Leita í fréttum mbl.is

Hrafn sakar berjamó um plokk og afleitt drit

Það var einmitt það já. Og þetta er heldur ekki lygi eins og höfði mínu datt fyrst í hug þegar ég las um. . tja . . og þá vissi ég heldur ekki hvernig ég átti að segja frá því  . . þögn . . pípan, Half & Half, eldspýtur . . púff . . púff . . harðfiskur, kók, lýsi, hangikét . . kaffi . . gúlp . . afsakið . . hérna kemur það . .  já, að "Reykjavíkurfélag Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Rauður vettvangur halda í sameiningu leshring um Marx-Lenínisma" . .

. . nei nei nein, það var ekki það, væni minn, heldur þetta hér og sem á eftir fer. Sjálft soghljóðið úr evrusugu aðals-stöðva stjórnmála yfir heilu meginlandi Evrópu. Þar sem Þýskaland þolir ekki sjálft sig og hefur aldrei gert, eins og Gordon A. Craig benti svo réttilega á í verkum sínum um upphaf ömurleikans. Þar sem óvita kerlingarfíll frá DDR og hrið þenja nú taktfast belginn á innsoginu. Vissir slæmir hlutir gerast bara á vissum slæmum stöðum undir réttum forsendum. Og hér á ég við virkilega og sögulega slæma hluti. Hræðilega hluti.

Þar virkar viss súrkáluð sameining eins ríkis þannig að hinn 25. apríl í síðustu viku á þessu ári, hófu fylkin Bæjaraland og Hesse í Þýskalandi, lögsókn á hendur sjálfu sambandsríkinu Þýskalandi. Lögsókn þessi á hendur sambandsríkinu Þýskalandi er tilkomin vegna millifærslna (já, transfers) á fjármunum frá ríkari fylkjum sambandsríkisins yfir til fátækari fylkja sambandsríkis hins sama og einaða Þýskalands. Þessar millifærslur (transfer frá Länder til Bund) eru framkvæmdar undir- og samkvæmt stjórnarskrá (fliss) sjálfs Þýskalands og kallast þær "Länderfinanzausgleich"

Altså, kæru vinir; sambandsríkið Bæjaraland í "sameinuðu Þýskalandi" og sem liggur nokkuð þéttriðið og vel naglfast á Lotharingen-landssvæði europhiles á Parísaröxlinum, ásamt sambandsríkinu Hesse í hinu sama sameinaða Þýskalandi á Bismarcksterum hins rent-seeking Rínarkapítalisma einnar þríhyrndrar ESB-valdamafíu haglakúrstaðar helví . . nei nei . . Hegels —og sem bara getur endað sem spritt-nýtt sovétríki— eru sem sagt að lögsækja sambandsríkið Þýskaland fyrir "óábyrga hegðun í ríkisfjármálum" ríkisins í ríkinu (og kaffið skvettist). Og sem af ESBistum er sagt nú sem verandi önnumkaffært við að bjarga einu allsherjar meginlandi ESBheljar með því sem valdamafía haglakúrstaðar Ótta von Hegels vonar og ætlar sér að verði smám saman eitt járnbrautarteinrétt sambandsríki á transfers-sterum á eilífri leið þess til andskotans . .

"When it seemed possible that the constituent Reichstag might try to change fundamental features of his constitutional draft, he persuaded the governments of Saxony, Hesse-Darmstadt, Weimar, and the Mecklenbergs to join Prussia in a treaty which provided for the dissolution of the Reichstag and the promulgation of the constitution by decree if worse came to worst" 

. . sem orðið er í dag; síðan 25. mars, 1957

Stórþjófnaður og Prins-stofnun svo kallaðs "þýsks ríkis" (German Reich) Bismarkcs frá 1871 —og þar af— var og er jafnvel enn hátt í eins fölsk og sjálf stofnun hins svipaðs-sama Evrópusambands hinnar ævarandi og sömu mafíuelítu sama svæðis undir rotnum Rómarsáttmála, sem stöðugt fylgist með stöðuglekanum af bensíntönkum Lissabon-sáttmálans niður í þriggja ERM-þrepa sprengihólf Maastrichtsáttmálans. Gíslataka og stórþjófnaður frá upphafi til enda.

Og svo heldur hulduher ESB-sinna hér heima að Evrópusambandið og innihald þess hafi eitthvað með friðinn í Evrópu að gera. Þvílík fjarstæða. Evrópusambandið hefur ekkert jarðsamband við neitt nema Lotharingen og ekkert, alls ekkert, með frið að gera. Það hefur hins vegar mikið með ófrið í Evrópu að gera og áframhald ófriðar. Púðurtunnuverðlaun Nóbels voru því passandi vetnissprengjunni ESB veitt. Þau eru verðið og launin. En eðlilega er verðið á laun. Verðlaunung.

Evrópuplokkfiskurinn virkar svona; Litlu ríkin í Evrópusambandinu héldu í sínum skiptiborðslega einfeldningsskap að það versta sem gæti gerst í tilvist þeirra í Evrópusambandinu væri það, að þau yrðu eitt "sambandsríki" af mörgum við stóra borðið í hinum nýju Bandaríkjum Evrópu. Að það væri það allra versta sem gæti gerst er þau eigindahandarárituðu alla sáttmálana. Þetta er sprenghlægilegt. Það versta sem mun gerast með smáríkin er óendanlega miklu verra en það sem öll þessi smáríki Evrópusambandsins halda að sé einmitt það sem þeim muni finnast verða hvað verst. Þau munu ekki verða eitt atkvæði við borðið í neinu "sambandsríki". Þau verða einungis ekkert í sovétbandaríkjum Evrópu. Verða ekkert. Verða eins og öll smáríki sem lent hafa í keisaraveldum og sovétríkjum. Transfers og tæmd innanfrá til botnslausrar hítar

Ég bendi sérstaklega á dagsetningu þessarar færslu. Hún er 2. apríl 2013. Ég varð að bíða eftir því að fyrsti dagur mánaðarins væri örugglega liðinn hjá. Annað hefði verið hjákátlegur fíflaskapur

Fyrri færsla

Verðgildiskrísa undir evru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband