Leita í fréttum mbl.is

Auðvald þjóðarinnar kostaði mikið. Því á ekki að forkasta.

Ein helsta ástæða þess að margar erlendar fjármálastofnanir vilja ekki bjóða almennum borgurum margra þjóðríkja upp á verðtryggð lán, er afar einföld. Hún er sú að þá yrðu bankarnir einnig að bjóða borgurum þjóðríkjanna upp á verðtryggð innlán. En það vilja bankarnir helst ekki. Þeir vilja ekki þurfa að borga almenningi fyrir að taka fé þeirra að láni til að græða eða tapa oft harks- og kæruleysislega á því sjálfir. Þar stendur hnífurinn afar djúpt í kúnni. Þeir taka einfaldlega sparifé almennings með þokukenndri og paragraffsleyndri ófrelsishendi, eins og að um rusl væri að ræða, og greiða þeim sjaldnast neina raunvexti fyrir leiguna. Vaxtamismunur er það sem bankarnir lifa á, ásamt löngum valördögum. 

Ísland og Ísrael hafa séð við þessu og krefjast þess að báðir aðilar — innlánaveitendur og útlánaveitendur — sitji við sama borð. Milton Friedman varaði við afleiðingum andvaraleysis í þessum efnum þegar árið 1980. Hér er má lesa grein hans um þetta mál.

Allar fjármálastofnanir heimsins taka alltaf í notkun þau vopn sem best henta aðstæðum á hverjum tíma. Aðstæður mynda og móta rekstrarlíkön fjármálastofnana. Að minnsta kosti svo lengi sem þær komast upp með líkön sín.

Á heildsölumarkaði peninga ríkir hins vegar útbreidd verðtrygging og hefur hún færst í aukana á síðustu árum. Þar komast menn ekki upp með að eigna sér umráðin yfir auði annarra fyrir ekki neitt. Enda eigast þar við fjármálastofnanir gegn fjármálastofnunum. Gráar fyrir lögfræðingum í bak og fyrir. Þar sitja litli Jón og litla Gunna ekki nakin við borðið gegn ofuraflinu.

Vilt þú, kæri sparifjáreigandi, að fé þitt sé brennt til ösku í þágu afkomutalna fjármálastofnana? Að þær geti eignað sér til notkunar hart innunnið sparifé þitt fyrir ekki neitt.
 
Auðvald þjóðarinnar felst í valdi hennar yfir auði sínum. Þessu valdi, auðvaldinu, var meðal annars beitt með neyðarlögunum í bankahruninu og þegar Uppkastinu og fyrirhuguðum skuldaklafa þess á herðar þjóðarinnar var af sjálfstæðismönnum Íslendinga algerlega hafnað. Við verðum ávalt að varðveita þetta auðvald þjóðarinnar. Allir góðir varðstöðumenn þjóðríkisins verða að þekkja tímana og minnast sjálfstæðismannanna.
 
Varast skal ávalt að bera of mikinn áburð á tún. Þá brennur það. Galdurinn við peninga er að hafa þá
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Líklega þarf — eins og ástandið er — að taka það skýrt fram hér að bankar eru fyrirtæki. Sem einkafyrirtæki þá ber þeim að græða peninga handa eigendum sínum.

En þeir starfa þó í skjóli sérstakra réttinda sem standa ekki öllum til boða. Því bera bankar aukna samfélagslega ábyrgð sem er sú að þeir eiga að virka sem góðar fjármálastofnanir og veita einstaklingum og fyrirtækjum góð lán. Góð útlán gagnast landinu afar mikið. Góðar fjármálastofnanir geta reynst landinu eins vel og áveita reynist bændum í þurrki. Því þurfa bankar að græða fé til að geta áfram veitt góð útlán og umbuna hin lífsnauðsynlegu innlán.

Og sem verandi einkafyrirtæki þá kemur það ekki nærri öllum við hvað bankar gera við peninga sína.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2013 kl. 02:05

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Commercial banking er yfirleitt aðskyld frá fincial invextment banking í   þroskaði umræðu í langtíma STÖNUDUGUM RÍKJUM, sem hafa það að eilífaðar markaði, að halda verði  á sínum aðföngum til raunvirðsaukningar að mati 80% íbúa borgar í meðaltekjum sem lægstum. 

Þar er talað um Prime market versus secoundary eða sub[hliðar]market.

Alþjóðagjaldeyrismarkaðurinn [AGS] bendir á að ríkjum ef skil þarna á milli á vesturlöndum þá hafi frá 1970 skipting 80% Prime og 20% secondary riðlast og Sub Prime hafi aukist allt upp í 50%= > skipinging verður 70% Prime á móti 30% subprime: skammtíma áhættu um verðtyggingu miðað við meðal heildar síðustu 5 ára, þá reiknað PPP: eftir á.  Skammtíma forsendur er hinsvegar reiknað fyrirfram og þá oftast CPI á mánaðar forsendum.

Stofnhlutabréf í grunnreksti lögsögu , 1.veðréttar langtíma heimilskuldir meðaltekjuborgara, milliríkja lánfyrirgreiðslur , og millibanka grunnvextir traustra banka  eru yfirleitt hluti þess sem kallast Prime AAA+++.  Andstæða hins. 

Hvervega stofnhlutbréf og  langtíma heimiliskuldir eru ekki boðnar upp í Kauphöllum erlendis beint eða óbeint. Mættu Íslendingar reyna að skilja.

Fjármögnun nýrra borga og hverfa er ekki það sama og viðhalda veðsafna með bakveði í eldra húsnæði þar sem greiðendur 80% borgara eru á öllum 30 árum með fast hlutfalla af heildartekjum allra einstaklinga og því fast hlutfall af nettó heildar þjóðartekjum PPP.

Ísland og Ísreal eru í mörgu fjámáltendu ótrúlega lík.

Hinvegar gildir um svokölluð commercial verðtryggðar heimilveðskuldir þar , að heildarvextir eru fastir  og leiðréttir gagnvart lántaka á 3 ára eða fimm ára fresti , hafi ráðgert skammtíma [commercial approach] rate á verðum farið fram úr heildar rauntekjum lögsögu þá gildir að vextir næsta greiðslu tímabils heildarskuldar er þá lægri prósenta á móti.  Til að minnka ekki söluskatt skylda háviriðauka sölu að magni.

Til að lítisvirða ekki Ísrealsemenn þá er gott að þetta komi fram.

Þeir vita líka allt um IRR veðsöfn á fylkjaformi sem þroskast á 30 árum og eru autostream line with fixed Volum [greiðendur x meðal eftirstöðvar] og skila raunvirði inn eða útstreymis  hverssafn alltaf á núvirði hvers árs:  innstreymi sem fer í nýja Principala til að viðhald , innstreymi er hrein skuldlaus eign sjóðins ef ekki á viðhalda safninu.
Varasjóðir eðlilegra lífeyrisjóða ef tala nýrra iðgjalda félaga lækkar til dæmis í kreppum.  

Í Danmörku á 17. OG 18.ÖLD FRAM Á 19. ÖLD ÞÁ VAR EFRIR MILLI STÉTT Í BORGUM 10% RÍKUST SEMN ÁTTI FASTEIGNIR ÞAR OG SIUMIR EKKI OG LEIGÐU BETRA HÚSNÆÐIÐ: LEIGENDUR Í EFRI MILLSTÉTT : MÍNIR FORFEÐUR OG FRÆNDUR SEM ÁTTu EKKI fasteign í borginni, þurftu oftast að skipta um leiguhöld á fimm ára fresti [Fardagar 1.april.] Allir greindir borgar EU  vita vel um leiguhölda hryllinginn [hér lífeysisjóði, kauphöll og íbúðlánsjóð nr. 1. 2 og 3: kosta 4,5% til 8% vexti umfram verðbólgu á hverju ári].

Bograr neyðast til að búa í húsnæði víðast í Evrópu, nýta sér þessa neyð sér sjálfum til framdráttar gera menn/aðilar, nauðugir, viljugur þar sem þeim er meinað að ávaxta sitt pund öðruvísi. þetta vita allir Hebrear.  Þeir vita líka nafnið á skaparanum.

 Víxlarar eru forverar lögaðila Banka sögunar. Sem taka við umfram uppskeru hjá einum lögaðila og veita til annars sem lagði sitt umfram inn þegar vel áraði hjá honum. 

Borgir fjármagn ekki ný hverfi með sparnaði almennings,  Ný hverfi eru reist þegar orka og hráefni og sala þeirra  liggur fyrir.

Hvetja ríkisstrafsmenn til að spara [neyslu], segir kongi hvort hann sé að greiða þeim of hátt kaup.  þetta vita allir með peruna í lagi.

Sparnaður er líka ótti við framtíðarskort: fyrirhyggja. Það þarf útborgað kaup í hendi til að spara eðlilega. 

Júlíus Björnsson, 6.3.2013 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband