Leita í fréttum mbl.is

Hvað ráðleggur stjórnmálastéttin Sjálfstæðisflokknum núna?

Fyrst þetta: Enn eru formlegar stjórnarmyndunarviðræður milli flokka ekki hafnar í Þýskalandi. Kosið var fyrir tæpum sjö vikum, eða þann 24. september. Þær viðræður sem hafa verið milli CDU/CSU, FDP og græningja, voru og eru allar óformlegar. Þær hafa gengið út á það hvort að flokkarnir geti náð saman um einn stjórnarsáttmála og byggt á honum ríkisstjórn sem þolir veruleikann

Enn er óvíst hvort þessir flokkar geti myndað ríkisstjórn. FDP ætlar að selja sig það dýrt að flokkur Merkels fer að nálgast þurrar fjörur sem endað geta pólitískan feril Merkels á enn svartari nótum en þær eru nú þegar. FDP segjast tilbúnir í nýjar kosningar ef stjórnarmyndun fer út um þúfur. Þeir segjast myndu græða á kosningum, en CDU-flokkur Merkels tapa stórt á þeim

Hvað myndi stjórnmálastéttin ég ráðleggja Sjálfstæðisflokknum núna? Það erum jú við kjósendur sem erum stjórnmálastéttin hér á Íslandi. Og sú stétt kýs sér leiðtoga og fulltrúa. Minn leiðtogi og fulltrúi er Sjálfstæðisflokkurinn undir öruggri forystu Bjarna Benediktssonar framfaramanns

Hvað nú Bjarni. Jú, selja ofboðslega dýrt og ekki hræðast nýjar kosningar. Engu er hér að tapa, en allt að vinna. Rauða blóðið flýtur allt um kring, en við erum stólpinn með allt á þurru. Vitleysingjarnir þeir báðu um þetta

Selja dýrt og ekki hræðast nýjar kosningar. Vera fúll og þver. Brosa bara alls ekki - twist the spikes!

Skorradal pr. 8. nóvember 2017

Með hjartans kveðjum
Þinn kjósandi
Stjórnmálastéttin Gunnar

Fyrri færsla

100 ár þjáninga: Líktu kommúnismanum við íslam


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar:sem jafnan - sem aðrir gestir, þínir !

Gunnar !

Bjarni: þessi Mæni- ás þinn, er ómerkilegur málsvari sinna prívat hagsmuna / sem og þess liðs, sem er hvað duglegast að smjaðra fyrir honum og Engeyjar liðinu:: í hvívetna.

Þetta lið - hefur ekki hingað til, reynt að draga okkur að landi sem sjálfstætt störfum (í mínu tilviki:: þjónusta á Málmiðnaðarsviði, til Sjávar og Sveita, síðan 2004) heldur og, þrengt frekar að okkur, í framhaldinu af óhugnaðar tímabili Jóhönnu og Steingríms J. (2009 - 2013), og raunar framhaldið því niðurbroti, sem þau kepptust við, gagnvart okkur sjálfstætt starfandi sbr. Dauðyflisháttinn í að brjóta niður Lífeyris sjóða Mafíu sjálftökuna, sem og algjöra lokun Banka kerfisins, gagnvart okkur.

Þú getur: að skaðlausu, hætt að hrósa þessum ómennum, sem skammta sér reglubundið tuga prósenta (%) launin á þinginu og víðar, með hjálp hins siðlausa Kjararáðs, Gunnar minn.

Bezt væri landsmönnum - að fá vaska sveit Færeyinga, til þess að brjóta upp sjálftöku hinna íslenzku lýðskrumara, sem sífellt kafa dýpra í vasa okkar almennings, sjálfum sér til handa:: 1. og fremst, síðuhafi góður !

Það er enginn munur: á Sjálfstæðismönnum og Vinstri grænum, frekar en þorra hins liðsins, að Flokki fólks Ingu Sæland undanskildum, líklegast !!!

Með beztu kveðjum: samt sem áður - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 22:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Æi Óskar, æi.

Þú varst nú betri í síðustu færslu, þar sem þú komst að minnsta kosti auga á að með því að gera stjórnmálastéttina að öreigum þá varð Sovétríkið til. 

Kjósendur hafa hagsmuni og þeir kjósa sér hagsmunagæslumenn. Ekki reyna að gera hugtakið hagsmunir jafn ljótt og hugtakið einkaneysla er að verða í hugum vinstrimanna.

Lýðskrum um lífeyrissjóðina nenni ég ekki lengur að hlusta á. Það er 100 prósent þvaður. 

Sem kjósandi hef ég hagsmuni. Allir eiga að gæta hagsmuna sinna. Annað er röfl.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2017 kl. 23:33

3 identicon

Sæll á ný - Gunnar !

Má vera: að upplifun þín, af hinni sí- harðnandi sjálftöku ísl. pólitíkusa og embættismanna, úr vösum samborgara okkar sé önnur, en þorra landsmanna Gunnar, en, ...... finnst þér ekki, til dæmis einkennilega ''þægilegt'' fyrir valdastéttina, að svokallaðir meðmælenda listar:: svona,, í anda ársins 1877 t.d., skuli í frammi hafðir fyrir hverjar kosningar, sbr. hroðalega útkomu Íslenzku þjóðfylkingarinnar nú síðast, sem hefði átt að deila 25 - 30 þingsætum með Flokki fólksins, væri hér allt með felldu, Gunnar ?

Er ekki - eitthvað mikið að, þegar að einskonar 19. aldar prógramm skuli viðhaft (meðmælendalistarnir), til þess að hamla aðkomu nýrra framboða, til hins dæmalausa alþingis ?

Jú Gunnar !

Lífeyrissjóða Mafían: á von á beinni ákæru af minni hálfu á næstunni / og það:: að verðskulduðu.

Eða - hvað réttlætir endurgreiðzlu: einungis 1300 króna, af innlögðum 8000 krónum (á þávirði ársins 2011) til iðgjald enda, eins og kom fram í máli Marinós G. Njálssonar Stærðfræðings og hugsuðar, á merkum Borgarafundi í Háskólabíói suður í Reykjavík, í September 2011 ?

Til dæmis: Gunnar.

Þakka þér fyrir - engu að síður, góð orð um athugasemd mína, við þinni síðustu grein á undan þessarri, á þinni ágætu síðu.

Með sömu kveðjum: sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 23:48

4 identicon

Sæll Gunnar

Það verður spennandi að sjá niðustöðu úr kosningunum. Stjórn virðist ekki í kortunum í bráð. En ætli Sjálfstæðismenn finni ekki út úr þessu, þeir eru reyndir þar. Hættan er að næsta stjórn verði skammlífari en sú síðasta.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 00:07

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór

Tja, pólitískur ómöguleiki gæti orðið niðurstaðan, menn verða að gera sér það ljóst strax - til dæmis svo að næsta ríkisstjórn endi ekki með sama rauðleita púðurtunnuverkinu. Ef enginn flokkur vill leggja líf sitt að veði í einhverri slíkri nýrri rauðleitri púðurtunnu, þá er það mjög skiljanleg afstaða. Og þá þarf að kjósa aftur, til að ná fram pólitískt framkvæmanlegri niðurstöðu. Kosningar snúast um pólitík, en ekki huggulegheit.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2017 kl. 00:48

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þér hlýtur að vera farið að klæja verulega, nafni, vegna tilhugalífs Kötu og formmanns þíns. Vonandi að einhver með viti fari og tali yfir hausamótunum á honum.

Aldrei aftur VG í ríkisstjórn, ALDREI!!

Gunnar Heiðarsson, 9.11.2017 kl. 20:46

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Gunnar nafni fyrir innlitið og einnig fyrir mörg góð skrif þín í gegnum árin.

Eiginlega skil ég ekki hvers vegna VG er með þessar ríkisstjórnarhugmyndir í maganum. Þeim mistekst allt sem þeir koma nálægt. Á einu ári hefur þeim tekist að klúðra tvennum stjórnarmyndunartilraunum. Og ekki eiga þeir auknu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Sérstaklega ekki miðað við þann sigur sem til stóð.

Mig klæjar ekkert. Til þess þarf kláða og hann hef ég ekki. En ég treysti formanninum og miðstjórn flokks míns.

Ef ég væri Bjarni myndi ég ekki selja neitt. En ég er bara stjórnmálastétt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2017 kl. 21:16

8 identicon

Ef Katrín fær forsætisráðuneytið er það af því að aðrir hræðast að stýra  ríkisstjórn. Katrínustjórnin verður skattaglöð og endanlega kemur það niður á fyrirtækjunum sem dragast saman. Velta minnkar og störfum fækkar. Katrín er þolinmóð og greindarleg. Vinstri grænir eru fullir spennu. o Aftursætisbílstjórinn spáir í gos úr Öræfajökli, þess á milli sem hann hugar að embættisverkum.

Sammála ykkur "rauðleit púðurtunna", enda er það markmið vinstri manna að fækka skipulega hægri kjósendum og sitja sem lengst. Þannig hafa vinstri menn unnið í Austur-Evrópu eftir stríð. Sporin hræða.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 21:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigurður

Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn með VG er ekki það sem ég held að sé að vænta. Slíkt væri hið ótrúlegasta furðufyrirbæri. Og xD í ríkisstjórn undir forsæti VG er risastór Storm Pé. pólitísk þreskivél sem bara er til í teiknimyndum. xD verður hvorki vömb né rúgmóðir fyrir andarunga VG. Slíkt harakiri mun aldrei geta gerst.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2017 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband