Leita í fréttum mbl.is

Eyðileggjandi vansköpun í turni Sjálfstæðisflokksins

Hugmynd þröngrar RIMM flokksforystu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að selja eigi Landsvirkjun, hefur endanlega sannfært mig um að hin þrönga forysta flokksins sé meira en óhæf til að leiða flokkinn til neins annars en hruns. Við þetta verður alls ekki unað.

Að framleiða rafmagn tilheyrir ekki sömu tegund af tækni og að leggja til kapalkerfi og skiptiborð fyrir símafélög. Símarekstur tilheyrir þeim hluta tæknigeirans sem fellur undir "eyðileggjandi sköpun". Í þeim hluta tilverunnar verða sífellt til ný tæknifyrirtæki sem byggja tilveru sína á því að rústa eldri tækni og byggja síðan nýja tækni upp úr rústum þeirra fyrri.
 
Á ensku er þetta kallað "a creative destruction" eða "skapandi eyðilegging" - og hún geisar á ógnarhraða í samskipta- tölvu og tæknigeiranum. Það er orðið á aðeins örfárra fyrirtækja færum að lifa af í þessum geira hinnar skapandi eyðileggingar. Fyrirtæki sem ætla að lifa af í þessum hluta hins síðasta leggs iðnbyltingar vorra tíma, þurfa að bólstra sig með svo miklum fjármunum í handbæru reiðufé að það nálgast stjarnfræðilegar upphæðir. Þannig þarf til dæmis fyrirtækið Apple Inc. að eiga um það bil 150 miljarða Bandaríkjadala í handbæru fé til að verjast því að fyrirtækið sjálft endi sem ruslahrúga á öskuhaugum hinnar skapandi eyðileggingar. Sú upphæð - og sem handbær er stjórn fyrirtækisins í reiðufé - svarar til tólffaldrar landsframleiðslu Íslendinga. Og svo er annað. Enn er óvíst hvort að þessi síðasti leggur iðnbyltingarinnar muni skila af sér neinu er kemst í líkingu við það sem fyrri leggir iðnbyltingarinnar skiluðu mannkyninu:
  • I. Fyrsti leggur: gufuafl & járnbrautir; 1750-1830
  • II. Rafmagnið, sprengimótorinn rennandi vatn, salerni, holræsi, pípulagnir, hreinlæti, fjarskipti, skemmtun, efni efnafræðinnar og bensín; frá 1870 til 1900 og sem bjó í haginn fyrir tímabilið allar götur fram til 1960, er síðasti leggur komst á fætur; III. tölvur og upplýsingatækni.
  • En það er alveg sama hve lengi við veltum okkur upp úr nítjándu öldinni; almenningur lifði, bjó og dó í fátækt. En ríkidæmi almennings í dag er afleiða hinna fyrstu leggja Iðnbyltingarinnar, og kom ekki til almennings fyrr en á okkar dögum.
  • Frá 1960 til dagsins í dag hefur hraði hagvaxtar Vesturlanda hins vegar staðið á fallandi fæti og nálgast kyrrsetningu. Hér getur maður valið að trúa á tvennt: að síðasti leggurinn - tölvur og upplýsingatækni - frá 1960 og til í dag, eigi ennþá eftir að skila okkur því besta. Að það besta sé ennþá í vændum fyrir okkur öll. Eða hins vegar - að hagvöxtur muni hverfa næstu 400 til 1000 árin eða svo. Munu tölvur og tölvutækni skila sér eins og til hefur verið sáð? Það er alls óvíst. Og ef það gerist ekki í meira mæli en hingað til hefur gerst, þá erum við í stórkostlegum vandræðum til frambúðar. Stórkostlegum vandræðum!

Um orkuframleiðslu og orkugeirann gilda allt önnur lögmál og reglur. Fjárfestingar í þeim geira eru undirstaða þess að yfirhöfuð sé hægt að byggja hér eitthvað upp í öllum öðrum hlutum samfélagsins og nýta sér framfarir.

Að framleiða rafmagn og að eiga orkufyrirtækin sjálf, er jafn mikilvægt fyrir Íslendinga eins og það er fyrir lýðræðislegt stórveldi að hafa standandi herafla til varnar gegn árásum kommúnista sem og annarra andlýðræðislegra afla. Einkavæddur private Ryan dugar ekki, eins og sagan hefur sannað.

Með því að koma með svona tillögur gerir hin þrönga flokksforysta Sjálfstæðisflokksins sig að fíflum sem engu geta af stað komið öðru en þrotabúskap.
 
Sjálfstæðiflokkurinn verður að fá nýja forystu. Það er lífsspursmál. Fólk með leiðtogahæfileika verður að bjóða sig fram til forystu fyrir flokkinn og taka áhættu. Ellegar pakka saman fyrir full og allt. Færa þarf fórnir. 

Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála...skil ekki hvernig fólk yfir höfuð geti kosið flokk með þessa stefnu sem þessi flokkur stefnir....

1. Hann vill selja Landsvirkjun

2. Hann er viljugur til viðræðna við Samfylkingu um næstu stjórn

3. Hann myndi ganga inn í ESB fyrir völd

4. Sjálfstæðisflokkurinn mun engu breyta varðandi verðtryggingu lána

Ég segi.....þetta er afturhaldsflokkur...og alveg með ólíkindum að þessi flokkur fái jafn mikið og raunin er!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 08:53

2 identicon

Sæll Gunnar. Ég ætla að hafa trú á því að síðasti leggurinn eigi hið besta eftir. Það er skammarlegt hvað upplýsingatæknin er lítið notuð, og illa notuð, í flestm geirum atvinnulífsins hér á landi allavega og það mun breytast, ég hef ekki trú á öðru.

Annars verður að skipta um forystu í Sjálfstæðisflokknum, eða hreinlega skipta um flestallt stjórnmálafólk hér á landi. Frumforsenda fyrir því að stjórnmálalegum sandkassaleikjum og blekkingum linni er að arður af auðlindum renni til landsmanna um ókomna framtíð, án alls vafa. Þar til þá mun spillingin hér jafnast á við spillingu í Afríkuríki sem er ríkt af auðlindum, með fullri virðingu fyrir þeim ríkjum.

Flowell (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 00:56

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Fyrsti leggur upplýsingatækni og tölvunar hélt innreið sína þegar í kringum 1966-1975. Main-frame-tölvur og miðlægar mini-tölvur (já, ég hef átt AS/400) yfirtóku mannfrekan kjarna opinberrar skrifstofustarfsemi og stofanna. Bankar voru tölvuvæddir og starfsfólk hætti að þurfa handreikna á reiknivélum vaxtagreiðslur í árslok og svo framvegis. Tölvun hefur sem sé þegar yfirtekið rekstur hins opinbera og reikniþarfir fjármálastofnana. Þetta var sem sagt þegar orðið svona fyrir 30 árum!

Þetta skipti miklu máli því annars þyrfti öll þjóðin að vinna í bönkum í dag. Mikill mannafli gat farið að vinna við að búa til meiri verðmæti.

En síðan kemur ekki neitt úr þessum geira sem kýlir VLF upp að ráði. Jú NMT símakerfið kom og X.25 tengingar komu og svo miklu síðar kom eitthvað sem nefnist TCP/IP eða Internetið, já það kom víst.

En ef þú ættir að velja á milli rennandi vatns og vatnssalernis inni á baðherbergi þínu og 8086 tölvu frá 1985 með ISDN tengingu og Windows 3.1  eða Mac OS System_8 og þú kæmist þá á Amazon og í bankann þinn 

<= eða hins vegar =>

kamars úti í bakgarði plús einskis rennandi vatns, en þú hefðir í sárabætur ljósleiðaratengingu í fimm nútíma tölvur heimilisins sem allar væru sítengdar Facebook 24 stundir sólarhrings 365 daga ársins og 6 snjallsíma síma sem hringja í hvert skipti er ein heilafruma hoppar á aðra heilafrumu í höfðum þeirra sem þú þekkir og þekkir ekki, já; hvort myndir þú velja?

  • Rennandi vatn í krönum og vatnssalerni inni í hýbýlum þínum plús frumstæða persónulega tölvun með vöfrun í gegnum Hyper Text Transfer Protocol (HTTP) um Transmission Control Protocol (TCP/IP) þ.e.a.s Netið.
  • Eða kamar úti í bakgarði og ekkert rennandi vatn plús nútíma persónulega tölvun með ljósleiðaratenginu og Facebook í bakendann og andlitinu allan sólarhringinn, síhringjandi snjallsíma og spjaldtölvun.

Hvort myndir þú velja? Kamarinn eða Vatnssalernið (via pípulagnir, frárennsli via holræsi (tók aðeins 25-30 ár í legg númer II)

Hætt er við að TCP/IP Internetið með HTTP hafi þýtt smávegis undirbyggingu undir möguleika hagvaxtar. En það mesta frá 1980 og til í dag hefur verið sóun á tíma, fjármunum og mannafla. 320 þúsund manns á leiðinni til lítils eða jafnvel ekki neins.  

Á meðan halda flugvélar áfram að fljúga hægar og hægar. Flughraðinn er fallandi. Það sama má segja um sveltandi gæði hans. Fólk er einnig hætt að kunna á tölvur. Það kann next, next, next, install. Það er meira að segja hætt að kunna CtrlAltDel. Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins heldur að Facebook sé Internetið. Og nú er Dell kallað Dellete. 

Mér vitanlega eru arðsömustu og best reknu bankakerfi heimsins nú staðsett í Afríku. En Facebook mun á endanum einnig ná þangað til að "appa" sig.

Það vantar sem sagt ennþá að finna upp "The Holy Grail of Computing". Gerist það ekki þá erum við í stórkostlegum vandræðum.

Að selja Landsvirkjun er eins og að Bandaríkjamenn létu Norður-Kóreu um rekstur kjarnorkuverka sinna og gæfu þeim IBM og Apple í eftirrétt. Það tekur sig víst ekki að minnast á Microsoft lengur því það var fæðingargallað concept frá upphafi.

Asnar!

og N O K I A

Góðar kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2013 kl. 04:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Acrobat Distiller 9.5.3 (Windows) Morgunblaðsins bjó í nótt til meistaraverk sitt og kemur Morgunblaðið nú í dag út á meingölluðu en tölvutæku PDF-og jpeg-formi sem klippt og í tætlur skorin ruslahrúga. Skjalið er búið til 13.2.2013 23:37 og enginn tekur eftir neinu. 

Þarna eru tvö stórfyrirtæki miðalda-tölvunar (the dark age of computing) að verki: Adobe og músagildra Microsofts. Og þeir sem ýta á next, next, postscript-print. Ég vona svo sannarlega að Offset prentfólkið hafi tekið eftir því að crómalínið var corrupt áður en upplagi dagsins var spýtt út úr vélunum og dreift í hús.

The Dark Age of Computing 

Screen Shot 2013-02-14 at 05.01.19 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2013 kl. 05:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nýr PDF var eimaður 14.2.2013 11:11 og er hann nú réttur. Mogginn minn er því í lagi. Þökk sé fólki.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2013 kl. 16:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er í Sjálfstæðisflokknum Gunnar. Ég vil ekki selja Landsvirkjun. Mér er alveg sama hvað Bjarni segir um það, ég samþykki það aldrei. Ég var líka á mótiþví að selja Símann. Ég er það enn og ég vil að hann fari aftur til ríkisins. Ég vil ekki ganga í ESB. Mér alveg sama þó einn og einn Sjalli vilji það. Ég samþykki það aldrei.Spurningin er svo sú hversu margir standa með mér gegn þessum áformum?

Halldór Jónsson, 17.2.2013 kl. 16:59

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór

"Já, en minn góði maður, ég er kaþólskur."

Yðar einlægur samherji

Gunnar

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband