Leita í fréttum mbl.is

Notkunar kjarnorkuvopnsins 1945 og Japans minnst

Þetta var náttúrlega allt slæmt. Engar góðar lausnir voru til. En hugsið aðeins um eftirfarandi:

Stríðsglæpir Japana, metnir í mannslífum, eru taldir liggja á bilinu 10-15 milljón myrtir óbreyttir borgarar í þessari styrjöld. Sem sagt 10-15 milljón óbreyttir borgarar myrtir af Japönum

Hefðu Bandaríkjamenn ekki notað það sem þeir höfðu þarna í ágúst 1945, þá átti innrás þeirra inn á meginland Japans að hefjast í nóvember. Barist hefði verið um hvern fermetra af landi og Japönskum stjórnvöldum stóð fullkomlega á sama um þjóð sína. Henni hefðu þau fórnað til síðasta manns. Uppgjöf kom aldrei til greina. Það var sá hryllingur sem blasti við

Í þeirri innrás sem stóð fyrir dyrum í nóvember 1945, áttu Sovétríkin einnig að spila stórt hlutverk. Eftir stríðið hefði því stór hluti Japans endað í Gúlagi Sovétríkjanna og engin endurreisn Japans hefði getað orðið, nema í þeim hluta þess sem Bandaríkjamenn hefðu hernumið. Japan hefði orðið tvískipt eftir styrjöldina. Sá kommúnistahorror stóð Bandaríkjamönnum ljóslifandi fyrir sjónum, vegna reynslu þeirra á meginlandi Evrópu. Þið munið hvað varð um "pólska vandamálið". Að minnsta kosti muna Pólverjar, enn þann dag í dag, ákaflega vel eftir því

Þeir sem hefðu viljað vera sá forseti Bandaríkjanna sem neitað hefði að nota þau vopn sem til voru til að binda enda á styrjöldina, já þeir ættu að rétta upp hönd, svo þeir geti mætt sem hinn ákærði í réttarsalinn, þegar bandarískur almenningur krefst skýringa á því af hverju hundurðum þúsunda bandarískra mannslífa var fórnað undir innrás, þegar hægt hefði verið að nota þau vopn sem til voru. Það svar hefði bandarískur almenningur átt fullan rétt á að fá

Manhattan-verkefnið (the Manhattan Project) er enn þann dag í dag stærsta, erfiðasta og viðamesta verkefni mannkynssögunnar. Að búa til þessar kjarnorkusprengjur var eitthvað sem menn vissu ekki hvort að tækist. Unnið var upp á líf og dauða við það dag og nótt í mörg ár og kostnaðurinn var gerræðislegur. Ekkert, ekkert var til sparað. Fyrst og fremst af brjálæðislegum ótta við að óvinurinn yrði fyrri til - og svo í þeirri von að þetta vopn gæti sparað mannslíf og bundið enda á hryllinginn sem stjórnvöld á meginlandi Evrópu og Japans höfðu sett í gang. Sem og vopnið gerði

Allt var lagt á sig til að vernda líf bandarískra borgara. Allt. Það var frumskylda hinnar kjörnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Ekkert annað vopn hefur alla tíð síðan sparað mannkyninu eins miklar blóðsúthellingar í gjörvallri sögu þess

En borgarar Japans áttu um sárt að binda. Þeir munu lengi syrgja sína og það með réttu

Frumskylda hverrar kjörinnar ríkisstjórnar er að vernda líf, limi og eigur borgaranna

Fyrri færsla

Aftengja þarf Ísland við svartholið ESB

 


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áður en sprengjunum var varpað voru Japanir byrjaðir á samningaumleitunum sem Bandamenn höfðu ekki áhuga á. Búið var að eyða að mestu skipa- og flugvélaflota landsins og leggja helming allrar borgarbyggðar landsins í rúst. 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2015 kl. 12:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Yfirvöld Japans voru vöruð við þessum ragnarökum og gefinn kostur á að gefast upp Ómar. Stjórnvöld hundsuðu þær.

Engir samningar komu til greina við Japani né Þjóðverja, eins og þú veist. Aðeins skilyrðislaus uppgjöf á hinu brjálæðislega framferði þeirra kom til greina.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2015 kl. 12:57

3 identicon

"Engir samningar komu til greina við Japani né Þjóðverja, eins og þú veist."

Jæja, Bandaríkjamenn enduðu nú samt á því að samþykkja sömu uppgjafarsamninga við Japan eftir H&N og Japanir höfðu boðið þeim nokkrum mánuðum áður:

"This memo showed that the Japanese were offering surrender terms virtually identical to the ones ultimately accepted by the Americans at the formal surrender ceremony on September 2 -- that is, complete surrender of everything but the person of the Emperor."

Þannig, Gunnar, þú vilt meina að það hafi verið nauðsynlegt að varpa sprengjunum á saklausa borgara í Japan til að refsa þeim áður en kæmi til uppgjafarsamninga?

"General Douglas MacArthur, Commander of US Army forces in the Pacific, stated on numerous occasions before his death that the atomic bomb was completely unnecessary from a military point of view: "My staff was unanimous in believing that Japan was on the point of collapse and surrender."

http://www.ihr.org/jhr/v16/v16n3p-4_Weber.html

Diddi (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 19:12

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Diddi

Það voru ekki Bandaríkjamenn sem samþykktu neina friðarskilmála. Það voru Japanir sem gerðu það. Þeir gáfust upp. Það er regin munur á uppgjafarsamningum og hins vegar samningum þar sem menn þreifa sig áfram með hvað þeir geta komist upp með undir þannig samningaferli og samhliða átökum og milligöngu þriðja aðila, þ.e. málamiðlun. Uppgjöf er uppgjöf. Hún  er ekki málamiðlun.

Uppgjöf Japana var grundvöllur þess að Bandaríkjamenn gátu byggt Japan upp eftir styrjöldina. Uppgjöfin tryggi að styrjöldin dróst ekki svo á langinn að til innrásarinnar þyrfti að koma. Hún tryggði eining að borgarar Japans öðluðust frelsi undan oki stríðs-æðis-menningar japanskra yfirvalda.

Bandaríkin réðu gersamlega yfir Japan í krafti ofureflis og uppgjafar. Þeir leyfðu keisaranum að lifa, af tillitssemi við þjóðina í ólýsanlegum sárum, þrátt fyrir það að hann að var alltaf efstur á blaði yfir stríðsglæpamenn japanskra yfirvalda og hefði með allri sanngirni átt að hengjast og týna lífinu.

Alger yfirráð Bandaríkjamanna undir algerri uppgjöf japanskra stjórnvalda gerði það að verkum að Bandaríkjamenn komu upp stjórnarskrá þar sem til dæmis konur komust í fyrsta skiptið á blað sögunnar í þessu landi sem lifandi verur með réttindi og þær og þjóðin öll var látin kjósa um þessa stjórnarskrá undir massífum mótmælum þeirra sem réðu yfir hinum réttindalausu.

Það að Japanir höfðu óvisss, hikandi og óljós samskipti við Rússa í þeim tilgangi að fá þá til að miðla málum rétt áður en til kjarnorkuvopnanna var gripið, og sem ekki var með vissu vitað að myndu yfirhöfuð virka, geta menn spáð í til endiloka alheimsins, um hvernig hefði farið hefði, hefði  sú leið verið valin á meðan bandarískir hermenn misstu lífið í hrikalegum átökum við það glæpagengi sem réði yfir japönskum borgurum eins og að þeir væru eiknaeigin þeirra. Þannig eru "Imperial-States með Imperial intentions".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2015 kl. 20:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar sprengjunum var varpað hafði Truman forseti vitað um væntanlega tilvist þeirra í fjóra mánuði.

Roosevelt forseti dó skyndilega þann 12. apríl 1945. Sama dag tók Truman varaforseti við. Leyndin sem hvíldi yfir Manhattan-verkefninu var slík að jafnvel Truman sem varaforseti landsins vissi ekki að það væri til. Það tók marga daga að setja hann inn í málið frá og með 12. apríl 1945.

Það féll svo í hlut Trumans að taka ákvörðun um notkun þeirra eða ekki og Bandamenn voru sammála um þá ákvörðun.

Það féll einnig í hlut Trumans nokkrum árum síðar að taka ákvörðun um hvort nota ætti kjarnorkuvopn á móti 500.000 rauðum Kínverjum sem gengu skyndilega til liðs við norðurkóreanska herinn í Kóreustyrjöldinni.

Douglas MacArthur krafðist þá að fá að nota þau gegn þessum skyndilega stóraukna liðsafla sem sótti að herafla Sameinuðu þjóðanna í þeirri styrjöld, sem Bandaríkjamenn báru hitann og þungann af.

Honum var af Truman forseta neitað um notkun þeirra. Og Douglas MacArthur var af hinum sama Truman sendur heim og leystur frá herstjórn þeirrar styrjaldar.

Douglas MacArthur sem í kjölfar uppgjafar Japana stóð á staðnum fyrir endurreisn landsins, hafði vissulega rétt fyrir sér að kjarnorkusprengjurnar væru "óþarfar", því með nýjum flugstöðvum nær meginlandi Japans hefðu hinar nýju hefðbundnu og afkastamiklu sprengjuflugvélar getað haldið áfram að sprengja allt landið hefðbundið aftur á steinöld eða þar til að allir sem skiptu máli væru drepnir innan um lík miljóna óbreyttra borgara.

En það var ekki það sem bandarísk yfirvöld óskuðu eftir. Þau vildu binda enda á styrjöld Japans við Bandaríkin og Bandamenn eins hratt og eyðileggingalaust og mögulegt væri. Kalla fram uppgjöf í ljósi nýrra staðreynda. Og umfram allt að koma í veg fyrir að líf bandarískra hermanna væru af ástæðulausu og ófyrirgefanlega notuð sem siðferðisleg skiptimynt.

Douglas MacArthur var herforingi. Harry Truman var þjóðkjörinn forseti, æðsti yfirmaður hersins og ábyrgur gagnvart bandarísku þjóðinni. Þar er mikill munur á.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2015 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband