjórnmálamenn drepi í sífellu saklaust fólk sem er algerlega ótengt málinu, til að komast hjá óþægindum.
Okkur vesturlandabúa skortir tilfinnanlega stjórnmálamenn sem eru færir um að hugsa meira en viku fram í tímann.
Borgþór Jónsson, 21.3.2018 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.