Leita í fréttum mbl.is

Ímyndaða "iðnbyltingin" eyðileggur framleiðni Vesturlanda

Grein FT: Productivity and the crisis of attention

Þessu varpar Dan Nixon fram á vef stefnudeildar breska seðlabankans. Reyndar heitir bankinn Englandsbanki eða Bank of England. Hann gefur líka út sterlingspund

Uppfært: (bein krækja á færsluna hjá BoE: Bank Underground blog)

Bein tengsl eru líklega á milli fallandi framleiðni í þróuðum hafkerfum og innleiðingu stafrænnar tækni, sérstaklega snjallsíma, segir í skrifum seðlabankamannsins

Þetta er ansi áhugaverð tilgáta hjá Nixon. Ég hef alltaf sagt að það ætti að banna tölvur í grunnskólum (og snjallsíma, þeir eru tölvur)

Og ég hef líka alltaf sagt að forðast ætti fyrir alla muni galopin skrifstofurými. En það verður náttúrlega ekki gert fyrr en að fyrirtækin fara á hausinn. Það er ekki hægt að hugsa í þannig umhverfi. Enda hugsaði enginn neitt og hrunið skall bara á sérfræðingum sameinuðu opnu skrifstofuveldanna. Eitt púff og allt var farið

Og svo kórónar Nixon getverk sitt með því að vera mér sammála um að "Big Data" sé líklega algerlega útúr-tilgangslaus heilaspuni og bara enn ein kenningin veidd upp úr salerni, eða búin til hjá sérfræðingum í opnum skrifstofurýmum, nema hvað. Músasmellirnir og önnur notendaviðbrögð eru mest suð frá taugaveiklun og skorti á einbeitingu. Það er það sem "big data" er. Betra hefði verið að taka snjókorn upp á disk og kalla þau "big data" - stór-gögnin miklu

Þannig var það með "nýja hagkerfið", sem um tíma seldist vel. Síðasti söludagur þess reynist þó vera 1. janúar árið 2000. Þá sprakk það

Mamma mamma!, allir eru að iðnbylta sér, má ég ekki líka. Jáh, allir eru..

Fyrri færsla

Taparar virðast ætla að snúa bökum saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar

Góð ábending. Ég gat þó ekki lesið greinina sökum skráningarleysis og leti.

Snjallsímar er faktíst óþarfir en þeir eru það mikilvægasta í lífi milljóna manna. Ég tek til orða Adam Curtis í þessu sambandi: "We are lost in the spectacle." Vantar góða þýðingu á þetta, einhver?

Veit ekki hvað big data er en ætti þó að gera það. Geri ráð fyrir að það sé data mining á internetgögnum? Það er erfitt að alhæfa um gögnin á netinu en það má væntanlega færa rök fyrir því að þau muni að mestu gagnast stórfyrirtækjum til þess að framleiða fleyri snallsíma og annan óþarfa.

Ég er ekki sammála þér að banna eigi tölvur í skólum. Símarnir mega fara en ég er á því að börnum eigi að vera kennd forritun í grunnskóla. Það eru mjög góðir kostir sem koma út úr slíku ferli. Greind barnanna rýkur upp, skipulagsgáfur verða til og krakkarnir læra á orsakasamhengi hluta heimsins.

Ég er sammála með opnu skrifstofurýminn. Mjög vond hugmynd og hefur alltaf verið. 

Já Gunnar nýja hagkerfið er brilliant. Bráðum getum við farið að markaðssetja rusl og hafið alvöru vöruþróun á því í beinu framhaldi. Nei bíddu, það er að gerast nú þegar!?!

Ég held að "sjálkeyrandi" bílar verði brandari 21stu aldarinnar. Það er nú þegar byrjað. http://krakkaruv.is/faersla/sjalfkeyrandi-straeto-i-vandraedum 

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 20:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór.

Það má lesa sjálfa bloggfærslu Nixons í Englandsbanka hér, beint: BoE: Bank Underground blog.

Það tekur heilabú fólks um það bil 25 mínútur að ná einbeitingu á ný eftir hverja truflun eins og til dæmis smáskilaboð, síma-víbrun eða símahringingu. Þeir sem verða fyrir mikið af þannig truflunum enda í varanlegu ástandi vitsmunalegrar ringulreiðar. Þaaaaað, finnst mér athyglisvert.

Betra er að kenna handavinnu eða prjón í stað forritunar. Að prjóna er forritun. Þetta er svo mikil þvæla þetta með tölvu-forritunina í grunnskólum að það liggur við að það fólk sem mælir með slíku sé varnalega vitsmunaskert. Þetta er bara tískudella.

Betra væri að kenna nemendum það sem þeir verða að læra fyrst. Lesa, skrifa og reikna. Greind er ekki hægt að auka. Hún er meðfædd. En að það er hins vegar hægt að æfa margföldunartöfluna upp þannig að maður kunni hana, og svo til dæmis prósentureikning, sem aðeins örfáir virðast kunna í dag.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2017 kl. 23:54

3 identicon

Þakka svarið Gunnar

Nei nú verður þú að vanda þig Gunnar minn :) "Varanlega vitsmunaskertir, hehe. Ég er forritari Gunnar, til 20+ ára. Ég veit nokkuð vel hvaða áhrif verða á heila manneskju vegna þessa, ég finn fyrir því daglega. Ég þekki einnig þessi merki hjá öðrum forriturum, það er ekkert trendy við það nema að síður sé. Er þú forritari Gunnar?

Hinsvegar eru vefstólar fyrstu forritunartólin í mannheimum, gataspjöld og alles. Þekki ekki tenginguna við prón eða upplifunina af því. Þú getur kannski frætt mig um það?

Takk fyrir linkinn!

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 02:01

4 identicon

Verð að bæta við. Sammála með grunnurinn, lestur, skrift og reikning. Það er grunnur sem þarf að vera. Líklega mundi ég færa forritunina úr barnaskólanum og upp í fyrsta bekk gaggó. Þetta ætti líka að vera valfag því að þetta er ekki fyrir alla, ekki frekar en prjón eða vefstólar. Þannig að það sem ég er kannski að segja er að það þarf að bjóða upp á skýran valkost. Þetta þarf ekki að vera fasískt.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 02:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hah, Sigþór þarna tókstu aðeins við þér. Hehe.

En þetta var nú alls ekki sneið til þín, þar sem þú ert forritari en ekki fyrirskipandi menntunarmála.

Já ég var með Fortran 77 og Pascal í hagfærðinni á VAX DEC í den. Dytti ekki í hug að halda að börn og unglingar ættu að læra forritun. Frekar bókfærslu og efnahagsreikninga, en það. Miklu frekar. Krefst bara pappírs.

Hef reyndar aldrei kynnst eins ófullkomnu fyrirbæri eins og tölvun og hef unnið á flest þekkt kerfi, átt þau sjálfur og þar á meðal einnig miðlæg kerfi, sem er það eina sem ég hef virkilega hrifist af í þessum bransa. Græt enn gamla AS/400 kerfið. Stýrikerfið var svo flott. Aðeins tvö tölvunarfyrirtæki hafa heillað mig um ævina: IBM og Apple.

Þeir sem eru forritarar af Guðs náð og áhuga, munu alltaf finna sér blað og blýant til að skrifa kóðann sinn og slá hann svo inn, keyra og þýða, þegar þeim sýnist. Þannig  er það með alla meðfædda hæfileika. Þá er ekki hægt að berja niður. Það þarf ekki tölvur til að læra forritun í skólum, heldur einungis til að sannreyna og aflúsa kóðann, þýða og setja hann inn.

En þetta eru í miklum mæli að verða kolanámustörf nútíðar og framtíðar, þ.e. forritun og stór hluti tölvunar, nema á allra hæstu stigum, þar sem menn búa til dæmis til kóða-generatora og þannig uber-tól eða kernels eða sérhæfð, ómissandi og ófáanleg klæðskerasaumuð kerfi eða kerfishluta. Enda er Indland stíft notað, þar er nóg af endalausum tölvunarþrælum til að svala eftirspurn eftir þannig starfskröftum, sem segir okkur nokkuð mikið um hvert mörg þannig störf eru komin og eru að fara. Íslendingum hefur þó haldist betur á þessum störfum hér heima en flestum öðrum löndum. En sú sérstaða er langt í frá örugg. Það er engin björt framtíð þarna og þetta eru frekar mikil blindgöng fyrir starfsferla flestra, nema í allra hæstu lögum og í kjarnasérþörfum vissra geira. Skal alls ekki vanmetið, en er þó mjög oft ofmetið og mest af þeim sem minnst vita um bransann.

Þar sem allir eiga bíl og hrærivél þá væri betra að kenna fólki á skrúfjárn, skiptilykla og sleggjur sem hægt er að berja tölvubúnað þeirra í spað með. Hægt væri líka að kenna fólki að henda prenturum út um glugga og hörðum diskum í grjótmulningsvélar.

En fyrst af öllu þarf að kenna fólki leiðindi. Fólk verður að geta lifað þau af og sætt sig við þau sem eðlilegan og nauðsynlegan hluta lífsins og það þarf að hætta að gera kröfur um að allt sé alltaf skemmtilegt. Ekkert hagkerfi né skólakerfi hefur efni á slíku - og það sést langa leið að.

Tölvunarbransinn eins og við þekkjum hann í dag, á ekki langt eftir. Allt þekkt megin-koncept þess bransa er að komast í þrot. Er að stillast upp við vegg. Framtíðin þar er óviss.

Þakka þér skemmtilegt samtal Sigþór.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2017 kl. 06:20

6 identicon

Þakka svarið Gunnar og gott spjall.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 14:53

7 identicon

P.s. Ég tek undir það að fenginni reynslu að blað og blýantur er besta verkfærið til þess að byrja forritunarverkefni, þá helst með UML. Flest verkefni hafa byrjað þar hjá mér. Það væri mögulega klókt að leggja meiri áherlu á það en forritum, því að það nýtist á svo mörgum sviðum.

Annars hef ég verið í WebObjects og síðar AppKit og félögum. Ég byrjaði á NextStep og svo OpenStep þannig að ég er fordekraður af sjálfum mér þegar kemur að forritun :)

Ég lærði Paskal og Basic líka, en það fannst mér ekki spennandi umhverfi.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband