Þriðjudagur, 4. ágúst 2015
Aftengja þarf Ísland við svartholið ESB
EES samningur Íslands við Evrópusambandið er bein ávísun á fötlun og fátæktargildru til fortíðar og líðandi stundar litið, en alveg sérstaklega til framtíðar okkar litið. Samningurinn hefur ekkert nema slæmt gert fyrir efnahag Íslands miðað við engan samning, og samningurinn hefur gert þjóðfélagi okkar Íslendinga í eigin landi mun erfiðara fyrir en hefði hann aldrei komið til sögunnar
Þetta er aðeins eðlilegt, rökrétt og hefði átt að vera öllum hugsandi mönnum augljóst, því Evrópusambandið var stofnað til að stúta þjóðríkjum Evrópu. Að því leytinu virkar EES-samningurinn eins og til var ætlast - af ESB
Í hvert skipti sem eldar kvikna í einu landi nýþýskrar Evrópu, þá lækkar gengi evrunnar og annar gámur í viðbót af þýskum úreltum ritvélum öldrunarhagkerfis skipast út frá höfninni í Hamborg. Betur og betur gengur því í úreltu Þýskalandi, en alltaf lækkar hins vegar og lækkar gengi gjaldmiðils þess, í stað þess að hækka og hækka eftir því sem betur gengur. Lærdómurinn fyrir Þýskaland er sá að "þessu gulleggi munum við aldrei sleppa. Þetta er nýlendan okkar! Höldum þessu áfram. Þetta er okkar Evrópa. Brennum óvitana og höldum þeim logandi. Við erum ESB og við ráðum. Áætlun okkar hefur gengið upp. Loksins!"
Allt í Evrópusambandinu er sökkvandi. Efnahagur, frelsið, lýðræði, stjórnarfar, heiðarleiki, velmegun, velferð og manngæska. Ófriðarský hrannast upp yfir Evrópusambandinu, fátæktin stigmagnast og árhundruða hnignun, eyðni og vesöld hefur tekið völdin og mun halda þeim svo þrúgandi fast yfir hausamótum Evrópubúa um aldir, að menn um gjörvallan heim munu standa sögulega orðlausir og gapa af ógleði í súrrealistískri vantrú
Í Evrópusambandinu ríkir nú rúmlega 30 ára gamall efnahagur, eða eins og hann var í Bandaríkjunum 1984, sem svarar til aðeins 62 prósentum af af þjóðartekjum á mann í Bandaríkjunum í dag. Bilið breikkar bara og breikkar. Þetta er staðan í ESB árið 2014 samkvæmt tölum OECD og er staðan lítið betri á evrusvæðinu, miðað við Bandaríkin. Það elítuþróaða ömurleikasvæði nær aðeins 66 prósentum af þjóðartekjum á mann miðað við Bandaríkin og bilið breikkar og breikkar (jafnvirðisgildismynt, verðbólga hreinsuð út)
Á Íslandi ríkir hins vegar 16 ára gamall efnahagur, eða eins og hann var í Bandaríkjunum árið 1998, sem svarar til 77 prósentum af þjóðartekjum á mann í Bandaríkjunum í dag. Ef þessu heldur svona áfram mun efnahagur Íslendinga verða dreginn í svaðið enn frekar en orðið er með EES og það með feykilegu eyðileggjandi afli
Þessi helvítis-samningur er ábyrgur fyrir bankabólunni og afleiddu bankahruni. Hann er ábyrgur fyrir því að þjóðartekjur á mann miðað við Bandaríkin eru miklu hlutfallslega lægri en þær voru árið 1982, en þá voru þær rúmlega 90 prósent af því sem Bandaríkjamenn höfðu. Og það þarf að leita aftur til 1987 til að finna síðustu sæmilegu töluna miðað við Bandaríkin, en þá var hún 87 prósent
Allt frá undirbúningi og pólitísku glingurþrasi vegna EES samningsins er algert rusl, á íslenskan mælikvarða, borið á þjóðarborðið og arfaþakinn illgresisgarður fyrir efnahagsbúskap Íslendinga verður samkvæmt ESB-venju staðalbúnaður, til að gera nú þjóðinni eins erfitt fyrir og mögulega er hægt
Íslenskir stjórnmálamenn hafa með EES-samningnum tengt Ísland við sökkvandi stein í stað þess að tengja landið okkar við rísandi stjörnu, sigurvegara og besta bandamann okkar nokkru sinni. Það er ekki gott. Það er beinlínis hættulegt og allir hefðu átt að vita hversu heimskulegt þetta var
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eiga strax að panta hraðvirkustu fallöxi heimsins til að höggva EES samninginn af Íslandi. Eftir engu er að bíða. Af með þessa kryppu. Út með ESB illgresið og sukkið. Step on it drengir!
Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn
Tengt: 1960: Sovétríkin brátt stærsta hagkerfi heimsins
Fyrri færsla
Lynn Anderson látin: "Keep Me In Mind"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 7
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 179
- Frá upphafi: 1389783
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það þarf að skera undan þjóðverjum Evróputrollið, en ef það er ekki hægt þá verðum við að koma okkur af þeirra miðum. Já neyðarbremsan er ekki með, ekki einu sinni í farangrinum.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.8.2015 kl. 07:43
Mjög góð grein. Ég er sammála hverju einasta orði
Jóhann Elíasson, 4.8.2015 kl. 10:18
Kraftur og karlmennska; akkurat það sem þjóðina vanhugar um. Er nú farin að skilja blúndukellingaskrif nafna míns! "Látum hendur standa út úr ermum og ekkert þras"....
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2015 kl. 16:51
Ja hérna, það er bara ekkert annað. Þetta er einhver óraunsæasta og mest bitur grein sem ég hef lesið frá ykkur afturhaldseggjunum. Vandamálið hjá ykkur er svo ljóslifandi. Þið neitið að horfast í augu við stórkostlegu vandamáli ykkar eigin lands, þess í stað hamist þið eins og rjúpa við staur, að setja út á önnur ríki, sem mynda viljug bandalag er heitir ESB. Þetta eru ríkin, sem haldið hafa uppi t.d. sjávarútvegi og öðrum útflutningi sem nemur 70-80% af útflutningstekjum íslendinga. Þegar þú getur sýnt fram á það, hvaðan þessar útflutningstekjur geti komið annar staðar frá, þá skal ég alla vega, opna augu og eyru, en þangað til grow up.
Jónas Ómar Snorrason, 4.8.2015 kl. 17:09
Þakka ykkur fyrir
Ég hugsa að það séu ESB-sinnar sem séu afturhaldsamasta samkunda sem til er. Þeir eru oftast, en þó ekki alltaf, ofstækismenn með rörsýn á tilveruna.
Við þurfum að ryðja úr vegi nokkrum goðsögnum um EES-samninginn þannig að vitrænar umræður um þetta mál geti farið fram.
Í fyrsta lagi
Við þurfum ekki á EES að halda til þess að geta selt vörur okkar erlendis. Ef EES-samningurinn yrði felldur úr gildi þá mun fyrri fríverslunar-samningur okkar við ESB sjálfkrafa taka gildi. Þetta kemur gagngert fram í EES-samningnum. Ísland mun því geta selt vörur sínar án tolla og annarra viðskiptahindrana eins og áður.
Samkvæmt WTO-reglunum getur ESB ekki lagt hærri tolla á Ísland en á önnur lönd utan Evrópusambandsins. Lausnin í hinu svo kallaða laxastríði, þar sem ESB var skikkað til að gefa sig samkvæmt fyrirmælum frá WTO, sýnir einmitt, óháð EES-samningnum, að ESB er skyldugt til að virða alþjóðlegar viðskiptareglur.
ESB hefur engan rétt til - eða hagsmuni af - að hefja viðskiptastríð við Ísland ef við skyldum segja EES-samningum upp. Stærsti hluti vöruútflutnings okkar til ESB eru hráefni- og hálfunnar vörur sem eru notaðar til frekari vinnslu í framleiðslugeira ESB-landa.
Það væri því beint óskynsamlegt af ESB að gera nokkuð sem helst til klúðra þessum gagnkvæmu viðskiptum.
Þjónustuviðskipti okkar myndu halda óbreytt áfram án EES-samningsins. Því sjá alþjóðlegar reglur GATS fyrir, sem er þjónustusamningshluti WTO-samninga.
GATS-samningurinn mun samtímis veita Íslandi enn stærra alþjóðlegt ráðarúm. Til dæmis gæti þá meirihluti Alþingis varðveitt einkarétt Póstsins á útburði bréfa án þess að komast í krambúlag við reglur EES. Hér er aðeins eitt smátt en þó mikilvægt dæmi á því sviði nefnt.
Í öðru lagi
EES-samningurinn tryggir ekki öryggi atvinnu. ESB-dómstólinn hefur hvað eftir annað úrskurðað að réttindi sem kjarasamningar veita launþegum í EES landi verða að víkja fyrir (útópískri) "frjálsri samkeppni" á hinum svo kallaða "innri markaði ESB" og reglum hans. Þetta er uppskriftin að "sósíal-dumping" sem við höfum séð mörg tilfelli af á síðustu árum.
Í þriðja lagi
EES-samningurinn er ekki forsendan fyrir samvinu um rannsóknir, vísindi og menntun. Samvinnan á milli Noregs/EFTA-landanna og ESB hófst mörgum árum áður en EES-samningurinn kom til skjalanna með vísan til Lúxemborg-yfirlýsingarinnar frá 1984. Noregur var - alveg utan við EES-samninginn - fullgildur aðili að til dæmis lyfja- og heilbrigðisrannsóknum, raunvísinda- og tæknirannsóknum (SCIENCE) og umhverfisrannsóknum (STEP). Á sviði menntamála tók Noregur þátt í mikilvægustu sviðum þess, COMETT (frá 1990) og ERASMUS (frá 1992) áður en EES-samningurinn kom til.
Ef við göngum út úr EES-samningnum mun veigamesti munurinn þar á eftir verða sá að við erum ekki skyldug til að taka þátt í allri samvinnu á sviði menntunar og rannsókna (nema kjarnorkurannsókna?). Við gætum því sniðið áherslurnar á þessu sviði að okkar eigin þörfum.
Samvinnuverkefni okkar við ESB í dag eru líklega tapsgefandi verkefni. Noregur greiddi til dæmis 9 miljarða norskar krónur í aðildargjald til rammaáætlunarinnar fyrir árin 2007-2013. Þegar Norðmenn skrifuðu þetta þá var það tímabil hálfnað og samkvæmt Rannsóknarnefnd Noregs höfðu Norðmenn aðeins fengið tvo miljarða af þessum níu til baka.
Að lokum
EES-samningurinn er ekki "næstum því" jafngildi ESB-aðilar. Tollabandalag og viðskiptastefna ESB gagnvart þriðja landi, fiskveiðimálin, þrír fasar myntbandalagsins (EMU) og evran eru aðeins nokkur af þeim málum sem liggja alveg utan EES-samninginn. Frá byrjun ársins 2000 og til loka ársins 2009 voru alls 3.119 ný ákvæði, lög- og réttarfarslegar viðbætur settar inn í EES-samninginn. Á sama tíma samþykkti og meðtók ESB 34.733 ný ákvæði, laga- og réttarfarslegar viðbætur og breytingar.
Einungis 8,9 prósent af nýjum ESB-lögum og reglum var sem sagt bætt inn í EES-samninginn. Hann er því minna en 10 prósent af fullri ESB aðild.
Sjá: Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2015 kl. 17:55
Þess utan væri, ef sterkur vilji er fyrir hendi, hægt að endurreisa hér hóflegan en sérhannaðan alþjóðlegan hluta af fjármálakerfi, sem nyti góðs af að búa og starfa í þekktu lýðræðislandi. Í landi sem lært hefur af biturri reynslu hversu ömurlegt það er að vera lítil eining af geðbilaðri heild þess versta sem veröldin hefur séð síðan 1930.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2015 kl. 18:12
Þetta er allt frábært hjá þér.Vegna fyrirsagnarinnar að aftengja Ísland við svarthol ESB.Væri það ráðherra utanríkis,sem ætti að láta hendur standa framúr ermum og ljúka því.
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2015 kl. 21:28
Þakka þér Helga.
Þetta er pólitískt mál - eða réttara sagt; pólitískt-strategískt mál. Svo fínt væri að taka það upp sem fyrst áður en Ísland sekkur enn dýpra með ESB-grjótinu niður á steinöld.
Þetta varðar í fyrsta lagi utanríkismál og allan þjóðarhag, en dýptin í málinu er þó í síðasta enda spurningin um frelsis-, fullveldis-, og sjálfstæðismál Íslands til frambúðar.
EES var röng stefna að taka. Þetta þarf að leiðrétta og læra af mistökunum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2015 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.