Leita í fréttum mbl.is

Sjáðu Davíð! Þarna helltum við öli þjóðarinnar niður: í Samfylkinguna!

Það var þá ekki ég sem var geðbilaður, eftir allt.
 
Endurflutt: svartholsviðtal DDRÚV við fjármálaráðherrann var fyrir neðan allar hellur þann 6. október 2010.

Fjármálaráðherrann er nýbúinn að flytja stefnuræðu og leggja þar fram framvirkt hrunfrumvarp (fjárlagafrumvarpið). Þar sker ríki fjármálaráðherrans hyldjúpt niður í stað þess að sýna Davíð (örugglega Oddssyni) hvar hann keypti ölið. Hér bauðst fjármálaráðherranum kærkomið tækifæri til að sýna okkur fram á það sem yfir höfuð getur réttlætt hið stóra og máttuga ríki eftirstríðsára Keynes, - ríkis sem nú læsir klóm sínum í allt að helming þjóðarköku þegnana, og jafnvel meira. Fyrir 80 árum þóttust ríkisstjórnir vesturlanda heppnar ef þær gátu kreist fimm prósent af þjóðarkökunni út úr höndum þegnanna. Nú sitja þær margar með miklu stærri hlut þjóðarkökunnar en knúði styrjaldarhagkerfi Winston Churchill's til sigurs í seinni heimsstyrjöld Evrópu Össurar. 

Hér hefði verið hægt að koma og segja: sjáið nú vinir mínir, þetta er okkar styrkur núna. Við látum ríkið okkar máttuga sækja fastar á gjöful miðin í þessum stórsjó, því við þessar aðstæður þorir einkaframtakið ekki að fjárfesta og sækja fast á miðin. Þar ríkir svo mikil óvissa núna. Einkafjármagnið er nefnilega ennþá í hræðslukasti eftir síðasta brotsjó. Við ætlum því að búa til öruggan stað þar sem hið risastóra fjármagn einkaframtaksins getur með ró í sinn parkerað peningum sínum í fárviðri. Við sýnum hér í verki styrk þess að hafa stóran opinberan geira sem krefst svona mikillar skattheimtu. Því búum við hér með til öruggt bílastæði fyrir peninga einkageirans í þágu þjóðarinnar allrar. Þar getur það fengið lága en örugga ávöxtun við erfiðar aðstæður í kjölfar fjármálakreppu veraldar. Svona virkjum við auðæfi samfélagsins. Komið því og fjárfestið í verkefnum okkar, kæru vinir. Svona vinnum við okkur út úr þessu. Við vöxum út úr vandanum. Við kýlum á þetta. Svo mun ríkið draga sig til hlés þegar einkafjármagnið er fært um að axla þetta forystuhlutverk á ný.

Í stað alls þessa velur fjármálaráðherrann að lúberja þjóðina og senda skilvirk flóttamerki til einkafjármagnsins (sem nóg er til af).
 
En nei
 
Steingrímur byrjar á því að ávarpa þjóðina með þessum orðum; "Ég ætla að tala um ástandið á Íslandi í dag en ekki um stjórnarandstöðuna." What?

Hvað var það sem fékk fjármálaráðherrann til að skipta um skoðun í þetta fimm hundraðasta skipti á 20 mánuðum? Voru það átta þúsund mótmælendur fyrir utan þinghúsið? Ef þeir hefðu ekki verið þarna, hefðum við þá þurft að hlusta á Steingrím J. Sigfússon tala um stjórnarandstöðuna í tíu þúsundasta skiptið á 20 mánuðum? Já það getum við verið alveg viss um, því flestir kraftar þessa manns hafa farið í það að rústa til langframa því samfélagi sem stjórnarandstaðan byggði upp. Fjárlagafrumvarpið er framlag hans til þeirra mála. Og svo er það Icesave. Og ESB.

Samsæri við djöfulinn? Hin leynda dagskrá. 

Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar. En sú hugsun hefur ekki getað annað en læðst að mér að hjá ríkisstjórninni á Íslandi sé í gangi einskonar samsæri djöfulsins. Samsærið felst í því að á milli fjármálaráðherrans og utanríkisráðherrans sé í gangi staðfastur gagnkvæmur vilji um að koma ríkisfjármálum Íslands endanlega fyrir kattarnef og þar með samfélaginu öllu, svo inn á sviðið geti utanríkisráðherrann stigið sem töframaður með Evrópusambandið í pokahorninu. Þegar Íslendingar verði loksins orðnir svo vonlitlir, vonsviknir, illa farnir og fláðir, að þá muni þeir hrifsa til sín hinn eitraða poka utanríkisráðherrans og éta með græðgi úr honum maðkað músakorn Evrópusambandsins. Þetta er eina leiðin til að kýla ESB ofaní þjóðina. En mikið er reynt í þá veru - og í fullkomnu umboðsleysi kjósenda. Með ofbeldi!

Við vitum að það var ekkert að marka það sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fyrir kosningar. Þar laug hann með mikilli virkni upp í opið geðið á hræddri þjóð og fór létt með það. Þetta kom honum inn í ríkisstjórn eftir 20 ára höfnun kjósenda. Svo gekk hann í heilagt hjónaband með Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, sem er hagsmunagæslu líkami ríkisstjórna Evrópu frá upphafi. 

Nú kvartar hann skyndilega yfir því að vaxtakostnaður ríkisins sé svo mikill að það verði að binda járnbenta skattasteypuklossa um háls launþega, rústa landsbyggðinni og gera sparnað gamla fólksins upptækann. Þá spyr ég: hvernig ætti þá þjóðin að þola Icesave álögur Steingríms? Hvernig? Þetta sem Steingrímur kynnir þjóðinni núna er eins og 38 gráðu heitt sturtubað miðað við alkul Icesave klyfjanna sem hann svo innilega langar að koma yfir á herðar almennings. Hvað á maður að segja? Leyfist mér að spyrja hvort maðurinn sé nokkuð geðbilaður? Eða er það ég sem er geðbilaður? Heiladauður? Á meðan niðurskurður Steingríms ógleður almenning þá fossa peningar okkar úr ríkissjóði þjóðarinnar í Evrópusambandsmálið. Þetta er því nú þegar orðið að helför í 100% umboðsleysi þjóðarinnar. Í lygavef ríkisstjórnarinnar - í aðlögunarferlinu - Össurar og Steingríms.  

Ég er hræddur. Ég er innilega hræddur um að hér séu afar ill öfl að verki. Heiðarleiki er ekki það sem Steingrímur J. Sigfússon er þekktur fyrir núna. Hann er orðinn þekktur sem ofstopamaður og kosningasvikari. Mér dettur aðeins Lenín í hug í þessu sambandi. En hann var sannarlega geðbilaður. Það vita menn núna.  
 
Hvað hefur Steingrímur yfir höfuð með ríkissjóð Íslendinga að gera? Þjóðin býr til þennan sjóð með vinnu sinni. Það er fólkið í landinu sem sem býr til greiðslugetu og lánstraust ríkissjóðs. En Steingrímur virkjar sjóðinn helst ekki í þágu samfélags Íslendinga. En hann vill ólmur virkja hann í þágu annarra. Og mest í þágu Evrópusambandsins og handlangara þess. Hann hefur hér einungis sýnt Davíð hvar hann hellti ölinu niður. Því mótmælir fólkið svona kröftuglega. Fólkið vill ekki láta hella sér niður. 

Sjálfur er ég að verða sannfærður um að ríkisstjórnin ætlar með okkur til helvítis. Hún er staðfastlega að rústa samfélagi Íslendinga. Ef ég ætti peninga til fjárfestinga myndi ég ekki fjárfesta einni krónu á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að allir séu ekki eins skelfingu lostnir og ég. En staðföst sundrungarstefna ríkisstjórnarinnar er að kljúfa þjóðina í herðar niður, skapa öngþveiti og örvæntingu. Þessu þurftum við ekki á að halda eftir öll áföllin.

Á meðan; - hins djúpa hafs eystri Atlantsála

Eins og þýski blaðamaðurinn sagði við írska hagfræðinginn David McWilliams hér: "auðvitað spyr ég þig ekki um stjórnmálaástandið á Írlandi, því það er ekkert að spyrja um. Við í Þýskalandi eigum ykkur núna, þið getið ekkert gert. Ekkert. Það skiptir því engu máli hver er við völdin á Írlandi. Þið eru á okkar dópi: evrumElite is preparing to sell country down the river.
 
Er David McWillimas líka geðbilaður? Hann sagði: Förum íslensku leið Geirs H. Haarde 
 
Hér er líka enn hægt að lesa: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands; eftir Derek Scott - og "efnahagsvandi evrunnar"? ha ha ha

Tengt
 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef verið sannfærður umþað nokkuð lengi að það er meðvitað verið að ganga frá efnahgnum og eyðileggja myntina okkar til þess að...tjah styrkja samningstöðu ESB gagnvart okkur en ekki öfugt og líka til þess að raungera allar hrakspárnar og hræðsluáróðurinn. Menn komst fljótlega að því þegar farið verður í bókhaldið og hið massíva gagnsæi kommanna gert gegnumrynanlegt. Þetta verður eins og að komast í skjalasafn ráðstjórnarrikjanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2013 kl. 03:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þarf að kenna fólki muninn á trúnaði og leynd og upplýsa alla um að það er sami hluturinn í höndum ráðamanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2013 kl. 03:06

3 identicon

Já, það virðist svo sannarlega koma betur og betur í ljós að efasemdarfólkið hafði rétt fyrir sér allan tímann varðandi þessa svokölluðu ríkisstjórn. Það tók lengri tíma fyrir mig að fatta þetta sem þú fattaðir síðla árs 2010 en mikil var reiðin mín þegar það loks gerðist. Hugsaði ég einnig með sjálfum mér á þeim tímapunkti hvort ég væri orðinn eitthvað sjúkur, hvort ég væri að festa mig í of flóknum samsæriskenningum því ég gat hreinlega ekki trúað að ríkisstjórnin manns gæti sýnt slíka vonsku og slíkt hatur í garð samlanda sinna.

Flowell (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 03:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ansi kunnuglegur þessi spuni sem kominn er í loftið. Minnir á efni síðustu greinar þinnar. Viðmælendurnir að sjálfsögðu handvaldir til að fá rétta greiningu:

http://visir.is/reuters--haetta-a-einangrun-islands-fostu-i-gjaldeyrishoftum/article/2013130439984

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2013 kl. 08:47

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Hef hér með nóterað þetta hjá mér Jón Steinar, takk

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2013 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband