Þriðjudagur, 23. maí 2017
Bandaríkin búa sig undir styrjöld
CVN-70, USS Carl Vinson og árásarhópur þess flugmóðurskips (carrier strike group; CSG) er nú staðsett undan Kóreusaga. Heimahöfn CVN-70 er San Diego, Kaliforníu
CVN-76, USS Ronald Reagan og CSG þess flugmóðurskips er einnig staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan
CVN-71, USS Theodore Roosevelt er nýkomið úr þjálfunarleiðangri til heimahafnar í San Diego og hafa flotayfirvöld sagt að flugmóðurskipinu og komandi CSG þess verði sett ný verkefni á næstunni, en áfangastaður var ekki gefinn upp
Hundrað F-16 orrustuþotur Bandaríkjahers eru staðsettar í Suður-Kóreu
Andersen flugstöð bandaríska flughersins er á eyjunni Guam, þrjú þúsund kílómetra suðsuðaustur af Pyongyang, sem er höfuðborg Norður-Kóreu. Þar eru strategíaskar sprengjuflugsveitir bandaríska flughersins staðsettar. Þær sem eru lítt sýnilegar á ratsjám - ásamt þungavinnuvélunum B-52. Flotastöð sjóhersins er einnig á Guam
Lítt ratsjár-sýnilegar F-35 flugvélar Bandaríkjanna hafa frá því í janúar verið staðsettar í Japan
Hvar eldflaugakafbátar Bandaríkjanna eru staðsettir veit enginn, nema þeir sem stjórna aðgerðum þeirra
Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun halda kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem borgaralegar öryggisvarnir verða kynntar vegna stöðunnar á Kóreuskaga. Eyjan er hluti af Bandaríkjunum og þar búa um 160 þúsund manns
Engar tilraunir hafa verið gerðar til að fela neitt. Mikil uppbygging hernaðarmáttar Bandaríkjanna fer nú fram fyrir opnum tjöldum undan Kóreuskaga
Bandaríkjaforseti er á ferðalagi erlendis til 27. maí. Gera má og gera má ekki ráð fyrir að beðið verði með aðgerðir þar til hann er kominn heim. En það veit enginn fyrr en þá
Sagt er að forsetar skapi ekki söguna, heldur að það sé sagan sem skapi þá
Bandaríkin hafa fyrir langa löngu dregið rautt strik sem Norður-Kóreu verður ekki liðið að stíga yfir. Því striki er líklega náð. Og samt veit það enginn með vissu. En þá áhættu er varla hægt að taka mikið lengur, það er greinilegt
Donald Trump sagðist ælta að senda heila armöðu til Norður-Kóreu. Og það er hann að gera. Hann gerir allt sem hann segir. Stefna hans er gagnsæ. Blindingjar veraldar eru hins vegar flestir
Fyrri færsla
Verður Ungverjaland sett í poka og sent til Brussel?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.5.2017 kl. 00:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 14
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 1387260
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það hlýtur alltaf að vera aðal spurningin hvort að guli kóngurinn í kína muni valda litla bróður sinn í N-kóreu; ef að USA mun slá á puttana á forsetanum í N-kóreu?
Ef NEI; er þá ekki allt í lagi að lama allt hernaðarbrölt í N-Kóreu?
Ef JÁ; Er þá ekki hætta á heimsstyrjöld?
Jón Þórhallsson, 23.5.2017 kl. 21:14
Flott samantekt. Trump tekur ákvarðanir á fluginu heim en eitt verður hann að gera það er að minnka rostann í Kóreumönnum. Það þarf ekki mikið og best að byrja Nyrst með því að koma honum að óvörum láta hann beina öllu sínu herafli þangað.
Valdimar Samúelsson, 23.5.2017 kl. 21:46
Þakka ykkur Jón og Valdimar.
Það ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hversu erfitt það er orðið að ráða niðurlögum þess brjálæðis sem fram fer í Norður-Kóreu, Valdimar.
Fyrsta vandamálið er stórskotalið NK nálægt landamærunum. Það er fært um að láta 350 tonnum af sprengiefnum dynja á 10 milljón manna Seoul höfuðborg Suður-Kóreu á aðeins einni hleðslu. Þetta samsvarar farmi ellefu B-52 sprengjuflugvéla.
Að taka þetta kerfi út áður en það nær að breyta um staðsetningu og hlaða á ný, þarf öfluga ofurtölvu til að gera nákvæmt skotmarkaplan yfir, og sem gert getur Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu kleift að taka stöðvarnar út áður en þær geta miðað á ný og skotið aftur frá nýrri en breyttri stöðu. Þetta þarf að gerast á sekúndum. Gereyðandi viðbrögðum verður að rigna yfir stöður óvinarins algerlega strax og taka hann út með sem fæstum hryðjum. Annars verður staða höfuðborgarinnar Seoul óþolandi og borgaralegt mannfall algerlega óviðunandi.
Svo er það hálofta SAM-flaugar NK sem gera notkun B-52 næstum of áhættusama. B-52 er ekki ósýnileg á ratsjá. Ef hægt er að losna við þessar hálofta SAM-flaugar þá er hægt að beita B-52 og láta þær jafna 30 km breitt belti við landamærin við jörðu á nokkrum mánuðum 24/7.
En fyrst yrðu menn að tryggja Seoul, einnig gegn mögulegu innrásar- og hryðjuverkaliði sem oft væri dulbúið sem óbreyttir borgarar.
Svo eru það efnavopnin sem hægt er að senda á Suður-Kóreu. Og svo eru það kjarnorkuvopnin. Og svo er það kafbátafloti NK sem skotið getur upp eldflaugum - með efnavopnum.
Til að byrja með held ég að massíf hernaðaruppbygging verði látin fara fram fyrst og Norður-Kórea og Kína látin svitna svo óþyrmilega í sætum sínum, að hún ein geti hent þeim úr því jafnvægi sem þeir þykjast sitja í.
Hvað gerist næst skiptir ekki öllu máli úr því sem þá væri komið, því eitthvað verður að gerast, og eitthvað mun hvor sem er gerast ef ekkert er að gert. Þetta er það erfiða.
NK mun bregðast vil öllum árásum, sama hvar þær eru gerðar, með því að láta öllu illu rigna yfir Suður-Kóreu - og yfir Japan ef þeir ná þá þangað.
Umsátur er ein leið til að reyna að svæla menn út til að byrja með. En hvað veit ég sveitamaðurinn. Ekki er ég fær um að sjá fyrir hvernig þetta mun fara fram. Og vonandi er svartsýni mín of mikil.
En Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld. Þeir eru með öðrum orðum ekki klárir í slaginn enn.
Eins og menn muna þá tók það sinn tíma að undirbúa "Desert Storm". Flytja þurfti 12 milljón tonn af hergögnum og öðru frá vesturhveli jarðar til austurhvels jarðar. Frá nýja heiminum og yfir í þann gamla. Þetta er bara eitt ríki á jörðinni fært um að framkvæma: Bandaríki Norður-Ameríku.
Engar aðstæður eru þó eins, en umfangið verður þó í þessu tilfelli mjög mikið. Gera verður ráð fyrir því að visst landgöngulið verði sett inn, um leið og það er hægt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 01:34
Sefur rúv-sjónvarp bara á verðinum eða eiga þeir eitthvert sérhæft fólk sem að getur túlkað stöðuna í rauntíma og spáð í framtíðina á kóreu-skagangum í ró og næði?
(Allar æsifréttir á 1 mínútu eru til ills).
Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 10:01
DDRÚV er bara Norðurkór ESB, Jón, og það er og verður ávallt staðsett í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar, svo lengi sem það er til. Þeir eru enn uppteknir við að ganga í Evrópusambandið, sem er ekki lengur til.
Einu sinni var Norður-Kórea hressingarhæli fyrir vinstrisinnaða skjólstæðinga DDRÚV-stöðva í Evrópu. Þangað fóru til dæmis vinstrisinnaðir forsætisráðherrar á hressingahæli með ríkisleyndarmál þjóðar sinnar í skjalatöskunni, til aflestrar á hvíldarhælum kommúnismans þar í landi svo seint sem 1980. Þeir sluppu þó allir við að vera kallaðir "vinstrisinnaðir öfgamenn, lýðskrumarar og popúlistar".
Kjarnorkuvopnaprógramm Norður-Kóreu var hins vegar sett á laggirnar í kringum 1954. Landið er skilgetið afkvæmi Sovétríkja ríkisútvarpsmanna.
Þetta er mitt mat á því sem fyrir augu ber og því sem blasir við. Ég get haft rangt fyrir mér. En mat mitt er þetta: Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 12:16
Gunnar ég held að þú sért ansi nálægt raunveruleikanum. Trump hefir sagt sjálfur að hann deili ekki hernaðaraðgerðum við medíuna.Það er örugglega ekki langt í þetta og líklega er hann að brugga ráðinn með hernum á þessari stundu.
Valdimar Samúelsson, 24.5.2017 kl. 12:39
Spurningunni í fyrstu færslunni er ósvarað.
Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 14:14
Hvað þá spurningu varðar þá Jón, er ávallt hægt að spyrja hennar í hvert skipti sem hernaðarátök verða í heiminum. Sum þeirra eru eins eðlis og önnur þeirra eru annars eðlis. Hvort að kerfislæg stórstyrjöld brjótist út vegna þess sem er að gerast í Norður-Kóreu en ekki vegna þess sem er að gerast annarsstaðar í veröldinni, veit enginn fyrir víst nokkru sinni. Þetta er eitt af því sem er ekki hægt að vita. Og óþarfi er að hugsa of mikið um það sem ekki er vitanlegt.
En hvort að Bandaríkin samþykki mögulegar kjarnorkuvopnaárásir vitfirringa á stórborgir sínar á vesturströnd frekar frekar en grjónagraut Kínverska hersins, er hins vegar spurning sem auðvelt er að svara: það munu þeir ekki gera.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 18:11
Það er sitthvort hvort að USA muni bara tefla við N-kóreu eða hvort að þeir þurfi líka að tefla við kína á sama tíma.
Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 18:28
Jón, ef í ljós kemur að Norður-Kórea er helsti-maður og viðskiptavinur Kínverska kommúnistaflokksins, þá þýðir það að allur trúverðugleiki Kína er rokinn út í veður og vind og bandaríska hagkerfið mun lokast á þá. Það þolir Kína ekki.
Kína er þriðjaheims land og sárfátækt og kínverski herinn er innvortis lífvarðarsveit kommúnistaflokksins gegn kínverska fólkinu. Sem herafli er hann álitlegur, við skulum ekki gera of lítið úr honum, en lofther Japans er samt öflugri og það er þrátt fyrir allt Japan en ekki Kína sem er eina stórveldi Asíu. Japan er ekki með einn milljarð sárfátæks fólks hangandi um háls sér.
Kína er ekki stórveldi og getur aldrei orðið það sem ein heild. Það er álitleg veldi í sínum heimshluta en svo ekki meir. Bandaríski flotinn gæti sett allt Kína í herkví sýnist honum svo. Það er lítil ástæða til að halda að Kína muni fórna of miklum hagsmunum sínum fyrir hönd Norður-Kóreu. Og eins og áður er sagt, þá myndi það einungis þýða að Kína hefur áratugum saman spilað falskt lag gagnvart Bandaríkjunum. Og það myndi ekki boða neitt gott fyrir Kína.
Ef Kína aðstoðar ekki við að fjarlæga þessa ógn þá mun sameinuð Kórea undir vernd Bandaríkjanna standa á tröppum þeirra og kjarnorkuvopnavætt Japan anda niður hnakka kínverskra stjórnvalda.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.