Miðvikudagur, 1. febrúar 2017
Flóttaleið úr Evrópusambandinu opnast
Fyrst er það hið leiðinlega og skammarlega; Það er runnið upp fyrir mér að utanríkisráðherra Íslands er bara fésbókhaldari. Og að forsætisráðherrann okkar hefur ekki stjórn á því sem hann á að hafa stjórn á. Þetta er leiðinlegt og skammarlegt. Ég skammast mín fyrir hönd Íslands og ríkisstjórnarinnar. Til hvers var ég að kjósa ykkur? Það skil ég lítið í þessa dagana. Út vellur ruglið og inn veltur dópið og lögleysan um hafnir landsins, og hver veit hvað vellur inn um EES-svartholið frá Evrópu. Traust mitt til ykkar hefur minnkað. Það versta er að þetta virðist ekki vera undantekningarástand eins og það sem varir enn í Frakklandi, heldur bara venjuleg skrílslæti á æðstu stöðum lýðveldis okkar, sem Bandaríkjamenn viðurkenndu fyrstir allra. Takið ykkur vinsamlegast á ef við eigum að þola og halda ykkur uppi
En svo er það hið góða; Á minna en viku hefur forseta Bandaríkjanna tekist að reka fleyg niður um kokið og til botns Evrópusambandsins. Á botni þess voru illvirkjar að semja áætlanir fyrir útgöngustyrjöld ESB gegn Stóra Bretlandi. Donald J. Trump hefur á minna en viku séð til þess að Evrópusambandið þorir ekki að snerta hár á höfði Bretlands. Og hann hefur í leiðinni rekið fleyginn svo rækilega niður í elítusvað Evrópusambandsins, að þau lönd sem eru komin með krónískt ofnæmi fyrir þýskri Evrópu, eins og frú Thatcher varaði við, já þau eygja nú von sem þau höfðu ekki áður. Að mögulegt sé ef til vill með vernd Bandaríkjanna að losna úr ESB-hryllingnum. Að gamall vinur sé þrátt fyrir allt ennþá til
Þetta var ein vika. Haldið þið þarna á þingi að þið getið ef til vill hagað ykkur sæmilega í eina viku? Og látið nú dómarann í friði
Fyrri færsla
Gengur Donald J. Trump í skrokk á Þýskalandi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Frábær Gunnar sem oftar, og heilar þakkir fyrir að beina sjónum manna (aftur) að einmitt þessum málum og með svo skýrum hætti.
Jón Valur Jensson, 1.2.2017 kl. 12:00
Þakka þér sömuleiðis Jón Valur og sendi þér einnig samúðarkveðjur mínar vegna handlangaraaðför þessa óútreiknanlega stóðs gegn þér, þínum skoðunum og þinni persónu. Þá herferð er ljótt að horfa uppá. Ákaflega ljótt og skammarlegt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 12:46
Ég veit ekki til þess Gunnar, að það hafi verið nokkurn tíma erfitt fyrir Bretland né aðra þjóð að ganga úr ESB. Það er öllum aðildarríkjum full frjálst að yfirgefa ESB. Málið er einfaldlega það, að bretar sjá sjálfir mest eftir þessari ákvörðun, enda vitað að forystufólk Brexit voru á harða hlaupum frá yfirlýsingum sínum, eins og t.d. 340.000.000,- punda á viku sem rynni til ESB, sem gera mætti kleift að reka heilbrygðiskerfið fyrir, að þeirra sögn, sem auðvitað var tóm lygi. Bandaríkin koma aldrei til með að vera það sama og ESB fyrir England, á öllum sviðum, alveg sama hversu lengi þú lemur hausnum í steininn með það. Þarft bara að líta á landfræði og menningarlegu hliðina til þess að sjá það.
Jónas Ómar Snorrason, 1.2.2017 kl. 13:21
Þakka þér Jónas Ómar
Það er ekki bannað að segja satt. Þér er það heimilt Jónas. Það er heldur ekki bannað að hefja styrjöld. Og það er ekki bannað að varpa kjarnorkusprengjum á lönd. En menn verða þó að taka afleiðingunum séu þeir svo heimskir að halda að þeir komist upp með það. Og það er ekki bannað að fara til Mars. Þér er það heimilt Jónas.
Til marks um geggjunartal þitt um málefni eins og það sem þú bryður fram hér, þá vitna ég í einn af stofnendum evrunnar. Hann er einn af byggingarmeisturum hennar:
Engin leið út úr evru án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
"Fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, segir að við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins hafi því alls ekki verið veitt nein athygli að lönd gætu sagt sig úr myntbandalaginu aftur - þ.e. að ríkin sem einu sinni ganga í myntbandalagið gætu skilað evrunni sem gjaldmiðli ef þeim líkaði hún illa sem gjaldmiðill þjóðar sinnar. "Þetta var einfaldlega ekki rætt því allir vissu að það eitt að segja sig úr myntbandalaginu aftur myndi þýða "þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð" fyrir ríkin" (socio- economic suicide). Þetta var samhljóða skoðun allra þeirra sem stóðu að stofnun og hönnun myntbandalagsins, segir Verplaetse."
All the euros creators thought a pullout would be socio- economic suicide, Verplaetse, 79, said in a March 4 interview in Brussels. "You cannot exclude that, but we never talked about that."
Að segja sig úr ESB er gerræðislega erfitt mál og enn erfiðara er að segja sig úr evru. En það þýðir einfaldlega ekki að ræða þetta mál við veruleikafirrtan ESB-þig, svo hér læt ég staðar numið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 14:26
Sammála er ég þér, Gunnar, og hjartans þakkir.
Jón Valur Jensson, 1.2.2017 kl. 14:34
þakka þér svarið Gunnar. Kannski í einfeldni minni, þá var mér það á að telja þig vera að ræða úrgöngu breta úr ESB, mér vitanlega hafa þeir ekkert með evru að gera, eru því algerlega óháðir því sem þú rumsaðir út úr þér sem svar, bæði á (útl)ensku sem íslensku. Af 28 löndum ESB, bráðum 27, þá eru 8-9 með evru, mörg hver(stærstu), stofnendur bandalagsins. Er hins vegar sammála þér, það hlítur að vera snúið fyrir evru þjóð að segja sig úr ESB, alla vega við fyrstu sýn.
Jónas Ómar Snorrason, 1.2.2017 kl. 16:17
Jónas
Af 28 löndum Evrópusambandsins (27 eftir að Bretland er farið) eru 19 af þeim með evru. Öllum 28 löndum nema Bretlandi og Danmörku er þó skylt að taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin fyrir upptökuna. Bretland og Danmörk eru með sérstakan sáttmála sem staðfestur er af 27 þjóðþingum 27 landa um sáttmálabundna undanþágu frá síðasta og þriðja fasa ERM, sem er evran og EMU.
Til að geta sagt sig úr ESB þarf Bretland fyrst að taka hundrað þúsund blaðsíðna lagabálk Evrópusambandsins og gera hann að Breskum lögum og síðan að segja sig úr ESB og svo að fara úr ESB, og síðan að lifa það af að fara úr ESB, og síðan að ræða afnám hvers einasta laga og regluverks ESB úr úr Breskum lögum, og afmá alla þá hrikalegu aðlögun sem farið hefur fram á Breska konungsríkinu undir veru þeirra í ESB. Þingið gæti orðið upptekið í áratugi við að afnema þessi lög og reglur undir hrossabrestum ESB sinna sem engan lýðræðisvott virðast bera í hjörtum sínum.
Illvirkjar Evrópusambandsins ætluðu að reyna að láta útgönguna mistakast og taka 10 ár til þess að gera eins og Sovétríkin gerðu þegar þau réðust inn í Austur-Evrópulönd til að sýna þeim hvað gerist þegar lönd sýna minnsta vott frelsislöngunar og þykjast ætla að yfirgefa alræðið. ESB er bara ný uppskrift til alræðis.
Donald J. Trump hefur nú gereytt valdastöðu þessarar elítu illvirkja Evrópusambandsins. Bretland hefði ekki getað gert það eitt og sér og Ísland hefði aldrei getað það, væri fyrst búið að eyðileggja landið okkar með Evrópusambandsaðild.
Svo þegar þú blæst þig út af ESB blaðri þá væri til tilbreytingar ákaflega ánægjulegt að sjá bara minnsta vott af sannleiksást, svona til tilbreytingar í öllu því lýðskrumsflóði sem sullast hefur út úr ESB-aðildarsinnum hér á landi í nú meira en 10 síðustu ár. Heil 10 ár hafið þið fyllt upp af lygum, lýðskrumi og þvælu um þetta bölvunarsamband Evrópu. Svei ykkur!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 18:33
Jónas
Nettó-framlag Bretlands til reksturs Evrópusambandsins var tæplega 15 milljarðar evra á árinu 2015. Bretar borguðu 15 milljarða evra meira til ESB en þeir fengu þaðan. Til samanburðar þá var nettóframlag Frakklands til sambandsins 7,2 milljarðar evra það árið. Beint fjárhagslegt framlag Bretlands var því tvöfalt stærra en framlag Frakklands. Og það munar um minna. Það munar um tvö Frakkalönd.
Það er því mjög líklegt að þessi tala sem þú nefnir sé mjög nálægt veruleikanum sem mun birtast í tölunum fyrir síðasta ár.
Þegar Bretland er farið þá hefur áhuginn á lýðræði sem pólitísku stjórnarfyrirkomulagi minnkað í heild um 60-70 prósent í öllu Evrópusambandinu, og var hann ekki sérlega mikill fyrir. Allt niður í 40 prósent í mörgum ESB-ríkjum. Yfirgnæfandi verður restin af ESB hinu vaxandi einræði sennilega mjög fegin, því þeir sem eftir sitja trúa flestir mikið á einn "sterkan mann". Og Þýskaland er ennþá í gangi með frumtilraun sína til lýðræðis, og ferst það ákfaflega illa úr hendi, eins og sést á ríkisstjórn landsins, sem ennþá er næstum því bankakerfið að innan og utanþings.
Núverandi sjö ára fjárlagatímabili Evrópusambandsins lýkur árið 2020. En löngu áður þarf að koma sér saman um rammann fyrir næsta sjö ára fjárlagatímabil. Það verður skrautleg samkunda. En á hverju ári þurfa aðildarríkin og framkvæmdastjórn sambandsins að koma sér fyrir innan þess ramma, sem áratugum saman aldrei hefur fengist samþykktur af endurskoðenda, og semja í kröppum dansi um bókhaldslega falsaða tilvist sína þar. Þeir sem fá mest vilja að sjálfsögðu dansa harðast á bökum annarra. Þeir sem borga mest dansa ekki við neinn. Hvorki Svíþjóð né Finnland hafa nokkru sinni fengið einn grænan eyrir frá ESB, nema Finnland sem árið 2001 fékk smávægilega nettógreiðslu frá ESB. Eru þau farin að þreytast á dansinum og fyrir alvöru byrjuð að tala um brottför. Finnaland kemst hvergi því það er frosið fast í evru sem gerir landið fátækara með hverju árinu sem líður í skrúfstykki evrunnar.
Um fátt er að velja fyrir þau 27 ríki sem eftir eru í sambandinu, því að 11 af þeim eru gömul Sovétríki og geta ekki borgað. Þá eru vonandi 16 ríki eftir til að borga brúsann. En 5 ríki af þeim 16 eru gjaldþrota, geta ekki borgað og bíða eftir að fá að komast í þjóðargjaldþrot á réttum tíma. ESB-aðildin byggði upp gjaldþrot Grikklands á 30 aðildarárum þess með fé annarra ríkja og tókst að koma landinu í eina samfellda rjúkandi rúst, sem er heimsmet, fyrir 113 milljarða evra í ekki neitt!
Þá eru heil 11 ríki eftir. En 9 af þeim 11 ríkjum sem þarna eru eftir og sem ekki eru enn gjaldþrota eða orðin að gömlum Sovétríkjum, eru einungis smáríki sem engan veginn geta haldið fimm gjaldþota og ellefu Sovétríkjum uppi. Þá er bara um tvenn stór ríki að ræða sem eftir eru á listanum.
Og hvað skyldi nú þeim tveim stórríkjum, sem eftir eru, detta í hug til að leysa fjármögnunarvandann.
Banakerfi Þýskalands hristist og skelfur og Frakkland getur ekki mikið lengur nauðgað sér og barið niður franska byltingarandann, sem varðveita átti neista hennar öllu landinu til framtíðar lífsviðurværis, án þess að hún endurtaki sig sjálfkrafa. Atvinnuleysi í Frakklandi er 10 prósent og hefur verið svo áratugum saman. Og Þýskaland hefur bara blásið út og gnæfir nú algerlega yfir því.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða nýja tröllslega og eyðileggjandi skattheimta verður lögð á þau ríki sem yfir höfuð eru enn sköttunarleg í sambandinu, því ekki mun báknið sætta sig við minna spillingar- og mútufé til sinna umráða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 19:20
Það hljómar kannski ekki fallega, en þar sem ég veit hve ESB er rotið í gegn, þá vona ég að Trump takist að sprengja það í frumeindir sínar. Ekki með loftárásum, heldur fjármagni og stjórnmálastefnu sinni.
Það segir í frægri bíómynd: Fjármagn er byssa. Stjórnmál er að vita hvenær á að taka í gikkinn. Sjálfstæði þjóða Evrópu er eina leiðin til farsælla samfélaga, sem ekki er fjarstýrt af möppudýrum í Brüssel sem enginn kaus.
Theódór Norðkvist, 1.2.2017 kl. 21:44
Gunnar, satt best að segja gef ég ekkert fyrir þessa rullu þína, alhæfing af þessu tagi er allt of bundin gefini skoðun, sem er fyrst og síðast andstaða við ESB, sem út af fyrir sig er fullkomlega góð og gild, sem slík og ekkert út á það að setja. Er þó ekki að tala um fjölda þeirra sem evru hafa, en ég taldi: Finnland, Benelux, Þýskaland, Frakkland, Spán, Portúgal, Ítalíu, Grikkland, Maltu og Kýpur, 12 lönd(mín mistök), hver eru fleiri? Ef það er ósk þín að BNA séu að fara að taka þessi lönd upp á arma sér, þá ferðu villtur vegar. Og ef það er ósk þín að upplausn verði innan Evrópu, þá er meira en lítið að hjá þér, þó einungis sé bara tekið tillit til Íslands. Það kom fram sú skoðun í Kastljósþætti í kvöld, hvort möguleiki væri á því að BNA væru að liðast í sundur, ekki í fyrsta sinn sem það heyrist.
Kær kveðja.
Jónas Ómar Snorrason, 1.2.2017 kl. 21:52
Þakka góðan pistil, Gunnar. Megi spillingar og kommisarakerfið innan esb liðast í sundur, sem fyrst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.2.2017 kl. 22:07
Þakka þér Theódór
Það verður fróðlegt að fylgjast með fallbyssum Peter Navarro á næstunni. Hann er viðskiptastjóri Hvíta húss Donalds Trump. Þær eru einmitt núna við það að miða Þýskaland út sem einn versta gengisfalsara veraldar.
Þegar hleypt verður af þeim, þá mun enginn smá hvellur heyrast. Þetta mun taka smá tíma, að miða rétt, en þegar miðið er orðið rétt stillt og það gerist þá mun framhaldið heyrast sem brak og nótnabrestir níundu rúgbrauðssymfóníu ESB, - um allan heim.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 22:21
Þakka þér innlitið Halldór Egill.
..just a momemnt..just a moment..
"As of today, we are officially putting Iran on notice.”
Blaðamannafundur Hvíta hússins rétt áðan:
Krækja: https://youtu.be/F855i1Tzx_g?t=9m31s
Þarna er bara alls ekki slegið slöku við. Og James Mattis á leið til Suður-Kóreu að hrista hrísgrjón
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 22:26
Jónas
Upplausnin sem nú ríkir í Evrópu er afleiðing sjálfrar tilvistar Evrópusambandsins:
1. Ef að Evrópusambandið hefði ekki verið til, þá væri ekki 1/3 af hagkerfi Grikklands horfinn. Aðild Grikklands að Evrópusambandinu hefur eyðilagt landið.
2. Aðild Finnlands að Evrópusambandinu og evru hefur valdið verstu kreppu í sögu Finnlands síðan 1929. Evran hefur rústað Finnlandi til langframa.
3. Skattgreiðendur Norður-Evrópu-ESB-landa hafa verið píndir til að bjarga bönkum landa sinna sem káluðu sér í ESB-geggjun í Suður-Evrópu og um leið einnig þeim löndum suðursins sem þeir störfuðu í. Þetta er afleiðing Evrópusambandsins og evru og hefði ekki getað gerst án tilvistar ESB.
4. Evrópa hefur aldrei staðið eins sundruð og hún er í dag síðan í miðri Síðari heimstyrjöld. Þessi sundrung er afleiðing Evrópusambandsins.
5. Öfgaflokkar eru á uppleið í Evrópu vegna Evrópusambandsins. Þeir eru afleiðing tilvistar Evrópusambandsins.
6. Öll bankakerfi Evrópulanda eru lömuð og geta ekki sinnt hlutverkum sínum sem vatnsveitur hagkerfanna. Þau eru í þessu ástandi vegna Evrópusambandsins. Þetta er afleiðing Evrópusambandsins.
7. Aldrei áður hafa 23 milljón manns staði atvinnulaus í Evrópu síðan sennilega bara aldrei áður. Þetta er afleiðing Evrópusambandsins.
8. DDRÚV er ómarktæk klessa og skömm á lýðveldinu. Það er varla að maður trúi veðurfregnum þar lengur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2017 kl. 23:18
Vil þakka þér fyrir greingóð svör Gunnar, er sumu sammála, öðru ekki eins og gengur og gerist.
Kveðja.
Jónas Ómar Snorrason, 2.2.2017 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.