Leita í fréttum mbl.is

Austurvöllur orðinn Wall Street sósíalista og stjórnleysingja?

Flestir misskilja hlutverk Wall Street. Eina hlutverk Wall Street er að bjóða fram þjónustu sína; þ.e.a.s kaup- og söluþjónustu, afgreiðsluþjónustu

En sumir veraldlegir eru svo illa að sér að þeir halda að Wall Steet hafi á sínum höndum einhvers konar ráðgjafahlutverk um hvenær hvað sé keypt og hvað sé selt. Þeir sem halda að svo sé eru sannir afglapar. Enginn er eins ömurlega illa fær til ráðgjafar um kaup og sölur eins og Wall Street er

Kæri þjóðkjörni stjórnmálamaður: hlustar þú á ráðgjöf Wall Street? Ert þú seldur? Ert þú keyptur? Mikið meira get ég varla mælt í bili vegna ógurlegrar reiði, því svo hörmulega er mér misboðið

Ríki —og alveg sérstaklega smá ríki— þola ekki að opinber skömm brjótist til valda undir áföllum og taki sér stöðu við hásæti æðstu lýðræðisstofnunar landsins, til þess eins að fremja þar þá opinberu skömm sem umsókn Lýðveldisins inn í Evrópusambandið er. Hún er ekkert annað en opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta verður að afmá. AF-MÁ!

Þeir sem fara fram á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stolinni bifreið Lýðveldisins sé áfram nauðugri ekið til Brussel af próflausum þjófum, hafa engan skilning á því að þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt

Þeir höfðu ekkert umboð frá kjósendum til að senda þessa ESB-umsókn af stað í upphafi. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá

Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann

ESB-umsóknin: Þá opinberu skömm verður að afmá af Lýðveldinu

Fyrri færsla

Þýskaland sparar sig og evruþrælabúðir sínar í hel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vildi að þú værir á þingi.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2014 kl. 00:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í ályktun þeirri sem sett var fram 2009 gefur alþingi ríkistjorninni umboð (að skipun ríkistjornar) til þess að Hefja viðræður við evrópusambandið. Þannig er það orðað. Ekkert um samninga né aðlögun. Þessu var komið til leiðar með að kalla flanið Könnunarviðræður. Önnur og réttari hugtök voru ekki höfð um þetta fyrr en eftirá. Umboðið er því einskis virði í ljosi þess sem síðar kemur í ljós og ferlið eitt allsherjar stjórnarskrárbrot.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 02:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson


Já, málið allt er gróf brot á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar hljóða þannig (feitletrun jvj):

  •  16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
  •  Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
  •  17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
  •  18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
  •  19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Af þessu og eðli alls ESB-málsins (þ.e. umsókn hluta alþingismanna 2009 um upptöku landsins í ríkjabandalag, stórveldi sem gerir m.a. kröfu til æðstu og ráðandi löggjafarréttinda) er augljóst, að þingsályktunartillöguna um ESB-umsóknina átti skv. 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins að bera undir forseta Íslands og leita undirskriftar hans undir það skjal

Það var ekki gert. Hvers vegna var það ekki, gert, Árni Páll Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson? Var vísvitandi ákveðið að fara fram hjá lögformlegum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar þar um?

Nú hefur Árni Páll Árnason verið fomaður Samfylkingarinnar í hátt í ár, og það er afar athyglisvert, hvernigbauð upp á augljósa gagnrýni á eigin verk og flokksins alls, þegar hann æddi fram í Fréttablaðinu 20. ágúst sl., í einni spurningu sinni til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þessari:

Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár?

Greinlega sér Árni Páll, að "aðildarviðræður (sic) við Evrópusambandið" eru "mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár". Og samkvæmt því BAR honum og öðrum ráðherrum vinstri stjórnarinnar árið 2009 að fara að ákvæðum 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrárinnar um að bera þetta mál undir forseta Íslands.

Það var EKKI gert, heldur voru fyrirmæli stjórnarskrárinnar ekki aðeins sniðgengin, heldur á þeim troðið á skítugum skónum. Össur raun út til Svíþjóðar, hamslaus af gleði, til að afhenda "umsókn Íslands", eins og þau voguðu sér að kalla þetta (en felldu harðsvíruð tillögur um að bera hana undir þjóðina), og honum nægði ekki minna en að afhenda hana tvisvar á meginlandinu, þótt ofgott væri honum að leggja hana einu sinni fyrir forseta Íslands til að veita þessari stjórnarathöfn gildi (skv. 19. gr.). En án þess gildis er hún sem sé enn í dag!

Gerir formaður Samfylkingarinnar sér ekki grein fyrir því, að málið allt var þaðan í frá ein lögleysa? Og þarf ekki að gera Brusselmönnum grein fyrir því, að þetta var svo sannarlega "bjölluat" einbert og ekkert að marka þessa umsókn, sem aldrei naut hvort eð var stuðnings þjóðarinnar?


Jón Valur Jensson, 3.3.2014 kl. 09:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur raun út til ----> Össur rauk út til

hvernigbauð upp á augljósa gagnrýni ---> hvernig hann bauð upp á augljósa gagnrýni

Jón Valur Jensson, 3.3.2014 kl. 09:59

5 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

það er verið að eyða tíma og fjármunum, bæði okkar ráðamanna og í Brussel. Fólk ætti frekar að beina mótmælum sínum að þessu skemmdarverki sem er víst í uppsiglingu

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/03/nybygging_skyggir_a_sjonlinuna//?fb_action_ids=10152256201066683&fb_action_types=og.recommends&fb_source=other_multiline&action_object_map=%5B602715569812585%5D&action_type_map=%5B%22og.recommends%22%5D&action_ref_map=%5B%5D

Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 20:05

6 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

sé að linkurinn er ekki góður...crap :(

Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 20:06

7 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/03/nybygging_skyggir_a_sjonlinuna/ tók hinn gegnum Facebook, þessi er betri :)

Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 20:07

8 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

sorry Gunnar, las ekki einu sinni færsluna þína, er bara svo hrikalega brjáluð yfir þessu.

Kveðja á ykkur í sveitinni :)

Anna

Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 20:10

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig er það annars,  eru vinstri menn í megin atriðum stikkfrí frá lögum?  Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var á stundum bent á að lög og þar með stjórnarskrá væru brotinn.  Enn ekkert gerðist. 

Er það tilfellið að ásakannir á Jóhönnu og suma náinna samstarfs menn hennar hafi bara verið bull, eða eru dómstólar á Íslandi svo ómerkilegir að menn þori ekki að beita þeim?í

Við almennir borgarar fáum sekkt fyrir að gleyma að setja á okkur öryggisbeltin.   

   

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2014 kl. 21:33

10 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Já, íslendingar virðast vera skíthræddir við sinn eigin skugga....eða peningavaldið, eða einhvern fjárann, ekki veit ég, þyrfti að taka stórann slatta af þessu liði og kjöldraga það.

Frekar en að standa í lappirnar saman og koma skikk á hlutina þá á að hlaupa vælandi til Brussel svo mafían þar komi og kyssi á bágtið....og þá verða öll dýrin í skóginum vinir....svei attann.

Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband