Leita í fréttum mbl.is

Þetta batnar alltaf þarna í Brussel

Hin ítalska Federica Mogherini sem ólst upp í ungliðahreyfingu ítalska kommúnistaflokksins, sem svo seint sem árið 1996 dulbjó sig sem ítalski "sósíaldemókrataflokkurinn", svo að hún gæti meðal annars orðið utanríkisráðherra Ítalíu í fyrra og sem þess vegna núna er orðin sjálfur "æðsti talsmaður utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins" - e. High Representative of the European Union for Foreign Affairs and Security Policy - já hún boðaði í júní-ræðu sinni síðasta sumar að hryðjuverkaskapandi stjórnmál íslamistatrúar yrði hluti af tilvistargrundvelli Evrópusambandsins

"For this reason I am not afraid to say that political Islam should be part of the picture" - sagði hún

Það á sem sagt að innleiða hina trúarlegu stjórnmálahreyfingu íslam sem framkvæmdavaldshluta hins heimspekilega tilvistargrundvallar Evrópusambandsins

Æðsti talsmaður utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins boðar hér með hryðjuverkastjórnmál íslamista sem hluta af tilvistarlegum grundvelli Evrópusambandsins. Hún sagðist hafa þurft að leita alla leið til Frakklands til að finna akademískan prófessor sem gat aðstoðað hana við að ná fram til þessarar opinberunar um lífið og tilveruna sem Evrópusambandið er að hanna fyrir núverandi og komandi kynslóðir "Evrópumenna" í Evrópusambandinu

Tillögu Silvio Berlusconi og Tony Blair um að tryggt yrði í grunnsáttmálum að tilvistarrætur, siðferði og hefðargrundvöll Evrópusambandsins mætti ávallt rekja til kristinnar siðmenningar og arfleiðar, var á sínum tíma algerlega hafnað af elítum Evrópusambandsins

Yfirríkisstjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálinn, fyrirskipar ákveðið "samfélags- og efnahagslegt lífsmódel" eða "líferni" í öllum ríkjum sambandsins fyrir alla þegna ESB, alveg eins og stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna gerði; en hún fyrirskipaði að kommúnismi væri hið eina leyfilega og löglega samfélags- og efnahaglega lífsform fyrir alla borgara og fyrirtæki innan landamæra Sovétríkjanna

Með aðstoð Rússlands er það eingöngu og algerlega 1945-sigri Engilsaxneskra Bandamanna yfir meginlandinu að þakka að viss partur af Evrópu getur í dag að sumu leyti flokkast sem hluti af hugtakinu "Vesturlönd"

Fyrri færsla

Já, við erum "heppin" að búa á Íslandi. En heppni er ekki stefna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru þónokkrir gömlu (og yngri) harðlínu-kommarnir sem náð hafa æðstu metorðum í sinni "second-best" útópíu, Evrópusambandinu:

Gamli portúgalski komminn José Manuel Barroso varð forseti framkvæmdastjórnar ESB og ríkti þar alllengi, en var Maóisti á yngri árum.

Ofurróttæklingur þýzkur (uppivöðslusamur 1968), hvers nafni ég kem ekki fyrir mig þessa stundina, náði því að verða annar helzti maður ESB-þingsins í Strassborg og Brussel.

Federica Mogherini, sem ólst upp í ungliðahreyfingu ítalska kommúnistaflokksins, er nú orðin æðsti talsmaður utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins! -- og á þessi makalaust heimskulegu ummæli: "For this reason I am not afraid to say that political Islam should be part of the picture," þ.e. sjálfs tilvistargrundvallar Evrópusambandsins!!!

Og sjálfur Stefan Fühle, ástmögur Fréttablaðsins, er einn af kommissörunum í e.k. ríkisstjórn ESB (European Commission, þ.e. framkvæmdastjórninni) og reyndi mikið til að narra okkur Íslendinga inn í meint dýrðarríki, meðan hann var "stækkunarstjíri" (útþenslumálaráðherra) ESB, en hann gerðist, nota bene, félagi í Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu eftir innrás Sovétríkjanna 1968 og lærði í Moskvu.

Jón Valur Jensson, 19.11.2015 kl. 02:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel á minnzt, Stefan karlinn. Kannski það sé bara ágætt og tilvalið að endurbirta hér um fimm ára grein mína af Vísisbloggi, til upprifjunar, ESB-sinnum til fróðleiks og ýmsum til undrunar (lesendur og síðustjóra bið ég velvirðingar, ef þetta þykir allt of langt (Gunnar má líka þurrka það út), en það er enginn vandi að skrolla niður framhjá innlegginu og niður á það næsta, ef menn vilja):

Stækkunarstjóri ESB, gamall kommúnisti frá Tékkó, vill Tyrki í bandalagið!

Tvítugur (1982) gekk Štefan Füle í kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu, en ekki úr honum fyrr en kommúnisminn féll árið 1989. Takið eftir: 14 árum eftir að Sovétríkin og 5 önnur Varsjárbandalagsríki réðust inn í Tékkó-Slóvakíu með hervaldi til að binda enda á vorið í Prag og tilraun til sósíalisma með mannlegu yfirbragði og gerðu Alexander Dubcek að götusópara, þá fannst Füle þessum tilvalið að gerast opinber kommúnisti.

Hann lærði heimspeki í Karlsháskóla í Prag og lagði stund á nám við MGIMO-diplómatastofnunina í Moskvu, “which was known for its tight links with the Soviet secret service, the KGB.” (Heimild hér.)

Štefan Füle Þessi maður, Štefan Füle,  hefur nú aðalumsjón með “umsókn Íslands” (!!!) í Evrópubandalagið. Menn kalla hann hér “stækkunarstjóra”, en hann er kommissar í framkvæmdastjórninni, sem er hin eiginlega ríkisstjórn Esb. og hann því með ráðherrastöðu í reynd í Evrópusambandi síaukins miðstjórnarvalds, og útþensla er þar á dagskránni, ÖLL EVRÓPA, og hann því réttnefndur útþenslumálaráðherra Evrópusambandsins.

    • INNSKOT:  Reyndar er þetta ekki umsókn Íslands, heldur Össurar nokkurs og Samfylkingarinnar – eða að vísu bara 60% af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og einungis 26% af Íslendingum almennt, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, sem birt var í byrjun þessa mánaðar. (Sjá hér.)

    • Í maí–júní 2009, þegar þingsályktunartillaga lá fyrir Alþingi um að sækja um “aðild” að ESB, var gerð Capacent-Gallup-könnun um afstöðu almennings og spurt: “Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?” Þá reyndust heil 61,1% svara: “Mjög miklu máli”, en 15,2%: “Frekar miklu máli” (alls76,3%), en 4,9% sögðu: “Frekar litlu máli” og 13% “mjög litlu máli”; en “hvorki né” sögðu 5,8%. (Heimild hér.)  

    • En þessari áherzlu almennings á það að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um UMSÓKNINA HAFNAÐI Samfylkingin. Hún er ekkert fyrir lýðræði, þegar það er henni til trafala!

    • Engu breytti, þegar það kom í ljós í Gallupkönnun lok ágúst og byrjun september 2009, þar sem spurt var: “Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?“, að þá svöruðu einungis 16,1%: Örugglega með aðild, en 22,4%: Sennilega með aðild, en hins vegar 22,9%: Sennilega á móti aðild, og 38,6% svöruðu: Örugglega á móti aðild. Alls voru þannig 61,5% sennilega eða örugglega “á móti aðild”, en 38,5% með henni. Nú hefur sú tala reyndar hrunið niður í 26% (sjá ofar)!

    Ætli þessi Füle láti sig þetta nokkru varða? Er hann ekki hvort sem er með nóga peningasekki, sem bíða þess að verða dreift yfir Ísland í formi “kynningar” og áróðurs?

    En þetta er sem sé nýi útþenslumálaráðherrann. Sennilega flestir búnir að gleyma því, hvað sá fyrri heitir; hann er orðinn kommissar á öðrum stað.

    En hann Füle ætlar ekki bara að koma Íslandi í Brusselbandalagið. Hann er að fást við fleira, karlinn. Honum er mjög annt um að fá TYRKLAND líka í bandalagið. Lesið þessa frétt af rúmlega tveggja vikna gömlum ummælum hans:

      • This week (12 July) EU Enlargement Commissioner, Štefan Füle, assured Turkey that the EU was committed to the Muslim country becoming a full member, saying that ways of accelerating the process would be worked on. “There should be a zero doubt policy about our commitment,” Füle told a joint news conference with Turkish ministers in Istanbul. (Heimild hér.)

      Þarna segir, að Füle hafi á fundi með tyrkneskum ráðherrum í Istanbúl fullvissað Tyrkland um að Evrópubandalagið teldi sig skuldbundið þessu múslimalandi, að það fengi að verða fullur meðlimur ESB og að til þess yrði beitt flýtimeðferð. Enginn vafi ætti að leika á þeirri skuldbindingu ESB.

      Þetta eru fréttir til næsta bæjar. Tyrknesk stjórnvöld hafa beðið lengi eftir þessu. Nú fer þetta að gerast. Fyrst á þó að taka inn “litla Ísland” og kannski Króatíu. Þeim finnst eflaust áríðandi að fá þennan feita bita, Ísland, áður en yfirvofandi aðild Tyrklands kemst í hámæli, enda hefur ekkert heyrzt af henni hér á landi í ESB-vilhöllu fjölmiðunum þrátt fyrir yfirlýsingu stækkunarstjórans í Istanbúl.*

      Ég ætla að skjóta inn í þetta sannri sögu. Það er ekki lengra síðan en í gærkvöldi að ég hitti kunningja sem upplýsti mig allt í einu um það, að hann hefði verið á ferð í Noregi, úti á landi, og komið þar inn í flóttamannastöð. Þar voru nokkrir Afganar, og hann þáði að drekka með þeim te. Þegar á leið spjallið, trúði einn þeirra honum fyrir því, að hann væri talibani.

      Þetta fannst kunningja mínum í meira lagi merkilegt – talibani í Noregi! – þegar hann sagði mér og öðrum frá þessu. En ef róttæklingur frá Afganistan fær auðveldan aðgang að Noregi, hvernig verður þá með tyrkneska heittrúarmenn? Verði Tyrkir – eins og Stefan Füle boðar – ESB-borgarar (73 milljónir manna), munu þeir njóta þar allra borgararéttinda, ferða-, dvalar- og starfsleyfis innan hvaða ESB-lands sem er. Þeir munu geta leynzt hvar sem er, frá Gíbraltar til Finnlands og frá Grikklandi til Íslands, og beitt sér gegn sínu nýja heimaríki, jafnvel þótt það sé stórveldi; þjóðlöndin innan þess geta þeir svo reynt að kúga með hótunum í verki, t.d. að látið verði undan einhverjum óbilgjörnum kröfum þeirra. En á efnahags- og atvinnusviðinu geta hinir margfalt fleiri heiðarlegu menn meðal landsmanna þeirra auðveldlega undirboðið sig í gegnum verktaka og náð til sín störfum frá íbúum þess lands, þar sem þeir taka sér búsetu.

      Skyldu “verkalýðssinnarnir” Össur og Árni Þór hafa hugsað út í þetta? Eða “friðarsinnarnir” Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir?

      Og hvernig lízt íslenzku þjóðinni á málið? Er það í alvöru svo, að vegna þess eins, að Evrópuþjóðirnar eru orðnar svo náttúrulausar, að þær tímgast varla – og alls ekki að nægu gagni – þurfum VIÐ að lúta því að ganga í yfirríkjabandalag, sem verður, sem afleiðing af innkomu Tyrklands, fjarri því að vera friðsamlegt vegna sinna innri mótsagna og hörðu þjóðernis- og trúarárekstra á næstu áratugum? Hræða ekki sporin, þegar horft er á 30.000 manna fórnir í átökum Tyrkja og Kúrda á síðustu áratugum eða þegar litið er til hjaðningavíga sjíta og súnníta í Írak og víðar, gjarnan við moskur þeirra?

      Ætlum við að ganga með opinn faðminn á móti þessari nýju Evrópu, sem Brusselbandalag Štefans Füle býður okkur að láta innlimast í ?

      * Hér verður nú – að loknum fréttatíma Rúv í hádeginu 27. júlí – að bæta því við, að minnzt var á það í fréttum þar, að brezki forsætisráðherrann Cameron styður inngöngu Tyrklands í ESB.  Þar segir m.a.:

        • Landið yrði eitt það fjölmennasta í ESB með um 72 milljónir íbúa, langflestir múslimar. Óttast er að fjöldi tyrkneskra verkamanna muni flæða inn til Evrópu þegar vinnumarkaður Evrópusambandsins opnast þeim og aðrir hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum af aðild Tyrklands.

        Bæta má við, að ýmsir ráðamenn ESB voru reyndar mjög andvígir inngöngu Tyrkja, ekki sízt Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, en á slíka mun ekki lengur hlustað sem áður, enda er neyð bandalagsins mikil, að þurfa að horfa upp á stórfellda fækkun eigin vinnuafls-kynslóðar á næstu áratugum á sama tíma og öldruðum fjölgar gríðarlega, líftími lengist og byrðarnar STÓRAUKAST á herðum hinna vinnandi vegna eftirlauna, elliheimila-, heilbrigðis- og sjúkrahúsþjónustu gamla fólksins!

        Og milljónirnar í Tyrklandi voru reyndar 72,5 árið 2009 (ekki 72 nú, eins og Rúv sagði), skv. Wikipediu, og fjölgunin um 1,272% á ári, vil ég bæta við! Fact Book CIA áætlar Tyrki reyndar 77.804.122 manns í júlí 2010 (heimild:hér).

        Tyrkir draga þar hratt á fjölmennustu þjóð Evrópubandalagsins, Þjóðverja, sem voru taldir 81.757.600 1. janúar sl., en þar fæðast hins vegar einungis 1,38 börn á hverja konu, sem er eitt það minnsta í heiminum (heimild: hér), og þess vegna blasir þar við mannfækkun: niður í 65–70 milljónir manna árið 2060 (65 milljónir, ef gert er ráð fyrir innflutningi 100.000 eða fleiri nýbúa ár hvert; 70 milljónir, ef gert er ráð fyrir innflutningi 200.000 eða fleiri nýbúa ár hvert. [heimild]

        Þarna eru sannarlega ærin umhugsunarefni fyrir þetta útópíska bandalag hans Össurar Skarphéðinssonar og vinar hans Štefan Füle stækkunarstjóra, engu síður en fyrir Angelu Merkel og David Cameron!

          • Viðauki 12.12. 20011:

          • Eins er það ærið umhugsunarefni fyrir Evrópusambandið að treysta sér til að vera með gamlan kommúnista úr rússneskum diplómataskóla tengdum KGB í áhrifastöðu í framkvæmdastjórninni. Þar er reyndar annar gamall kommúnisti fyrir, sjálfur forseti framkvæmdastjórnarinnar: Barroso!

          • Menn skyldu ekki láta koma sér á óvart, ef skyndilega verður tilkynnt um umsókn Rússlands í Esb., jafnvel einmitt nú, við tugþúsunda-mótmæli í Moskvuborg. Ekki yrðu stjórnarhættir Esb. lýðræðislegri við það – né við inntöku Tyrklands. Færu bæði ríki inn, myndi “væntanlegt” atkvæðavægi innlimaðs Íslands í ráðherraráði og leiðtogaráði Esb. lækka úr 0,06% niður í 0,04%!

          Fært 27. júlí 2010 

          Jón Valur Jensson, 19.11.2015 kl. 02:56

          3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

          Þakka þér Jón Valur

          Kveðjur

          Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2015 kl. 16:41

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Höfundur

          Gunnar Rögnvaldsson
          Gunnar Rögnvaldsson

          Búseta: Ísland.
          Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
          tilveraniesb hjá mac.com

          Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

          Bloggvinir

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband