Leita í fréttum mbl.is

Þrír stórir hvellir þann 1. júní 2017

Þrennt

Á sama degi og USS Nimitz lagði í hann, frá Bremerton-flotastöðinni á vesturströnd Bandaríkjanna, til Vestur-Kyrrahafs, þar sem tveggja þrepa skagi Kóreu rís úr sæ, gerðist allt þetta þrennt:

1. USS Nimitz lagði í hann og mun sameinast flota tveggja annarra flugmóðurskipa Bandaríkjanna skammt undan Kóreuskaga. Þrír bardagahópar verða þá þar til (á)taks ásamt strategískum sprengjuflugvélaflota Bandaríkjanna á Guam. Í Persaflóa er fjórða flugmóðurskipið staðsett, USS George H.W. Bush og árásarhópur þess, til að tryggja að Asíulönd geti keypt olíu og fengið hana afhenta með skipum sem sigla þurfa um kyrkingarsund guðsins gamla Hormoz. Eins og flestir vita greinilega ekki, þá stjórnast olíuverðið ekki af framboði og eftirspurn, heldur af geópólitískum veruleika heimsins. Orkumarkaðurinn, í hvaða formi sem er, er ríkjum of mikilvægur til að verðinu sé leyft að stjórnast af svo kölluðum "markaðsöflum"

2. Sama dag var nýtt flugmóðurskip Gerald R. Ford-klassans afhent bandaríska flotanum til sjóprófa og uppsetningar-fullnustu. Það verður bardagklárt eftir tæplega þrjú ár. Þetta skip, USS Gerald R. Ford (CVN 78), var smíðað í Newport News skipasmíðastöðinni í Virginíu og er dýrasta skip sem bandaríski flotinn hefur nokkru sinni fengið afhent. Það kostar tæpa 13 milljarða dala

3. Sama dag var fjárkúgunarveldi hugtilbúnaðar-delludeildar hinna alþjóðlegu afganga kommúnistaflokks gömlu sovét-akademíunnar, sparkað út úr Bandaríkjunum. Forsetinn gerir hér grein fyrir rothögginu sem dáleiða mun sjálfkeyrandi bransann undir grænar torfur

Á meðan halda Bandaríkin áfram að þróa sífellt ódýrari lyftur fyrir græjur út í geim, sem skaffa munu þeim geim-sólar-orku næstu mörg hundrað þúsund árin. Henni verður með einhverskonar bylgjum beint til réttra móttökustaða í þeirra landi. Fréttamönnum er hins vegar sagt að þróun þessa verkefnis sé fyrirhuguð mönnuð ferðalög sjálfkeyrandi sturtuklefa til Mars. Svipað og Kína sagði sömu fréttamönnum að skrokkur hins ný-gamla flugmóðurskips þeirra sem fannst í þrotabúsbókhaldi gjaldþrota sovétríkis, ætti að sjálfsögðu að vera fljótandi jómfrúarhótel fyrir ferðamenn undan sextán metra strandlengjum Hong Kong. Þegar svo til Mars er loks komið, tekur sjálfkeyrandi geðveikin við og sturtuklefinn breytist í gufuáhvolf

Íslendingar ættu að reyna að framleiða eitthvað mikilvægt og óétandi fyrir kannann. Þar sem ég bjó á Jótlandi í tæp 30 ár, áður en ég forðaði mér heim í þjóðríkið mitt burt af öskuhaugum Evrópusambandsins árið 2010, voru í litlum bæ í Terma A/S fyrirtæki framleiddir hlutar í orrustuþotur bandaríska flughersins. Þetta gæti orðið fínt hernaðartæknilegt fyrirtæki í stað steiktra hamborgara ofan í lágfargjalda fólk á bænum úr ESB. Svona fyrirtæki ætti til dæmis að liggja við Hvalfjörð eða Eyjafjörð í öruggri fjarlægð frá Stóra-Kleppi borgarinnar. Ég get þegar séð þetta fyrir mér á þessum stöðum þar sem þeir hafa felst er til þarf. Öryggi, gott fólk, hráefni, orku og óbrenglaðar sveitastjórnir

Fyrri færsla

Þýskaland ætti að segja sig úr NATO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Stundum hvarflar að mér að þú hafir yfirgefið Bjart frænda og haldið til vinstri, allavega eru þessi orð þín ekki beint markaðssinnuð, ekki að ég sé ekki algjörlega sammála þeim, og tel þau borgaralega sinnuð, en ég er ekki beint talinn hægri maður.

" Eins og flestir vita greinilega ekki, þá stjórnast olíuverðið ekki af framboði og eftirspurn, heldur af geópólitískum veruleika heimsins. Orkumarkaðurinn, í hvaða formi sem er, er ríkjum of mikilvægur til að verðinu sé leyft að stjórnast af svo kölluðum "markaðsöflum"".

Ég vissi ekki að vitiborið fólk, hefði kippt þessum stalínisma sem þú kallar svokölluð markaðsöfl, út úr orkumarkaðnum en ég fylgist ekki svo með á því sviði sem þú fylgist svo vel með Gunnar,.

Þannig enn og aftur spyr ég um rök gegn því sem viðtekið var haldið.

Og annað, það liggur að þú sért að gefa manni von um framhaldið, en hvaða atburðir liggja að baki þessum orðum þínum;

"Sama dag var fjárkúgunarveldi hugtilbúnaðar-delludeildar hinna alþjóðlegu afganga kommúnistaflokks gömlu sovét-akademíunnar, sparkað út úr Bandaríkjunum. Forsetinn gerir hér grein fyrir rothögginu sem dáleiða mun sjálfkeyrandi bransann undir grænar torfur".

Svo sé ég að þú ert endanlega búinn að gefast upp á alræði hinna Örfáu.  Á einherjum tímapunkti sástu stalínismann í frjálshyggjunni sem braut niður hið smáa og fagra, reyndi að gera út af við einstaklinginn og fyrirtæki hans.

Sem mér er skylt, því við Bjartur frændi þolum ekki slík afskipti.

"Ég get þegar séð þetta fyrir mér á þessum stöðum þar sem þeir hafa felst er til þarf. Öryggi, gott fólk, hráefni, orku og óbrenglaðar sveitastjórnir".

Þegar ég les svona Gunnar þá hvarflar að mér að það sér von í heiminum.

Því það er bjargföst sannfæring mín að gott gilt kristilegt íhaldsfólk, kennt við borgaralegan kapítalisma, geri út af við skepnuna einu.

Og einstaklingurinn verði frjáls á ný.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2017 kl. 16:58

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar, einu sinni enn.

Það sem er ríkjum of mikilvæg, til dæmis þjóðaröryggi, landvarnir og orka, er mest háð geopólitískum kröftum. Í hinum geopólitíksu kröftum eru auðvitað einnig markaðsöfl þegar þeim er það leyft. En þau fá ekki að ráða í þessum tilvikum, því þau geta ekki og eru ekki þess megnug að vera hið ráðandi afl í svona tilvikum. Þetta er kallaður harður og búrtal veruleiki. Nauðsyn. Hnefinn minn er stærri en þinn. 

Og þar sem er orka þar er stríð eða stríðshætta. Þannig hefur það ávallt verið og verður alltaf. Þeir sem hafa stærri hefna ráða. Og ef kananum finnst hann ekki ráða þá bætir hann bara fleiri hestöflum við, þar til hnefinn verður ofurefli, þegar um þetta er að ræða. Þú manst þegar Bandaríkin fengu Spútnik í hausinn. Þeir svöruðu með því að henda Appollo 11 í hausinn á þeim til baka. Rússland datt bara af pinnanum. Í Síðari heimstyrjöldinni þjóðnýtti kanninn allt hagkerfið til að berja vonda draslið í spað. Það er ágætt að muna það.

Já, ég er íhaldsmaður. Þú manst eftir Winston.

Kýla á þetta!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2017 kl. 17:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kaninn er kominn í stuð aftur. Risaeðlan sveiflar halanum. Það þýðir að margir verða virkilega pisst off á þeim á næstu árum. Svona er þetta.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2017 kl. 17:41

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á famálinu er þetta kallað að: "USA is asserting it's geopolitical power again". Svo kemst nýtt geopílitískt valdajafnævgi á þegar þeir eru búnir að pissa í nógu mörg horn heimsins út og merja lúsina sem er angra þá passlega út. Svona gengur þetta. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2017 kl. 17:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm enda var Winston einn af þeim sem jörðuðu frjálshyggjuna, það er hina gömlu, endanlega. 

Og án þess að það komi þessu við, þá hef ég alveg frá fyrsta pistli um skepnuna, haldi því fram að borgarlegt íhald muni leggja hana að velli í annað sinn, þó hávaðinn sé margfaldur í nágranna mínum búandi til vinstri.

Og eitthvað hefur þessi bjargfasta skoðun mín með það að gera að ég er tíðlitari hér en oft áður.

Skil vel allt sem þú segir en hins vegar spurði ég að svo mörgu að eitt var útundan, og það er þessi tilvitnaða klausa;

""Sama dag var fjárkúgunarveldi hugtilbúnaðar-delludeildar hinna alþjóðlegu afganga kommúnistaflokks gömlu sovét-akademíunnar, sparkað út úr Bandaríkjunum. Forsetinn gerir hér grein fyrir rothögginu sem dáleiða mun sjálfkeyrandi bransann undir grænar torfur"."

Ég stakk reyndar uppá því að það þyrfti aðeins að gera hugbúnaðarframleiðendur ábyrga fyrir tölvuárásum sem nýta sér kerfisgalla í seldum hugbúnaði þeirra, og þá myndi vandinn hverfa eins og döggin á góðum sólardegi, en veit ekki til þess að það hafi verið gert.

Og veit ekki til þess að Microsoft hafi verið hent á ruslahaugana.

En þess þyrfti samt.

En það þarf meir en óskhyggjuna til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2017 kl. 18:47

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Biðst forláts á þessu Ómar. 

Þetta er greinilega ekki nógu skýrt hjá mér þegar ég minntist á "hugtilbúnaðar-delludeildina". Þarna á ég við vandamálabransann sem áður var rauður Karl Marx en er nú orðin græna deildin. Græn að utan en rauð að innan. Hugarburðar-deildin sem hefur það verk á höndum að búa til vandamál. Þeim mistókst að koma skóflunni undir kapítalismann með Marx-skaftinu, sem svo féll saman, en breyttist svo í melónu; græn að utan en sama rauða sullið og síðast að innan. Hún er nýja skóflan sem á að reyna að nota í sama verk og síðast. Og lítið annað.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2017 kl. 19:04

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, ætli óskhyggjan hafi ekki hjálpað mér að mislesa.  Of gott til að vera satt.

Allavega, þú ert góð fréttaveita þessa dagana Gunnar.

Gangi þér allt í haginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2017 kl. 23:05

8 identicon

Gunnar er að sjálfsögðu að tala um uppana í Silicon Valley. Þetta með uppana hófst upp úr 1972-3 þegar að mestu fólksflutningar í sögu BNA á friðartímum áttu sér stað. 500.000 manns fluttu úr borgum og út í nátturuna. Þau byggðu sexhyrningakúluhús Buckmister Fuller og vildu lifa án stigveldis stjórnunar. Það gekk þangað til stærstu egóin sópuðu "ósjálfrátt" til sín völdum og hugmyndafræðin og samfélögin féllu. Menn fóru margir fúlir til LA, tóku LSD og skrifuðu ljóð um rafræna framtíð í mannheimum. Stuttu síðar koma LSD hippar eins og Jobs, Gates, Ellison og fl. Farnir að hittast reglulega í littlum hópum, dreymandi um að frelsa framtíðina með tækni.

Þeir gerðu það, þeir fóru í jakkaföt og rústuðu þessu. Þeir náðu að frelsa sjalfa sig frá flestu á meðan þeir hjálpuðu til við að byggja mestu stigveldi sem maðurinn hefur nokkru sinni orðið vitni að. 

Eins og þú segir svo skemmtilega Gunnar "Þeim mistókst að koma skóflunni undir kapitalismann með Marx-Skaftinu." :)

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 23:48

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór.

Tja það var dálítið skondið að horfa á Tesla drenginn koma fljúgandi í einkaþotu til að segja sig úr vinnuhóp bandaríska forsetans. Hann sagði sig úr honum vegna "loftslagsmála" ákvörðunar forsetans.

Forstjóri Facebook hefur harðlega mótmælt vegg forsetans við landamæri Mexíkó. Það gerði hann á bak við múrinn sem umlykur tvær einkaeignir hans. Múr sem íbúar Hawaii hafa mótmælt harðlega.

Þetta er mjög flott og passandi allt saman

Steve Jobs fór hins vegar aldrei í lífi sinu til Washington. Hann sinnti bara sínum störfum í tæknifyrirtækinu Apple og gerði það "great again" og bjó meðal venjulegs fólks í venjulegu húsi í venjulegu hverfi þar til hann dó. Hann skildi venjulegt fólk mjög vel.

Kvðejur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2017 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband