Miðvikudagur, 29. nóvember 2017
Ímyndaða "iðnbyltingin" eyðileggur framleiðni Vesturlanda
Grein FT: Productivity and the crisis of attention
Þessu varpar Dan Nixon fram á vef stefnudeildar breska seðlabankans. Reyndar heitir bankinn Englandsbanki eða Bank of England. Hann gefur líka út sterlingspund
Uppfært: (bein krækja á færsluna hjá BoE: Bank Underground blog)
Bein tengsl eru líklega á milli fallandi framleiðni í þróuðum hafkerfum og innleiðingu stafrænnar tækni, sérstaklega snjallsíma, segir í skrifum seðlabankamannsins
Þetta er ansi áhugaverð tilgáta hjá Nixon. Ég hef alltaf sagt að það ætti að banna tölvur í grunnskólum (og snjallsíma, þeir eru tölvur)
Og ég hef líka alltaf sagt að forðast ætti fyrir alla muni galopin skrifstofurými. En það verður náttúrlega ekki gert fyrr en að fyrirtækin fara á hausinn. Það er ekki hægt að hugsa í þannig umhverfi. Enda hugsaði enginn neitt og hrunið skall bara á sérfræðingum sameinuðu opnu skrifstofuveldanna. Eitt púff og allt var farið
Og svo kórónar Nixon getverk sitt með því að vera mér sammála um að "Big Data" sé líklega algerlega útúr-tilgangslaus heilaspuni og bara enn ein kenningin veidd upp úr salerni, eða búin til hjá sérfræðingum í opnum skrifstofurýmum, nema hvað. Músasmellirnir og önnur notendaviðbrögð eru mest suð frá taugaveiklun og skorti á einbeitingu. Það er það sem "big data" er. Betra hefði verið að taka snjókorn upp á disk og kalla þau "big data" - stór-gögnin miklu
Þannig var það með "nýja hagkerfið", sem um tíma seldist vel. Síðasti söludagur þess reynist þó vera 1. janúar árið 2000. Þá sprakk það
Mamma mamma!, allir eru að iðnbylta sér, má ég ekki líka. Jáh, allir eru..
Fyrri færsla
Taparar virðast ætla að snúa bökum saman
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2017 kl. 00:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 443
- Frá upphafi: 1389086
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 247
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar
Góð ábending. Ég gat þó ekki lesið greinina sökum skráningarleysis og leti.
Snjallsímar er faktíst óþarfir en þeir eru það mikilvægasta í lífi milljóna manna. Ég tek til orða Adam Curtis í þessu sambandi: "We are lost in the spectacle." Vantar góða þýðingu á þetta, einhver?
Veit ekki hvað big data er en ætti þó að gera það. Geri ráð fyrir að það sé data mining á internetgögnum? Það er erfitt að alhæfa um gögnin á netinu en það má væntanlega færa rök fyrir því að þau muni að mestu gagnast stórfyrirtækjum til þess að framleiða fleyri snallsíma og annan óþarfa.
Ég er ekki sammála þér að banna eigi tölvur í skólum. Símarnir mega fara en ég er á því að börnum eigi að vera kennd forritun í grunnskóla. Það eru mjög góðir kostir sem koma út úr slíku ferli. Greind barnanna rýkur upp, skipulagsgáfur verða til og krakkarnir læra á orsakasamhengi hluta heimsins.
Ég er sammála með opnu skrifstofurýminn. Mjög vond hugmynd og hefur alltaf verið.
Já Gunnar nýja hagkerfið er brilliant. Bráðum getum við farið að markaðssetja rusl og hafið alvöru vöruþróun á því í beinu framhaldi. Nei bíddu, það er að gerast nú þegar!?!
Ég held að "sjálkeyrandi" bílar verði brandari 21stu aldarinnar. Það er nú þegar byrjað. http://krakkaruv.is/faersla/sjalfkeyrandi-straeto-i-vandraedum
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 20:14
Þakka þér Sigþór.
Það má lesa sjálfa bloggfærslu Nixons í Englandsbanka hér, beint: BoE: Bank Underground blog.
Það tekur heilabú fólks um það bil 25 mínútur að ná einbeitingu á ný eftir hverja truflun eins og til dæmis smáskilaboð, síma-víbrun eða símahringingu. Þeir sem verða fyrir mikið af þannig truflunum enda í varanlegu ástandi vitsmunalegrar ringulreiðar. Þaaaaað, finnst mér athyglisvert.
Betra er að kenna handavinnu eða prjón í stað forritunar. Að prjóna er forritun. Þetta er svo mikil þvæla þetta með tölvu-forritunina í grunnskólum að það liggur við að það fólk sem mælir með slíku sé varnalega vitsmunaskert. Þetta er bara tískudella.
Betra væri að kenna nemendum það sem þeir verða að læra fyrst. Lesa, skrifa og reikna. Greind er ekki hægt að auka. Hún er meðfædd. En að það er hins vegar hægt að æfa margföldunartöfluna upp þannig að maður kunni hana, og svo til dæmis prósentureikning, sem aðeins örfáir virðast kunna í dag.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2017 kl. 23:54
Þakka svarið Gunnar
Nei nú verður þú að vanda þig Gunnar minn :) "Varanlega vitsmunaskertir, hehe. Ég er forritari Gunnar, til 20+ ára. Ég veit nokkuð vel hvaða áhrif verða á heila manneskju vegna þessa, ég finn fyrir því daglega. Ég þekki einnig þessi merki hjá öðrum forriturum, það er ekkert trendy við það nema að síður sé. Er þú forritari Gunnar?
Hinsvegar eru vefstólar fyrstu forritunartólin í mannheimum, gataspjöld og alles. Þekki ekki tenginguna við prón eða upplifunina af því. Þú getur kannski frætt mig um það?
Takk fyrir linkinn!
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 02:01
Verð að bæta við. Sammála með grunnurinn, lestur, skrift og reikning. Það er grunnur sem þarf að vera. Líklega mundi ég færa forritunina úr barnaskólanum og upp í fyrsta bekk gaggó. Þetta ætti líka að vera valfag því að þetta er ekki fyrir alla, ekki frekar en prjón eða vefstólar. Þannig að það sem ég er kannski að segja er að það þarf að bjóða upp á skýran valkost. Þetta þarf ekki að vera fasískt.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 02:17
Hah, Sigþór þarna tókstu aðeins við þér. Hehe.
En þetta var nú alls ekki sneið til þín, þar sem þú ert forritari en ekki fyrirskipandi menntunarmála.
Já ég var með Fortran 77 og Pascal í hagfærðinni á VAX DEC í den. Dytti ekki í hug að halda að börn og unglingar ættu að læra forritun. Frekar bókfærslu og efnahagsreikninga, en það. Miklu frekar. Krefst bara pappírs.
Hef reyndar aldrei kynnst eins ófullkomnu fyrirbæri eins og tölvun og hef unnið á flest þekkt kerfi, átt þau sjálfur og þar á meðal einnig miðlæg kerfi, sem er það eina sem ég hef virkilega hrifist af í þessum bransa. Græt enn gamla AS/400 kerfið. Stýrikerfið var svo flott. Aðeins tvö tölvunarfyrirtæki hafa heillað mig um ævina: IBM og Apple.
Þeir sem eru forritarar af Guðs náð og áhuga, munu alltaf finna sér blað og blýant til að skrifa kóðann sinn og slá hann svo inn, keyra og þýða, þegar þeim sýnist. Þannig er það með alla meðfædda hæfileika. Þá er ekki hægt að berja niður. Það þarf ekki tölvur til að læra forritun í skólum, heldur einungis til að sannreyna og aflúsa kóðann, þýða og setja hann inn.
En þetta eru í miklum mæli að verða kolanámustörf nútíðar og framtíðar, þ.e. forritun og stór hluti tölvunar, nema á allra hæstu stigum, þar sem menn búa til dæmis til kóða-generatora og þannig uber-tól eða kernels eða sérhæfð, ómissandi og ófáanleg klæðskerasaumuð kerfi eða kerfishluta. Enda er Indland stíft notað, þar er nóg af endalausum tölvunarþrælum til að svala eftirspurn eftir þannig starfskröftum, sem segir okkur nokkuð mikið um hvert mörg þannig störf eru komin og eru að fara. Íslendingum hefur þó haldist betur á þessum störfum hér heima en flestum öðrum löndum. En sú sérstaða er langt í frá örugg. Það er engin björt framtíð þarna og þetta eru frekar mikil blindgöng fyrir starfsferla flestra, nema í allra hæstu lögum og í kjarnasérþörfum vissra geira. Skal alls ekki vanmetið, en er þó mjög oft ofmetið og mest af þeim sem minnst vita um bransann.
Þar sem allir eiga bíl og hrærivél þá væri betra að kenna fólki á skrúfjárn, skiptilykla og sleggjur sem hægt er að berja tölvubúnað þeirra í spað með. Hægt væri líka að kenna fólki að henda prenturum út um glugga og hörðum diskum í grjótmulningsvélar.
En fyrst af öllu þarf að kenna fólki leiðindi. Fólk verður að geta lifað þau af og sætt sig við þau sem eðlilegan og nauðsynlegan hluta lífsins og það þarf að hætta að gera kröfur um að allt sé alltaf skemmtilegt. Ekkert hagkerfi né skólakerfi hefur efni á slíku - og það sést langa leið að.
Tölvunarbransinn eins og við þekkjum hann í dag, á ekki langt eftir. Allt þekkt megin-koncept þess bransa er að komast í þrot. Er að stillast upp við vegg. Framtíðin þar er óviss.
Þakka þér skemmtilegt samtal Sigþór.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2017 kl. 06:20
Þakka svarið Gunnar og gott spjall.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 14:53
P.s. Ég tek undir það að fenginni reynslu að blað og blýantur er besta verkfærið til þess að byrja forritunarverkefni, þá helst með UML. Flest verkefni hafa byrjað þar hjá mér. Það væri mögulega klókt að leggja meiri áherlu á það en forritum, því að það nýtist á svo mörgum sviðum.
Annars hef ég verið í WebObjects og síðar AppKit og félögum. Ég byrjaði á NextStep og svo OpenStep þannig að ég er fordekraður af sjálfum mér þegar kemur að forritun :)
Ég lærði Paskal og Basic líka, en það fannst mér ekki spennandi umhverfi.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.