Leita í fréttum mbl.is

Verður Norður-Kórea ríkt land?

Nú er úr vondu að ráða. Ég get ekki lengur lesið Financial Times. Það er búið að sanna sig sem ekki-fjölmiðill með því að hafa alltaf rangt fyrir sér um flest. Einu sinni áttu starfsmenn þess og svipaðra fjölmiðla góða og kórónaða daga. Það var á meðan þeir, en ekki almenningur, höfðu beint símasamband við útlönd. Þeir fengu markaðs-fréttir og annað á undan almenningi og gátu þannig selt fólki áskrift að því sem það hafði ekki efni á sjálft. Þetta var greinilega það eina sem þessir fjölmiðlar höfðu fram yfir apa með lyklaborð í búri

Nú er þessi munur farinn. Almenningur er kominn með sama síma og FT og WSJ. Og þá sér maður að þeir hafa oftast rangt fyrir sér um næstum allt sem máli skiptir. Restin er suð. Ekkert er að marka svo kallaðar markaðsfréttir og ekkert er að marka skrif þeirra um efnahagsmál og síst af öllu er neitt að marka nein skrif þeirra um stjórnmál. Ég er að hugsa um að segja upp sem greiðandi

Wall Street Journal get ég heldur ekki lesið lengur því þeir eru svo gegnsúrir út af kjöri Donalds Trump að þeir falsa flestar fréttir svo úr verður súrt kál. Snúa flestu á haus. Maður veit og sér að skrif þeirra eru svindl og blindskrift. Paul Krugman er heldur ekki hægt að lesa lengur, því hann er orðinn úthverfur af bræði. Rangan á honum snýr út og úr öllu. Hann er orðinn stjórnmálamaður, loksins. New York Times er heldur ekki hægt að lesa því þeir eru enn súrari vegna Trumps en WSJ. Ég er því að hugsa um að segja upp. Ég horfi á sömu hlutina og sé það sama og þeir, en skil flest á allt annan hátt. Svo af hverju ætti ég að hlusta á þá sem höfðu svona allt allt of oft rangt fyrir sér

Jæja, að efninu

Það eru tvær leiðir sem Norður-Kórea getur farið til að öðlast ríkidæmi:

Leið 1. Halda áfram á þeirri leið sem þeir þegar eru á. Það eina sem landið stendur fyrir er þróun kjarnorkuvopna. Haldi þeir því áfram geta þeir orðið ríkir á að selja kjarnorkuvopn til aðila sem eiga slík vopn ekki. Nóg er af mögulegum viðskiptavinum. Engin hugmyndafræði liggur á bak við ríkisstjórn landsins. Hún er bara hreint helvíti. Ekkert hugmyndafræðilegt afl er að flækjast fyrir við stjórnun landsins. Enginn mórall. Engin samviska. Engin mennska. Ekkert, nema hrein og skær græðgi. Valdastétt landsins ætlar sér að nota þjóðina áfram sem sínar einka-þrælabúðir svo að hún geti áfram lifað í vellystingum, hvað sem það kostar. Þetta er hin fullkomna "stealth" lokaútgáfa sósíalismans. Þessu geta þeir orðið ríkir á og lifað hátt í langan tíma. Þetta er hægt því nóg er af drullusokkum í veröldinni til að kaupa af þeim fullbúin kjarnorkuvopn og flest sem í þau þarf. Alltaf

Enginn mun geta komið í veg fyrir kjarnorkuvopnasölu þeirra næstu marga áratugi. Og ekkert getur lagfært stjórnmálastétt landsins annað en að drepa hana. Þessi viðskiptauppskrift og stefnumörkun þýðir að leiðtoginn getur ekki gefist upp á komandi misserum - og aldrei í framtíðinni. Hann verður að fara í stríð sé sótt að honum núna og alltaf síðar. Öll valdastétt landsins myndi persónulega skera úr honum líftóruna í trylltum ótta ef hann svo mikið sem blikkar einu auga. Hann fer í stríð, það er öruggt. Hann velur leið eitt

Á næstu vikum verður hann að sannfæra Bandaríkin um að hann hafi stóru bombuna klára sem einhverskonar vopn. Ef hann hefur hana klára sem vopn, þá verður hann að sýna vopnið á næstu vikum. Til dæmis með því að keyra fyrir okkur demó með því að sprengja hana á hafi úti með flaug. Ekkert mark verður tekið á neinu neðanjarðargutli. Þetta verður hann að gera til að fá frið og framhaldslíf. Vopnið veitir valdastéttinni framhaldslífið. Það tryggir að enginn sé að káfast upp á hana

Þetta er kallað "nuclear clarity" (ég sprengi án fyrirvara vopnið mitt svo allir sjái, ergo: ég er með vopn). Hingað til höfum við einungis fengið að sjá "nuclear ambiguity" (ég er með vopn, en sýni það ekki, en sprengi einhverja klessutunnu neðanjarðar, trúið mér)

Það erfiðasta er að búa til sjálft vopnið úr stórri klessutunnu. Það þarf að minnka það og herða. Það þarf að þola 10G hröðun framan á eldflaug út í geim, svo kuldann í geiminum, endurkomuhitann inn í gufuhvolf jarðar og svo að springa á réttum tíma á réttum stað. Það má helst ekki lenda og springa ekki með merkimiðann "framleitt í Norður-Kóreu" á halanum. Sé um næstu nágranna að ræða, sem á að kála, þá þarf flaugin ekki að yfirgefa gufuhvolfið

Leið 2. Gera eins og Suður-Kórea. Verða strategískur vinur Bandaríkjanna. Allir sem verða þannig vinir Bandaríkjanna verða ríkir. Dæmi? Ísland, Þýskaland, Japan, Suður-Kórea. Og næst á þeim lista núna eru Pólland, Rúmenía og Búlgaría. En Norður-Kórea gæti hins vegar komst efst á listann, strax, immed. Það getur landið gert með því að gefast upp og sameinast suðurhlutanum. Þetta kostar eitt símtal. Þetta er mjög auðvelt, en samt ekki hægt

Norður-Kórea mun ekki velja leið númer tvö. Þeir munu velja leið númer eitt. Það verður stríð. Og hinir mörgu komandi viðskiptavinir verða bandamenn landsins í því stríði

Nú er sem sagt fyrir valdastéttina að drepast eða láta sprengja sig í tætlur. Aðeins leið númer tvö getur komið í veg fyrir að valdastéttinni verði bara tortímt. Leið númer tvö tryggir að valdastéttinni verður ekki tortímt, heldur verður henni vandlega tortímt

Bara síminn getur reddað þessu. Sími sem almenningur hefur ekki

Fyrri færsla

USS Nimitz leggur í hann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er enginn Stauffenberg í N-Kóreu eða hans liðsmenn?

Halldór Jónsson, 30.5.2017 kl. 08:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór

Kim stjórnar ekki landinu einn. Það er stór valdastétt á bak við hann. Það er praktískt og auðveldast fyrir valdastéttina að hafa hann fremst, því hann er dúkka sem þjóðin þekkir, erfðafræðilega. Sé hann drepinn þá munu aðrir taka hans stað, en það myndi þó þýða aukna hættu á að raska þögninni sem ríkir í grafhvelfingunni. Af hverju taka þá áhættu þegar allt keyrir svona vel með trúðinn hann á skafti.

Þú manns eftir Brezhnev. Hann var búinn að vera heilabilaður í mörg mörg ár áður en hann fékk að hætta. Hann bað tvisvar um að fá að hætta, en ráðamannasveitin í kringum hann (steingervingur Gromyko og KGB og Co) sem voru hinn raunverulegi leiðtogi Sovétríkjanna, leyfðu honum ekki að hætta. Hún hafði hann bara áfram á skafti því það var þægilegra gagnvart fólkinu. Hann var súgþurrkaða skiltið á skafti þeirra.

En það er stór munur á Nazi-Þýskalandi og Sovétríkjunum og hins vegar Norður-Kóreu. Bæði gengu að miklu leyti fyrir ákveðinni hugmyndafræði. Hitler var með sinn imperíalisma og kynþáttaaðal og Sovétríkin voru með sinn imperíalisma og stétta-kynþátt verkamanna. Norður-Kórea er hins vegar bara þrælaríki og ekkert annað.

Ég er hræddur um að enginn Stauffenberg sé í neinum nándar radíus við þessa stétt. Þetta apparat er búið að byggja sig upp og hreinsa sig út í samfellt 60 ár. Allt er sennilega tandurhreint á gólfum valdastéttarinnar.

Og komandi styrjöld eru báðir aðilar búnir að æfa sig fyrir í 30 ár.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2017 kl. 09:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Flugher Suður-Kóreu á F-15K var að æfa með B-1 Lancer (stealth) sveitum Bandaríkjanna í gær, sagði talsmaður varnarmálaráðherra SK í morgun. Pentagon hefur ekki staðfest enn.

Fyrr um daginn hafði sveitin æft með japönskum orrustuþotum, sagði varnarmálaráðuneyti Japans.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2017 kl. 10:16

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Vitum við hvaða 10 skotmörk í N-kóreu séu efst á forgangslista BANDAMANNA sem að þarfnast eyðileggingar í réttri forgangsröðun?

Jón Þórhallsson, 30.5.2017 kl. 10:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta veit ég ekki fyrir víst Jón. En við getum þó spekúlerað og ég myndi sjálfur giska á:

Nr 1. Stórskotaliðið sem heldur Seoul í gíslingu og öll samskipti, öll augu og eyru landsins.

Nr 1. Loftvarnarkerfið. Lág- og hálofta SAM flaugar.

Nr 1. Taka út, helst á jörðu niðri, allt sem getur flogið.

Þegar þetta er farið eða samhliða, er hægt að hefjast handa við að gera allt hitt sem þarf að gera. En varla fyrr. Að verja Seoul gegn stórskotaliði og flaugum hlýtur að vera alfa og omega. Það er ekki víst það sé hægt án manntjóns og mikilla skemmda.

Muna þarf að Norður-Kórea er búin að hafa 50 ár til að grafa sig niður. Kjarnorkuvopnaprógrammið þeirra er á víð og dreif jafnt um allt landið á meira en 15 stöðum, að talið er. Landið er 120 þúsund Km2. Stærra en Ísland. Og mikið er staðsett djúpt neðanjarðar.

Milljónir manna eru vopnklárir. Þúsundir skotmarka þarf að hæfa á fyrstu klukkustundunum. Her NK er öflugur og stjórn landsins er langt því frá að vera fábjánar. Þetta er mjög öflugur andstæðingur í flesta staði. En alls ekki óviðráðanlegur. Langt því frá.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2017 kl. 12:03

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hverjir myndu taka við stjórn N-kóreu ef að forsetahöllin með forsetanum innandyra væri eyðilögð í fyrstu atrennu?

Væri þá ekki komið skák og mát?

Jón Þórhallsson, 30.5.2017 kl. 13:53

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti velta því fyrir sér hvaða atburðarás færi af stað ef að BANDAMENN myndu skjóta sínum eldflaugum úr kafbátum á hættulegustu staðina í N-kóreu.

(þannig að N-kórea vissi aldrei hvaða land stóð á bak við)

Hvernig myndu þeir bregðast við slíkri árás?

Jón Þórhallsson, 30.5.2017 kl. 14:50

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Jón

Það er engin ástæða til að halda að eyðilegging bygginga breyti gangi stríðs, sem eðli sínu samkvæmt eru ávallt flókin og ófyrirsjáanleg verkefni.

Eins og ég sagði þá stjórnar Kim ekki landinu einn. Heil stétt þrælahaldara stendur að baki honum og sem lifir á honum og völdunum og myndi taka yfir hverfi hann úr veröldinni.

Spurningin er einnig hvernig þjóðin myndi taka þessu. Myndi hún með matvælaaðstoð, sem í öllu falli þarf að framkvæma ef vinna á hana á sitt band, fagna eða berjast til síðasta manns. Það er búið að heilaþvo alla þarna síðustu 50 árin og í landinu eru sennilega fimm þúsund tonn af efnavopnum.

Þau vopn sem hægt er að nota á neðanjarðarstöðvar kjarnorkuprógrammsins er ekki hægt að skjóta með flaugum á þær. Það held ég ekki. Hver svoleiðis sprengja vegur kannski 15 tonn. Hver B-2 vél ósýnileg á ratsjá getur borðið aðeins tvær í hverri ferð. Og þess utan er ekki bara hægt að kasta sprengiefnum á þær allar, nema að undangenginni skoðun fyrst. Að minnsta kosti í vissum tilfellum. Og ég efast um að þau tilfelli séu kortlögð fullvissu. Það má ekki skapa meiri hættur en maður ætlar að koma fyrir kattarnef. Ekkert yrði eyðilagt með vilja nema að vitað sé að sú eyðilegging gagnist herferðinni og skapi ekki stórkostlegar hættur fyrir þjóðina.

Stór hluti landsins er fjöll og þröngir dalir. Landslagið er ekki bandamaður hér.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2017 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband