Leita í fréttum mbl.is

Einn dagur í heimsstyrjöld Samfylkingarflokka

Theresa May forsætisráðherra skrifar undir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu 28. mars 2017

Þýskaland hefur ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu. Hmm.. Nei afsakið, það er Stóra-Bretland sem er að ganga úr ESB. En er kannski einhver munur á þeim tveim, Þýskalandi og Stóra-Bretlandi? Jú smávegis. Hagkerfi Þýskaland er um það bil 25 prósent stærra, en herstyrkur þess sennilega 20 sinnum minni. Og heimsáhrif Bretlands eru um það bil 50 sinnum meiri. Bretland er þess utan einkavinur Bandaríkjanna og flotaveldi. Þýskaland er hvorugt. Og með því að yfirgefa ESB gæti Bretland vaxið sig efnahagslega stærra en Þýskaland á næstu 15-20 árum ef ekki fyrr, með því einu að vera ekki um kyrrt, heldur fara. Niðurstaða: Þetta er að sjálfstöðu ekkert mál. Enginn í Evrópusambandinu verður var við þetta. Ekkert mun gerast. Bretland er bara Bretland. Göngum í ESB!

Þýskaland er þessar vikurnar að reyna að mynda nýja ríkisstjórn á þingi þar sem 94-þingmanna nýr flokkur, að sögn margra, er með nýnasista innanborðs. Nýnasistar eru þeir ekki allir, en sennilega sumir. Og það er alveg ný staða sem ekki hefur sést síðan 1940. Mun þingflokkur sá -vegna getuleysis og þjóðsvika þýskra ESB-elíta áratugum saman- anda ofan í hálsmálið á nýrri ríkisstjórn hvern einasta dag ársins árum saman. Fórna varð því þýska fjármálaráðherranum, sem sagður er hörkutól, og setja hann í forsetastól þingsins til að reyna að halda þar komandi sjó - þ.e.a.s á þýsku þjóðarsamkundunni. Niðurstaða: Enginn í heiminum mun taka eftir þessu. Ekkert haggast. Enginn í Evrópusambandinu verður var við neitt. Göngum í ESB!

Í Austurríki er af sömu ástæðum öll miðja í stjórnmálum horfin. Eitraður andþjóðlegur ESB-líberalisminn sá fyrir því. Já í sjálfu Austurríki. Þar verður kosið um helgina og bendir allt til enn sterkari þróunar en varð í þýsku og frönsku kosningunum, þar sem franska Samfylkingin hvarf og sú þýska beið sitt versta afhroð nokkru sinni: Niðurstaða: No problem. Ekkert gerist. Enginn í Evrópusambandinu mun verða var við neitt. Göngum í ESB!

Eftir 16 ár með evru er evrusvæðið versta þróaða efnahagsvæði veraldar. Algerlega það versta. Mörg evrulönd liggja sem ein stór brostin og oft framþvinguð von almennings, sem efnahagslegar brunarústir. Þeir sem voru þrítugir er árið 2008 skall á, já þeir eru 39 ára í dag og vita að líf þeirra er að miklu leyti vonlaust, það sem eftir er. Þeir sem voru 17 ára þá, búa flestir við 20 til 50 prósent atvinnuleysi núna og svo verður áfram áratug eftir áratug. Þetta er framtíðin. Niðurstaða: Þetta er að sjálfstöðu ekkert mál. Enginn í Evrópusambandinu verður var við þetta. Ekkert mun gerast þar í framtíð sem aldrei kom til þessa fólks. Ekkert gerist, engin áhrif. Göngum í ESB!

Í fjórða stærsta hagkerfi Evrópusambandsins, eftir að Bretland er farið, vill hagsælasti landshlutinn með hagkerfi á stærð við Portúgal, yfirgefa landið og lýsa yfir sjálfstæði. Ríkisstjórn landsins hefur í staðinn sent lögregluher sem barði kjósendur til að reyna stoppa þá af, og hótar hún nú að ógilda lýðræðislegar kosningar þeirra. Niðurstaða: Ekkert gerist tengt þessu. Enginn í ESB þarf að hafa áhyggjur af neinu og enginn mun þurfa að standa í neinu komandi stappi við neinn. Smjörið sem aldrei kom heldur áfram að drjúpa. Bretland fer, Katalónía fer, stjórnmál Frakklands og Þýskaland molna upp, iss ekkert mál. No problem. Göngum í ESB!

Gagnvart Póllandi, sem svarar hátt til landsstærðar Þýskalands, ætlar Evrópusambandið að loka á kosningarétt Póllands í Evrópusambandinu. Loka pólsku þjóðina úti frá því að geta haft áhrif á það sem hún býr við. Þetta gerir Evrópusambandið vegna þess að því líkar ekki lengur við skoðanir Pólverja. Sama gildir um likes ESB gagnvart Ungverjalandi. Ókjörnum elítum ESB líkar þessi tvö lönd bara alls ekki. Niðurstaða: Þetta er að sjálfsögðu ekkert mál og engin minnstu áhrif hafa á neitt. Ekkert mál. Við, þessar 330 þúsund hræður hér heima, göngum því eins og uppréttir menn í ESB, eins og við gengum Keflavíkurgöngurnar. Áfram Ísland niður með Ísland, heilinn burt og ekkert múður. Upp með evru-svitabolinn og ígildin. Göngum friðargönguna loksins á enda - inn í friðarbandalagið!

Sko - og þetta skilja allir íslenskir fjölmiðlar - já þetta skilja þeir; Vandamálin eru ekki í Evrópusambandinu, þau eru í Bandaríkjunum. Já í Bandaríkjunum!

Texas er að ganga úr Bandaríkjunum. Nasistar eru langt komnir á þing í Washington. Chicago hyggst lýsa yfir sýslu-sjálfstæði og vill ekki lengur tilheyra Illinois. Ríkisstjórnin í Washington ætlar ógilda sæti Kaliforníu á þingi og hún segist ætla að gera það sama við Arizona. Washington líkar ekki við þessi tvö ríki. Líkar ekki við þau

Og þetta - já þetta, vita allir íslenskir fjölmiðlar. Allir! Þeir fjalla því um Bandaríkin og forsetann alla daga hverrar einustu viku. Vandamálin eru í Bandaríkjunum! Og auðvitað er miklu betra að vita það heldur en að vita ekki neitt. Það hljóta allir að skilja. Engan skyldi því undra að púað sé á framboðsfundum Samfylkingarflokka. Púað þið vitið hvert

Niðurstaða: Sögubækur framtíðaræsku Íslands um Samfylkingarflokka Íslands, verða ekki skemmtileg lesning í framtíð sem taka átti frá henni, eins og síðast. Ekkert hefur breyst. Vandamálin eru áfram í Bandaríkjunum. Það vita allir

Fyrri færslur

Benedikt vísað af evrusvæði Viðreisnar og ígildi tekin upp

Fundur með Bjarna Benediktssyni á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, landráðahyskið, sem eru 10% þjóðarinnar ráfa frá Samfylkingunni yfir til Píratana yfir til Viðreisnar og aftur yfir til Samfykingar. Eins og trúðar í hringleikahúsi.

Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Bjartrar framtíðar skilja ekki neitt, vita ekki neitt og munu þar af leiðandi ekki áorka neinu.

Spurningin er ekki hvort við eigum að ganga í ESB. Spurningin er hvort við eigum að kveðja Schengen og EES.

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 23:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Pétur.

Sást yfir athugasemd þína.

Já, er mjöög sammála þér um EES.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2017 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband