Leita í fréttum mbl.is

100 prósent atvinnuleysi á stóru hernumdu evrusvæði

Taki maður þær 19,2 milljónir íbúa 17 evrulanda sem eru atvinnulausir. Og hugsi síðan um þá óhugnanlegu tölu í samhengi við mannfjölda þeirra landa sem búa á hernámsvæði evrunnar, þá er niðurstaðan þessi:

Í eftirtöldum ríkjum eru 19,6 milljónir manns á vinnualdri. Umreiknað þýðir þetta þá að allir íbúar á vinnualdri í þessum löndum búa við 100 prósent atvinnuleysi

  1. Malta
  2. Lúxemborg
  3. Kýpur
  4. Eistland
  5. Slóvenía
  6. Írland
  7. Finnland
  8. Slóvakía
  9. Austurríki

Þessi lönd eru öll á hernámssvæði evrunnar

Mín spurning er sú hvort einhver hafi hugsað út í afleiðingar hins 30 ára langtímaatvinnuleysis næstum allra landa Evrópusambandsins, þar sem nú búa alls 26,5 milljónir manns við ESB-atvinnuleysi

Bankakerfi evrulanda virka ekki því þau búa á hernumdu hættusvæði evrunnar. Atvinna getur ekki skapast. Og fjárfestingar hrynja. Bókstaflega hrynja. Framlag fjárfestinga til mögulegs hagvaxtar á evrusvæðinu er neikvætt og hefur verið neikvætt á 11 af síðustu 16 ársfjórðungum. Og fjárfestingahlutfall fyrirtækja á evrusvæðinu hefur hrunið: bókstaflega hrunið, allar götur margra ESB-ríkja frá 1980

Þróun heildarfjárfestinga frá 1980 og til í dag er til dæmis átakanleg í Finnlandi. Hreint átakanleg. Miðað við árin áður en Finnland fór að fikta við ESB, segja sig úr EFTA og þjást í evrum. Þar er ríkir nú 8,2 prósent atvinnuleysi í kjölfar mesta hruns landsframleiðslu Finnlands síðan 1918. Finnland á ekki afturkvæmt út úr evru

Og nú hefur síðasta verksmiðja Nokia í Vestur-Evrópu lokað. Álverið í Straumsvík stendur hins vegar óhagganlega og framleiðandi fast, eftir heil 44 ár síðan 1969. Það er sennilega eitt og sér þjóðhagslega mikilvægara fyrir hagkerfi Íslands en Nokia er fyrir hagkerfi Finnlands nú. Það haggast ekki

Umbylting meginlands Evrópu yfir í hættusvæði er að takast með mikilvirkri nákvæmni. Uppskeran mun síðan eftir miklar komandi hörmungar á endanum líkjast nýju Evrópusovétríki. Lagaramminn og sáttmálarnir að einræðinu hafa þegar tekið sér stöðu yfir meginlandi Evrópu. Sem samkvæmt áætlun, loksins er komið beyond point of no return

Fyrri færsla

Sjáðu Davíð! Þarna helltum við öli þjóðarinnar niður: í Samfylkinguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt sem mætti undirstrika varðandi atvinnuleysið í sambandinu. Þetta er þrátt fyrir fjórfrelsið þar sem m.a. Frjáls flutningur vinnuafls átti að vega á móti eða jafnvel kona í veg fyrir atvinnuleysi. Fólk færi bara þangað í álfunni sem atvinnu væri að fá. Atvinnuleysistölur í landi þeirra breyttust lítið við þetta. Allir græða.

Nú er sama hvernig fólk á fjórfrelsisvergangi þvælist með föggur sínar og framtíð milli landa, það sér ekki högg á vatni. Það eina sem gæti lækkað tölurnar væri einfaldlega að fólk flýði álfuna.

Nú á frídegi verkamanna er rétt að nefna ömurlegast þátt fjórfrelsisvergangsins, en það er að laun verkafólks eru komin á uppboðsmarkað þar sem fólk með lægri kröfur og meiri örvæntingu keppir við launamenn í þeirra eigin landi og þrýstir niður launum og lífsgæðum.

Ekki furða þótt maður líki þessu við endurreisn lénskerfisins.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2013 kl. 07:21

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU meginlandisins síðust öld hefur yfir vinna nánast verið bönnuð, og margar stéttir eftir síðustu heimstyrjöld hefja töku ellífeyris 50 ára og 55 ár.  Hlutfall starfandi í lávirðisauka geirum fyrir um 200 árum kannski 80% eru nú sumstaðar ekki nema 3,0% en 80% eru nú í þjónustugeirum.  Skortur á framboði á þjónustu störfum, getur minnkað skatta en líka réttlætt þörf fyrir fleiri þjónustu störf.   Hvernig ríki  skapa þjónustustörf eða skilgreina þau endurspeglast af svo kölluðu atvinnuleysis stigi.   USA gefur upp 8,3% atvinnuleysi af mann afla:  154,900,000  af fólksfjölda 316,668,567 = 173 milljónir eða 54% eru ekki starfandi [? klukkustundir].

Ísland gefur upp atvinnuleysi 5,3% , 315 þúsund íbúa og mannafla 181 þús.   136 þús ekki starfandi 43%.

meðalaldur í USA er 37 ár en 36 ár á Íslandi.

Rekstratekjur á íbúa í USA  PPP eru 49.000 dollarar  en 39.000 dollara á íslenkan íbúa.  26% hærri í USA [skýrir öfund EU menntamanna].

Auka almenna eftirpurn eigin skattskilara eftir eigin framleiðlu vöru og þjónustu er alltaf nærtækast og eina sem stjórnmála elítan getur verðtryggt.   Skapa almennt vinsæl og rökrétt þjónustu störf í samræmi við nærumhverfi og eðli þegna.  Sjá 30 ára grunn fjárlagaramma og rétt til skapa störf með lögum reglum, og tilskipun.  Atvinnleysistigið er einkamál innri lögsögu: sjá Grikkland og þýskaland.   þýsklandi hefur fækkað sínum ríksborgurum markvist frá 2000. tekju og gjalda skiptinga hlutföllin eru eins.   Ríki sem fjölga sínum Ríkisborgurum gera það eigin forsendum. Fjöldi í stórborgum er 4000 ára gamalt vandamál.  þeir sem ekki læra sögu skilja ekki þá sem læra hana.

Ísland getur fjölgað störfum sem tengjast lögsögu yfirlit og eftirliti.  Reynsla af fákeppi keðju þjónustugeirum er slæm hér. Ísland getur því sett reglur um sölurekstur vöru þjónustu og fjölgað séreigna lögaðilum [skatta skilurum] í geirum.   Minnkað og fjölgað sjálfsábyrðar viðskipta eiginingum. þannig minnkað hér millfærslu skatta veltu hér hægt og rólega.

PPP innan lögsögu í lávirðis grunni [að mati EU, USA og Kína] má nýta betur innlands til eigin hávirðis auka. 

Ísland er með allt of marga starfandi í samanburði og alltof langan vinnutíma á stafsæfi miðað við mörg ríki.  Ísland þarf ekki alltaf að bera sig saman. Bera sig saman við við þá sem standa sig verr er einkenni allra tossa hingað til. Slíkur samaburður styrkir ekki framtíðar gengið hér hjá auðmönnum erlendis. 

Frjáls flutningur hefur aðra hlið sem ekki er gefin upp: ríki sem yfirbjóða velferðkerfi/ elítukostnað  í innri samkeppni Meðlima ríkja EU, fá þá nýjan kostnaðar auka.  Þjóverjarr og Frakkar kenna að öll rök í samengi skipta máli, ekki bara þau sem er gefin upp almennt.  þjálfun hinna greindu er greina það sem ekki er greint frá, það krefst þekkingar á baklandi kenninganna.   Greind til greina afturábak.

Júlíus Björnsson, 1.5.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband