Leita í fréttum mbl.is

Hrætt við endurkomu kommúnisma og Marxisma

Segjum nú svo að ég sé venjulegur almennur rússneskur borgari. Það sem ég myndi óttast mest í samskiptum lands mín við Vestur-Evrópu, sem nú heitir Evrópusambandið, er nýr og endurtekinn kommúnismi og Marxismi þaðan

Þessar óværur komu til lands míns frá aðalstöðvum Hegels á meginlandinu og plöntuðu sér niður í móðurjörð mína Rússland, sem versta manngerða plága veraldarsögunnar. Ég myndi óttast að nýju sovétríki yrði smyglað inn í land mitt frá meginlandi Evrópu eins og síðast. Ég myndi sem sagt óttast Evrópusambandið alveg hroðalega mikið, því þar eru aðalstöðvar Hegels og því sem næst sovésk nomenklatura. Já, ókjörin ESB-sovésk nomenklatura við völd

Svo myndi ég segja að óþverrinn Marxísk-menningarbylting hefur þegar náð að festa rætur á Vesturlöndum. Versta dæmið í nánasta umhverfi mínu um Marxískt menningar-byltingarland er Svíþjóð, sem er að verða orðið er Marxískt menningarferlegt alræðisland

Svo myndi ég segja: Vesturlönd skilja land mitt og þjóð alls ekki. Bara alls ekki

Fyrri færsla

Kista full af stolnum þjóðargersemum 

Tengt

Ísland: leshringur um Marx-Lenínisma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við þetta má svo bæta, að sem venjulegur almennur rússneskur borgari, myndi mér líklega finnast að þeir 20 milljón Rússar sem brottfluttir voru nauðungarflutningum af glæpagengisveldi kommúnista og Marxista Sovétríkjanna, þyrftu að fá að koma heim til síns heima í Rússlandi aftur.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.8.2014 kl. 23:42

2 Smámynd: Elle_

Ekki skrýtið ef Rússar óttast Vestur-Evrópu.  Evrópa er stríðsálfa.  Skil ekki alveg, miðað við yfirgang Evrópu, þetta vonda-Rússland-tal í landinu. 

Elle_, 6.8.2014 kl. 00:49

3 identicon

Sammála þessu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband