Leita í fréttum mbl.is

Er Guðni Th. brunagildra?

Persónan Guðni Th. er frambjóðandi. Hann er að bjóða fram sjálfan sig sem forseta í forsetaembættið. Kjósendur eiga rétt á að vita hvað frambjóðandinn hefur af skoðunum sem móta munu þjónustu hans við ættjörðina

Sjálft forsetaembættið er nýtt. En ættjörð þjóðarinnar er það hins vegar ekki. Það tók íslensku þjóðina 700 ár að koma sér og ættjörðinni undan erlendu yfirvaldi. Og þegar það gerðist, að við urðum frjáls þjóð, þá gat íslenska þjóðin reist upp forsetaembætti sem Guðni sækist eftir, sem kórónu á fullveldi og sjálfstæði ættjarðar og þjóðar. Svo frjáls varð hún, þjóðin á ættjörð sinni, að ákveðið gat hún þetta sjálf. Að reisa embættið

Guðni Th. forsetaframbjóðandi hefur þá skoðun fram að færa, að sé boðið nógu mikið og hátt, að þá áliti hann, að ættjörðin og þjóðin skuli renna á ný undir erlent vald, með því að ganga í Evrópusambandið. Hann vill leiða þjóðina burt frá sigrum og frelsi og aftur undir erlent vald. Og ættjörð hennar líka. Og landhelgina líka

Það er ekki gaman að skrifa þetta, aðeins 72 árum eftir 1944. Og það er ekki gaman að hlusta á þennan málflutning frambjóðandans. Hann er ekki boðlegur íslenskri þjóð

Hann vill líka kollvarpa stjórnarskrá Íslands, af því að, segir hann, hér varð hrun og að "einhverju þurfi að breyta". Bara sí svona. "Einhverju þarf að breyta", segir hann. En stjórnarskrá er ekki "eitthvað". Af hverju breytti Guðni Th. ekki bara sjálfum sér og stóð með landi sínu og rétti þjóðar á meðan hann gat það sem frjáls maður. Sem frjáls maður standandi á því frelsi sem forfeður okkar sköffuðu honum. Af hverju var það ekki hægt Guðni Th. forsetaframjóðandi?

Nú er vinsælt, eins og stendur, að segja að Evrópusambandið sé eins og "brennandi hús". Þetta er sérstaklega ámótleg og átakanleg lýsing frá því fólki sem barist hefur hart fyrir einmitt því að við værum nú þegar lokuð sem þjóð og ættjörð inni í þessu brennandi húsi. Hefði það fólk ráðið, þá værum við einmitt þar: lokuð inni í brennandi húsi

Þetta fólk segir líka, að núna sé ekki rétti tíminn, "eins og sakir standa núna" - þ.e.a.s að núna sé ekki rétti tíminn til að láta brenna þjóðina og ættjörð hennar. Það segir Guðni Th.. Hann segir "eins og sakir standa núna"

Mín spurning er því þessi: Er Guðni Th. brunagildra?

Evrópusambandið hefur að minnsta kosti alltaf verið brunagildra, frá upphafi

Fyrri færsla

Fásisminn - er það Austurvöllur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Títtnefndur Guðni er í það minnsta ekki mikil brunavörn, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.6.2016 kl. 03:07

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Einkennilegt, samt er Guðni búinn að svara spurningu í viðtali, sem var þannig, ef kosið væri um inngöngu í ESB, hvað myndir þú kjósa, svarð var, að hann myndi kjósa gegn inngöngu í ESB. Hann hefur líka sagt það, að það væri honum að mæta, ef stjórnmálamenn ætluðu sér að koma aðildarviðræðum í gang, án aðkomu þjóðar. Að þjóðin eigji að hafa fyrsta og síðasta oðið. Þannig að, hvað er málið Gunnar?

Jónas Ómar Snorrason, 12.6.2016 kl. 06:02

3 identicon

Væntanlega er málið það Jónas, að guðna er ekki trúandi þegar hann segir þessi orð, þessi maður er yfirlýstur ESB sinni og það væri eflaust auðvelt fyrir hann að finna einhverja afsökun fyrir því að ekki þyrfti að kjósa um málið.

Og í öðrulagi þá er erfitt að trúa manni sem hikar ekki við að ljúga í beinni útsendingu, eitthvað sem hann gerði hiklaust um daginn, eftir á sagði hann að það ætti ekkert að taka neitt mark á því sem hann segir, hvers vegna ættum við þá að taka mark á eða trúa honum núna?

Halldór (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 11:36

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Gunnar og ég er einn sem treysti ekki Guðna fyrir 10 aura. Hann er of mikill smjaðrari og tekur gamla fólkið og mikið að kvennþjóðinni með loforðum.  

Valdimar Samúelsson, 12.6.2016 kl. 11:58

5 identicon

Sæll Gunnar.

Hvort mönnum virðist að einhver frambjóðenda
teljist til brennuvarga eða slökkviliðs skipti
a.m.k. Þjóðkirkjuna að best verður séð litlu eða
engu máli því hún hafðist ekki að þó einn eða fleiri
þeirra sem í boði voru uppfylltu tæpast ákvæði
stjórnarskrár um að tilheyra henni til þess að
geta boðið sig fram. Það hefur ekkert að gera með
jafnræðisregluna skv. 65. gr. stjórnarskrárinnar,
sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995.

Píus páfi XI samdi við nazistana á sínum tíma
um að allar stofnanir hennar fengju að starfa í
friði en hún sjálf skyldi halda sér til hlés
í stjórnmálavafstri.

Eins og lesa má glöggt af bókum, ef menn þá eiga þær,
þá fyllti félagatal hennar við gerð samnings ekki minni spámenn em Adolf Hitler, Jósef Göbbels og Reynhard Haydrich.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 13:40

6 Smámynd: Elle_

Með hvaða erindi vilja Guðni Th og Halla eiginlega verða forseti landsins?  Hvorugt er fullveldissinnað og þar með á hvorugt neitt erindi í forsetaembætti sjálfstæðs lands og fullvalda þjóðar. 

Jónas, pistillinn var alveg skýr.  Maðurinn er ekki fullveldissinnaður, það er það sem er málið og þú ættir að vera farinn að sjá það. 

Elle_, 12.6.2016 kl. 14:38

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Vertu ekki svona barnaleg Elle. Ef þú villt öfgast upp í andstöðu við Guðna, vegna DO þá gerir þú það. En þar er nú ólíku saman að jafna. Svona fullveldistal er á mörkum heimsku, sérstaklega þegar Guðni á í hlut. því meiri fullveldis og sjálfstæðissinni er varla til. En heilt yfir, þá er fólk hér að ráðast að Guðna, einungis fyrir DO, sem einn og óstuddur nánast setti Ísland á hausinn, en þið kjósið að horfa framhjá því. Svo studdi DO Icesave og inngöngu í ESB, en það á að liggja í þöggun hjá ykkur. Ja hérna, að gera sig blindra en þeir sem eru blindir, er eithvað svo absúrd.

Jónas Ómar Snorrason, 12.6.2016 kl. 17:02

8 Smámynd: Elle_

 Í alvöru Jónas, þú ert andskotanum barnalegri sjálfur.  Og með eilífar öfgar sjálfur.  Það var enginn neitt barnalegur eða með neina heimsku eða neinar öfgar að ofanverðu nema akkúrat þú sjálfur. 

Það var svo enginn að ráðast neitt að Guðna þennan.  Það væri nær þú færir að skoða eigin heimsku.

Elle_, 12.6.2016 kl. 17:10

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

lestu það sem þú skrifar Elle. Þú segjir beint, að Guðni sé ekki fullveldissinnaður, og þá ekki lýðveldissinni því það fer saman, hvað Ísland varðar. En hvað hefur þú fyrir þér með svona fullyrðingar, það þætti mér fróðlegt að vita Elle. Ég benti á í fyrstu færslu minni, það sem ég sá að Guðni hafi sagt, upp á síðkastið. En ég spyr aftur, hvað hefur þú fyrir þér varðandi Guðna?

Jónas Ómar Snorrason, 12.6.2016 kl. 18:32

10 Smámynd: Elle_

Nei það er búið að skýra það nógu oft, Jónas, en að ræða við þig er eins og að ræða við múrvegg. 

Og talandi um þöggun, það er nákvæmlega það sem Jónas þessi óspart beitir sjálfur eða reynir það með að kalla menn barnalega og tala um heimsku og öfgar.  Hann fær ekki að þagga niður í okkur.

Elle_, 12.6.2016 kl. 19:17

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þagga niður í ykkur, hver eruð þið Elle? Þú ert þó ekki JVJ enn einu sinni enn? En ef þú getur ekki skilið það sem þú skrifar, þá verður þú að eiga það við þig!

Jónas Ómar Snorrason, 12.6.2016 kl. 19:55

12 Smámynd: Elle_

Já alltaf sama rakaleysan og útúrsnúningar.  Mætti halda að Jónas þessi VÆRI múrveggur. 

Elle_, 12.6.2016 kl. 20:22

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ætli Guðni sé ekki á móti Neyðarbrautinni líka, skömmin, og kannski með verðtryggingunni, og aukinheldur fylgismaður múslima og gott ef ekki líka múlatta?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2016 kl. 20:35

14 identicon

Þú virðist hafa sömu söguskoðun og Guðni, að íslendingar hafi í raun komið sér og ættjörðinni  undan erlendu valdi.

Þeir sem viðhalda sögufölsun tilheyra einfaldlega liði Ronaldo ...

1 milljón dollara lán frá Union Bank rétt áður en Ísland var hernumið af bretum, gjaldfelldi sjálfstæðiskröfu íslendinga.

L. (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 02:37

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eitt er víst að Guðni Th. mundi ekki hugsa sig um tvisvar að skrifa undir Útlendingalöginn sem að veit útlendingum meiri réttindi en islendingar fá.

Sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem hafa ekki háskólagráðu og telur þá ómentaðan lýð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2016 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband