Leita í fréttum mbl.is

Já, við erum "heppin" að búa á Íslandi. En heppni er ekki stefna

Heppni er fín

En það er ekki hægt að byggja þjóðaröryggi á heppni. Skortur á landamæraeftirliti hefur alvarlegar afleiðingar. Alltaf. Landamæri eru sett til að mynda varnarlínur. Lagalegar og tilvistarlegar. Og varnarlínur eru settar til að verjast með þeim. Lagalega og tilvistarlega. Með kjafti og klóm. Sé það ekki gert er voðinn vís. Aðeins tíminn skilur á milli heppni og hamfara

Íslendingar eiga að stofna varnarlið. Þetta gengur ekki lengur. Okkur vantar fyrir það fyrsta okkar eigið varnarlið í lofti. Til að skjóta vont niður með. Til eftirlits í lofti. Til varna. Við höfum nú þegar of stórt, rándýrt og gagnslaust akademískt varnarlið. Svo ég er ekki að tala um það. Ég er að tala um alvöru varnarlið

Og svo þarf að ýta á EJECT-hnappinn og henda EES út. Út með það. Út með EES áður en það veldur meiri skaða

Svo þarf að herða samböndin vestur. Herða þau og hlúa að þeim

Konan sem eyðilagði Evrópu, eins og ávallt áður, er best geymd sem tröllkona alls þess þar. Ykkur grunar ekki hversu mikill hryllingur Evrópa á eftir að verða. Stigmagnandi trylltur hryllingur

Skyldu óvitlausir hættir að hlægja og farnir að hlusta?

Að hlægja er fínt. En tilefnið til gleðjandi og endurnærandi hláturs þarf að vera ekta. Ekki falskt. Ekki þvaður og ekki blaður. Ein skilvirkasta ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna var ríkisstjórn George W. Bush. Það er mörgum, sem ættu þó að vita það, ekki ljóst enn - og verður aldrei, því að langlífi Stalíns, sérstaklega heima hér, er slíkt að evrudeildar miðilsfundir með steyttum hnefum standa yfir enn

 

George W. Bush Bandaríkjaforseti, 2007

(bein krækja)

Fyrri færsla

"Hefndaraðgerð" RÚV í París


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já það er óábyrgt og ógnvekjandi að vera með landamærin svona opin.  Liggur við ég segi heimska.  Og hvað átti það eiginlega að þýða að leggja Varnarmálastofnun niður?

Eins gott eftirfarandi var lagað :)

- - -  grunaður fjöldamorðingi hafi komið sömu ESB-leiðina inn í ESB að borgurunum á götum Parísarborgar til að myrða þá samkvæmt reglum ESB. - -   

Elle_, 16.11.2015 kl. 19:19

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já G. Rögnvaldsson það er lán að búa við lánsemi, en þannig er nú einkanlega sérbúið til handa Jóakim Von And.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2015 kl. 19:53

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svo sagði gáfaðasti ráðherra núverandi ríkisstjórnar að Schengen samstarfið væri ekkert í hættu,  þvílíkt happ að hafa svona frábæra vitsmuni í stjórnaráðinu til að smíða okkur svona vanlukku fréttir.  

En auðvita er Schengen besta vörn Evrópu og hvað kemur okkur það þá við, sem erum í raun á Ameríku flekanum.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2015 kl. 22:44

4 Smámynd: Elle_

Hvar las ég það alveg fyrir skömmu að við værum með aðgang að kerfi Europol og Interpol þó við værum ekki í Schengen?  Hví fórum við inn í Schengen í fyrstunni?  Voru það blekkingar ESB-sinna einu sinni enn?

Elle_, 16.11.2015 kl. 23:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Það er gott fyrir glæpamenn og þá sem vilja borgurum vont og illt að vita að Schengen tilraunakenning Evrópusambandsins um starfsöryggi þeirra sé ekki í neinni hættu og að það hins vegar sé bara öryggi lífs, lima og eigna borgarana sem sé þá í hættu.

Þetta er svipað eins og kjafta-kenningin um hinn svo kallaða innri-markað sem kaffærði Evrópu í hruni alls, pólitískum díslilmekki og lækkaði slánna niður í gólf fyrir framleiðendur til að komast óhindraðir yfir, svo að einokunarkerfið Kola og Stálbandalagið hins innra markaðs þeirra, gæti haldið áfram að taka neytendur aftan í, uppúr og út í gegnum seðlaveski þeirra.

Við erum einmitt hér, Hrólfur, að horfa á hrun Evrópu í beinni útsendingu vegna einmitt sjálfrar tilvistar Evrópusambandsins. Það hefur eyðilagt Evrópu. Og það á á hættu að skaða Ísland óbætanlega, vakni menn ekki upp og standi í lappirnar.

Nú veit ég ekki hvaða akademíski ráðherra sagði þér þetta Hrólfur, en ég geri ráð fyrir að hann hefði getað fengið vinnu hjá hinum akademísku öryggisstofnunum Evrópu, sem ruddu braut þess misfósturs sem við sjáum í dag.

Eins og er er eftirsóttasti vinnukraftur sérhverrar öryggisstofnunar alls ekki akademískir kollkinkarar esbelíta, heldur menn með heilbrigt ofsóknarbrjálæði.

Þeir, en ekki esb-elítan, grafa nú niður í ormaveldi Evrópusambandsins með stundar árangri og finna margt ömurlegt í bakgarði þess. Þeir finna veldi ESB í ljósum logum.

ESB er hér eitt heilsteypt allsherjar stórslys.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband