Leita í fréttum mbl.is

Skrúfað fyrir vatnið

Greinin í Morgunblaðinu sem þessi bloggfærsla er tengd, er því miður of grunnhyggin. Málið er dýpra og flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það með tilvísan í "þjóðrembu"

Nú berast fréttir af því að yfirvöld í Úkraínu hafi skrúfað fyrir 70 til 80 af hverjum 100 lítrum af neysluvatni sem neytt er á Krím. Hver gerir svona nema fyrirfram brjálaðir menn? Þetta sem átti að vera "eitt og sama fólkið", að þeirra sögn. Þetta er forherðing og stigmögnun; e. escalation

Hrun Sovétríkjanna var eitt, en afleiðingar þess í nútímanum fyrir Rússland, eru allt annað. Rússland mun óhjákvæmilega leitast við að gera við og rétta út gömlu stuðara landsins (buffer-zones), sem taka eiga höggin er koma mættu frá útlandinu. Þessi stuðari er eldra fyrirbæri en hin sálugu Sovétríki - og er ekki nátengdari þjóðrembu en landamæri og landfræðilegir stuðarar annarra ríkja eru, og í þetta skiptið, ekki nærri náttengd hinni fölskvalausu evrópumennisrembu Evrópusambandsins

Aldrei hefur leiðin fyrir brjálaða menn á leið til Moskvu verið eins stutt frá útlöndum og hún er nú. Það eitt hefði fyrir langa löngu átt að hringja öllum viðvörunarbjöllum hjá valdhöfum í Vestur-Evrópu. En þar er bara steinsofið í tímanum og hver minnsti vottur af umhugsun er samstundis seldur á útsölum fyrir ekki neitt

Hefst nú löng og ströng gönguferð Evrópu á heimagerðum jarðsprengjum

Fyrri færsla

"Overblown"

Tengt


mbl.is Á baki þjóðrembudýrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég held að þessi aðgerð að skrúfa fyrir vatnið á saklausan almenning sem lið í valdabaráttu sé ólögleg aðgerð samkvæmt öllum alþjóða friðar skilmálum. Eitt er víst að ef Rússar hefðu vogað sér að gera slíkt hið sama hefðu ákveðin rétttrúnaðaröfl farið af límingunum af vandlætingu.

Gunnlaugur I., 27.4.2014 kl. 21:58

2 identicon

Sæll Gunnar

Þessi umboðslausa ríkisstjórn Úkraínu situr EKKI í umboði lýðræðiskjörinna þingmanna Viktors Yushchenko, því að allir þeir þingmenn hans Viktors voru reknir í burtu ásamt honum Viktor forseta landisns. Það kann að vera að mönnum finnst þetta ekkert alvarlegt eða svona ólögleg valdabreyting (Coup d'etat) á lýðræðiskjörinni Ríkisstjórn landsins, þegar að Bandarísk stjórnvöld hafa núna borgað meira en 5. milljarða til þess eins að koma lýðræðiskjörnum stjórnvöldum Úkraæinu frá. Ofan á allt þegar vitað er til þess að Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt skipulögðu og settu saman alla þessa umboðslausu ríkisstjórn Úkraínu sem er við völd í dag. En þetta er eins og annað sem að ekki má neitt tala um í vestrænum fjölmiðlum, því það á reyna gera Pútin að Hitler og/eða reyna láta sem að Pútin sé að reyna ná yfir öll lönd fyrrum Sovétríkjanna eða sé haldinn einhverri furðulegri þjóðrembu með öðru eins bulli og finna má núna í MBL. Það er greinilegt að Pútin má alls ekki verja rússneskuættað- og rússneskumælandi fólk þarna, því að allt svoleiðis geta vestrænir fjölmiðlar alls ekki skilið eða vilja alls ekki skilja í öllum þessum áróðri þeirra gegn öllum Rússum og Rússlandi.

Það tókst vel til hjá vestrænum áróðursfjölmiðlum með að passa upp á að minnast EKKI á þá staðreynd, að stjórnvöld á Krímskaga hafi gefið út fyrirskipun um að Úkraínski her þessarar líka umboðslausu ríkisstjórnar skyldi fara af Krímskaga strax, þar sem að stjórnvöld á Krímskaga vildu ekki viðurkenna þessa umboðlausu ríkisstjórn Kænugarðs. Vestrænir fjölmölmiðlar og reyndu að láta sem að íbúar Krímskaga bæri að fara eftir þessum líka umboðslausu stjórnvöldum í Kænugarði, eða rétt eins og stjórnvöld á Krímskaga væru og hafi aldrei verið til þarna.

Það eina sem vestrænir fjölmiðlar hafa núna viðurkennt var reyndar frá N.Y. Times, þar sem það var viðurkennt í blaðinu sjálfu, að blaðamenn NY: Times hafi notað lygar og skáldað upp fréttir með myndum frá allt öðrum atburðum í öllum áróðrinum gegn aðgerðarsinnum austurhlutans og reynda gegn Rússum.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 23:50

3 identicon

Ég get ekki séð betur en að Rússophobia sé komin til að vera í Morgunblaðinu, svona sérstaklega gegn Rússum, og til þess eins þá að reyna sleikja sér upp við Bandarísk stjórnvöld og NATO, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 00:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Já Gunnlaugur, við skulum vona að þetta með neysluvatnið fái ekki lengi staðist, því það myndi kalla á mótaðgerðir.

Þorsteinn: Ég held alls ekki að neitt slíkt sem þú nefnir sé í gerjun á Morgunblaðinu. Fréttamenn Morgunblaðsins hafa sem betur frelsi til að birta þar greinar sem öllum er frjálst að gagnrýna og vera ósammála. Þannig vex blaðinu ásmegin.

Vel að merkja þá hafa ritstjórnargreinar Morgunblaðsins um þetta málefni verið eitt það besta sem ég hérlendis hef séð á prenti um þetta mál.

Kveðjur  

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2014 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband