Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur: Maastricht-reglur eru ekki neitt sem neinn ætti að taka sér til fyrirmyndar

Fjárlaganefnd Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þyrfti að hafa eftirfarandi í huga ef hún ætlar af alvöru að hugsa sig inn í lands- efnahags- og fjármál íslenska lýðveldisins. Við erum sem sagt stödd héér á landi en ekki þaar. Við erum Ísland. Þetta er Landsfundur okkar, en ekki Þýskalands.
 
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að formleg fjárhagsregla verði lögbundin og að
- 22 - efnisinnihald hennar snúi að útgjalda- og skuldastýringu sem hér segir með það að markmiði - 23 - að uppfylla Maastricht skilyrðin á næstu 7 árum:
 

Í uppkasti frá nefndinni sé ég að hún heldur að þau "Maastricht skilyrði" sem koma áttu í veg fyrir að lánshæfnismati ríkissjóðs Þýskalands yrði fullkomlega —og með réttu— rústað um alla eilífð, þegar landið læsti 14 önnur ríki fast við sig í myntbandalagi Evrópusambandsins, séu eitthvað annað og betra en sú ömurleikahagfræði sem þau eru.

Fátt hefur eyðilagt efnahag annarra ríkja jafn mikið og þessi rafmagnsgirðing Þýskalands umhverfis sjálft sig. Í skjóli þeirra hefur landið varanlega stungið eftirspurnar-sogrörum sínum niður í brátt tæmdar líkkistur þeirra landa sem létu blekkjast af þessum reglum Marðarspellkusáttmálans. Þessi löndun aflans yfir í prammann Þýskaland, fer fram í skjóli hins læsta gengisfyrirkomulags allra ríkja myntbandalags Evrópusambandsins við Þýskaland. Löndin fara síðan á gjörgæslu fyrir holdsveika þegar aflinn hefur verið sogaður upp úr þeim í ballarnót Marðarspellkusáttmálans. Svona heldur Þýskaland á sér hita.

Allt þetta bandalag er nú, eina ferðina enn, að eyðileggja efnahag, lýðræði, stjórnarfar, friðar- og framtíðarhorfur í heimsálfunni Evrópu á ný. Það er því afar furðulegt að þetta misfóstur sem á rætur sínar að rekja til Frankensteinavirkis ERM fyrirbærisins skuli vera notað sem málefnalegur grunnur á vettvangi Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um heilbrigði í ríkisfjármálum. Þetta er sjáfur vírusinn!
 
Reglur Marðarspellkusáttmálans eru ekki reglur sem neitt lýðræðisríki ætti nokkurn tíma að íhuga sem neitt annað en sá pyntingarklefi sem þær eru.
 
Bæði hin séríslenksa hugsjón og einstaklingsaflið Sjálfstæðismaður og Sjálfstæðismenn varð til í langri og harðri baráttu á undan stofnun Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur hugsjónina að láni svo lengi sem þetta frelsisafl einstaklingsins í þjóðríkinu leyfir honum að fóstra hana. Undir þessari flokks-regnhlíf verða bestu frelsis-hugsjónir einstaklinganna ávallt að sigra. Annars verður mjög stór nefnd skipuð yfir flokknum og hann tapar baráttunni fyrir málstaðnum; hugsjóninni um sjálfstæði og frelsi íslenska þjóðríkisins.

Af hverju viljið þið henda vélinni fyrir borð? Hvað er að?
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Gunnar: Skilegreining þín á Evrópusambandinu er rétt. Engu við það að bæta. Það er í raun óskiljanlegt hve langlundargeð almennings í skuldugustu ríkjunum er mikið.

Það er samt fátt sem í augnablikinu bendir til að eitthvað sé að breytast í þessu. Evrópska seðlaprentvélin er við úrbræðslumark, bara út af ástandinu á Spáni, þar sem um 20% þjóðarausðins er flúinn úr landi. Í sl. júlímánuði einum og sér voru fluttir um eða yfir 300 milljarðar evra til Spánar. Tilgangurinn var að bjarga spænska bankakerfinu frá algeru hruni og gjaldþroti.

Ráðherra í frönsku stjórninni lýsti því yfir opinberlega, í sjónvarpsviðtali í janúar sl. að Frakkland sé gjaldþrota. Því hefur ekki verið mótmælt.

Maastricht skilyrðin í samþykkt fjárlaganefndar frá í gær .... ég held að það sé ekkert annað en nafngift á markmið sem etv hefði mátt orða öðruvísi. Það mál verður tekið fyrir vona ég.

Að öðru leyti ræddu menn þann vanda sem fylgir óstöðvandi umframkeyrslu í rekstri á sjóðum ríkisins. Vandinn þar er Keynesísk hagfræði sem búin er að vinna frjálsum ríkjum meira varanlegt tjón en allir heimskir einræðisherrar á 20. öld.

Hayek spurði Keynes um þetta vandamál í mars 1946, minnir mig og lagði út af ofsafengnum viðbögðum og framkvæmd lærisveina Keynes á hugmyndum hans um "deficit spending" á samdráttarskeiðum í hafkerfum.

Keynes svaraði þessum spurningum Hayeks á þá leið að ef flæddi út úr myndi hann breyta "public policy" og í einu vetfangi. Se vikum seinna var hann genginn fyrir ætternisstapann.

Læirsveinar hans boða og iðka kenningar Keynes eins og trúarbrögð og nú er verið að skrifa algerlega nýjan kafla við hagstjórnarsögu heimsins og við eigum eftir að sjá hvernig það allt endar.

Ég sá eina vísbendingu í sjónvarpsupptöku frá bandarískri þingnefnd þegar Ron Paul spurði Dr. Bernanke:

"Mr. chairman: Is gold money?" Neðanvert andlit Bernankes titraði í tvær þrjár sekúnur á meðn hann barðist við að halda ró sinni og sagði svo: "Well, no, it´s an asset".

Restin af samtalinu var eftir þessu. Ég segi bara að þegar þessi blaðra springur ...ja þá verður gott að eiga svolítið af niðursuðumat og hveiti á þurrum stað.

Guðmundur Kjartansson, 24.2.2013 kl. 11:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur og þakka þér fyrir

Það er engin leið að reka ríkissjóð lýðveldisins samkvæmt hagfræðikenningum og sértaklega ekki eftir þvaðurkenningum EMU. Þær eru bara kenningar sem hannaðar til að ljúga EMU í gagn þjóðþingin.

Og í samfellt 20 ár máttum við þola að hlusta á þá "kenningu" hagfræðinga að "sjálfstæði seðlabanka" heimsins myndi koma í veg fyrir kreppur. Þá sannfærðu hagfræðingar stjórnmálamenn um að við myndum aldrei lenda í slæmum kreppum aftur, eftir að seðlabankarnir urðu sjálfstæðar stofnanir og þar með eins konar "munkaklaustur peningamála" ef miðaldrir stæðu yfir nú. Að við gætum verið alveg örugg og þyrftum ekki að hafa áhyggjur af neinu. En nú, 20 árum síðar, liggur sem sé allt sem ein rjúkandi brunarúst, þrátt fyrir hagfræðiráðgjöf hinnar sitjandi nómenklattúru í rústum Maastrihct á 20 ára afmæli sáttmálans. Hann liggur sem gjall og í spón brotin ruslahrúga.  

Lýðveldið má aldrei henda frelsinu í ríkisfjármálum fyrir borð. Það var tók okkur langan tíma að öðlast frelsi og sjálfsákvörðun í fjármálum ríkissjóðs Lýðveldisins. Þar er þarna til þess að það sé NOTAÐ. Ef maður notar ekki vöðva frelsisins þá visna þeir og hverfa, þannig að á endanum biður tannlaust fólkið bara um mjúka fæðu. 

Svo, please, út með þetta versta regluverk í ríkisfjámálum sem upp hefur verið fundið til þess eins að Þýskaland þurfi ekki að borga fyrir þann stimuls sem það fékk í myntbandalagi sem aldrei var upphugsað sem annað en sú pólitíska tröllskessa sem slökkva ætti á sjálfstæði þjóðríkjanna. Taka súrefnið frá þeim. Taka af þeim "the independant fical policy"

Það er heldur ekki hægt að horfa vestur á bóginn því þar eru bæði state & local goverments sem sjá um hlutina.

"A rule based fiscal policy" er stórslys og mun veikja tiltrú borgarana á hinu lýðræðislega ferli í þjóðríkinu. Þetta yrði höggstökkur skynseminnar.

Varðveita verður dýnamík hagkerfisins óheft. Þetta Maastricht nonsens er nokkurskonar þýskur bjánaskapur (rule based economy fethisism) og mun skaða lýðræðið og tiltrú almennings á grunnstoðum samfélagsins. Þetta er kol galið og mun einnig minnka tiltrú heilbrigðra fjárfesta á ríkissjóði og hagkerfinu.

Svona "rule based" rekstur á ríkissjóði er aðeins til þess fallinn að veikja tiltrú almennings á hinu pólitíska- og lýðræðislega ferli í Lýðveldinu. Hér er verið að taka fram fyrir hendurnar á hinum pólitíska prócess. Og sem þá fer að ganga um götur með hækjur. Þetta yrði notað sem afsökun og svefnpúði. Enn ein "pakka-lausnin" með uppgjöf sem innihald. 

Enginn skal taka nokkurn tíma kreditkortið af Lýðveldinu. Þessi paragröf skaffa slæmum öflum löglega afsökun fyrir pólitískum impótens. Bæði innan atvinnulífsins og meðal stjórnmálamanna. Menn verða að geta samið sig fram til góðra fjárlaga, með góðu eða illu. 

Línur 23 til 31 eru sem sagt slæmar og algerlega óíslenskt vinnubrögð. Þetta hafa menn líklega heyrt útundan sér í hanastélsboðum í Reykjavík Brussels.

Þjóðin, Alþingi, og ríkisstjórn hennar á alltaf að hafa full leyfi til að keyra sig niður í eins djúpan dal með kreditkorti ríkissjóðs ef hún heldur að þess bráðnauðsynlega þurfi með. En aðeins EF það ER það sem kjósendur vilja og krefjast. Þannig unnu Bandamenn Seinni heimsstyrjöldina. Með svona reglum hefðu þeir orðið sovétinu og sósíalisma nasista að bráð. Stundum krefjast aðstæður þess að gripið sé til "styrkleikatromps sveigjanleikans". 

Aldrei má reyna að rekja ríkissjóð sem eins konar "fyrirtæki". Bara aldrei að reyna það.

Það gilda allt aðrar aðstæður um þetta í Bandaríkjunum. Og við erum ekki Bandaríkin. Og heldur ekki Þýskaland, sem er með svipaðs eðlis reglu setta í stjórnarskrá sem afleiðingu af bæði nasismanum og af ótta við der untergang hans vegna, og svo vegna sótsvartra framtíðarhorfa með Evrópusambandið og öldrunarsprengju þeirri sem nú situr og tifar undir útgjöldum þýska ríkisins, sem að miklu leyti eru verðtryggð. Þjóðverjar eru smá samana að stimpla sig út úr heimi lýðræðisríkja. Þar er stjórnmálamönnum og lýðræði ekki treyst lengur. Því eru þeir farnir að trúa á "mekaníska lausn", því lýðræðið hjá þeim hefur þegar spilað sig fallít.

Svona reglur um rekstur ríkissjóð eru líka einungis til þess fallnar að laða spákaupmenn að til árása á ríkissjóð, vaxtakjör hans, gjaldmiðilinn og Ísland sem framúrskarandi skuldara í framtíðinni. Svona reglur laða þá að sem mý á mykjuskán. Við verðum alls staðar að sjá til þess að frelsi, dýnamík og sveigjanleiki hagkerfisins sé varðveittur. Að ekki sé hægt að lokka okkur í bjarnar-gildrur á mörkuðum né neins annars staðar.

Hakerfið þarf ekkert að óttast í þessum efnum ef full atvinna er í landinu. Aðeins full atvinna mun sjá til þess að tekjur ríkissjóðs þorni ekki upp. Full atvinna mun koma ríkisfjármálum í gott horf. Og ekki er hægt að halda uppi fullri atvinnu án sjálfstæðrar myntar og frelsi lýðveldisins í ríkisfjármálum. Án gírkassans og frelsis þess sem svo hart var barist fyrir.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2013 kl. 12:23

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sé að paragraffið hefur bitið sig fast í endanleg drög fundarins. Ennþá stendur:

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að formleg fjárhagsregla verði lögbundin og að efnisinnihald hennar snúi að útgjalda- og skuldastýringu sem hér segir með það að markmiði að uppfylla Maastricht skilyrðin á næstu 7 árum:

Af hverju viljið þið henda frelsisvélinni fyrir borð? Hvað er að?

Svo er annað:

Taflan á blaðsíðu 24 í Drögum að ályktunum 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, er vafasöm. Samhengið við atburði síðustu ára vantar og einnig samanburðurinn við þau lönd sem við köllum nágrannaþjóðir okkar. Og svo eru orðin um niðurgreiðslur (framleiðslustyrki) misvísandi. Þar stöndum við ákaflega vel, þrátt fyrir allt.

Það vantar sárlega fulla atvinnu hér á landi (þ.e. fullt eðlilegt íslenkst atvinnustig). Og henni verður aldrei náð undir áætlunum um að niðurkýla ríkisfjármál lýðveldisins ofan í eyðileggjandi reglursvall Marðarspellkusáttmálans. Svo mikið veit ég. Enginn séns.

Þetta þyrfti að lagfæra.  

Takk

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2013 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband