Leita í fréttum mbl.is

Lönd vinna ekki saman

Þjóðhátíðardagurinn í gær var mér góður. Hestareiðin heim að kirkju var táknræn og afar falleg. Messan var góð og predikun séra Geirs Waage um meðal annars íslenska tungu í Reykholtskirkju, var enn betri. Og hangikjötið í félagsheimilinu Logalandi var ákaflega gott. Allt var gott. Við nutum góðs af því að hagsmunir mínir og þjóðar minnar, sem ég er órjúfanlegur hluti af, fara eins þétt saman og nokkru sinni mögulegt er

Erlendir vapparar á þessum degi létu sér fátt um finnast, enda ekki hluti af þjóð minni. Örlög okkar eru ekki sameiginleg. Þeir vöppuðu um á íslenskri grund án neinna banda við moldina sem þeir gengu á, en hún inniheldur forfeður vora og það sem í þeim bjó og sem lifir áfram í okkar íslensku þjóð. Einn og einn erlendur vappari tekur sig þó upp og segir:

"Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð"

Ef hann segir og framkvæmir þetta ekki, er hann tekur skrefið út úr sinni þjóð og inn í vora, þá endar það illa, bæði fyrir hann og okkur. Eins og sést út um allar jarðir í dag, þar sem fólk er drepið og sprengt í tætlur af þeim sem fylgja ekki þessum einfalda vísdómi Ritninga okkar. Það sem af hlýst, sé þessu ekki fylgt, er auðvitað innvortis styrjöld. Það viljum við alls ekki

Þetta er svona af því að þjóðin er hin grunnpólitíska eining í veraldarhafinu. Allt byggir á henni. Aðeins sambandið við afkvæmin er sterkara en þjóðarböndin. Ég er þakklátur fyrir að vera hluti af þjóð minni. Við vinnum saman

En þjóðir vinna hins vegar ekki saman. Lönd vinna ekki saman. Það er ekki hægt. En hægt er hins vegar að vinna saman að þeim hagsmunum þjóða sem fara saman

Um leið og til dæmis hagsmunir Evrópusambandslanda fara ekki lengur saman, þá endar það samband. Svo einfalt er það. Og við erum komin hálfa leið í því upplausnarferli. Mörg lönd sambandsins eru nú að endurskoða afstöðu sína. Og enn fleiri lönd þess finna ekki og vilja ekki ganga taktinn með þýskri Evrópu lengur. Evrópusambandið er að leysast upp, en eftir munu ríki álfunnar standa. Þjóðirnar neita að láta leysa sig upp. Þær eru komnar í verkfall sem endað getur í óöld

Evrópusambandið miðað við árið 2007, er nú þegar orðið óþekkjanlegt. Aðeins 10 ár eru þó liðin. Þá hélt enginn að sambandið myndi verða svona eins og það er 10 árum síðar

Þann 5. júní átti Marshall-áætlunin 70 ára afmæli. Frá því að George Marshall flutti eina áhrifamestu geopólitísku ræðu aldarinnar í Harvard háskólanum um hugmynd sína, liðu aðeins 10 mánuðir þar til bandaríska þingið afgreiddi 1948-lögin um utanríkisaðstoð Marshalláætlunarinnar. Bandaríkin ákváðu að gefa á fyrsta ári áætlunarinnar Evrópulöndum um 12 prósent af fjárlögum bandaríska ríkisins eins og þau voru 1949

Þetta gerðu Bandaríkin ekki af góðmennsku einni saman. Heldur fóru hagsmunir Bandaríkjanna og meginlands Evrópu þá saman. Bandaríkin þurftu á sterkari Evrópu að halda til þess að standast sovéskan þrýsting á meginlandinu

Í dag fara hagsmunir meginlands Evrópu og Bandaríkjanna ekki saman, nema þá á Intermarium svæði Evrópu. Þess vegna er Trump á leið til Póllands en ekki Þýskalands. Og þess vegna er NATO á leið í ruslatunnuna og nýtt varnarbandalag, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum, er í smíðum. Það mun heita eitthvað í áttina að Northern Tier Defence System og Ísland mun sennilega verða hluti af því, vegna sameignlegra hagsmuna Bandaríkjanna og Íslands

Takk fyrir góðar kveðjur, Rex Tillerson. Taktu þetta lengra. Við eigum ykkur svo mikið gott að þakka. Áfram með smjörið

Fyrri færsla

Donald J. Trump heimsækir Pólland fyrst


mbl.is Tillerson óskaði Íslandi til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband