Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging skatta

Þegar rætt um verðtryggingu vona ég að sem flestir geri sér grein fyrir því að átt er við verðtryggingu fjárskuldbindinga með veði í fasteignum. Ekki er átt við verðtryggingu skatta né það að verðtryggja ætti útgjöld ríkissjóðs, sem síðan lentu á herðum skattgreiðenda landsins. Bæði er sjór ýfist innan sem utan landamæra hans.

Ég vona líka að í þessari umræðu geri menn sér grein fyrir því að hægt er að framkalla stórkostleg eldsumbrot í allri eignamyndun og kynda undir sögulega fjármálalegan óstöðugleika hinna stærstu fjárfestinga almennings á hinni lífslöngu ævi flestra.

Einnig vona ég að menn séu það vel að sér í fjármálum að þeir viti hvað það er sem heldur verndarhönd yfir verðmyndun á húsnæðismarkaði almennings og styður við stöðugleika hans. Það er til lítils að krefjast afnáms endurgreiðslna raunvirðis ef það verður til þess að húsnæðismarkaður kollsteypist sífellt í kjölfar slæmrar stjórnunar í ríkisfjármálum eða vegna áfalla erlendis.

Allir ættu að muna að vaxtakjör sjálfs ríkissjóðs lýðveldisins myndar hið peningalega gólf undir þeim vaxtakjörum sem almenningur býr við á hverjum tíma. Geti ríkissjóður Íslands til jafns við önnur ríki heimsins ekki gefið út og tekið á sig verðtryggðar fjárskuldbindingar, sökum heimatilbúins fáránleika þingmanna sem skora vilja kassann í næstu kosningum, þá mun það bitna illilega á íslenskum almenningi um langa framtíð. 

Einnig vona ég að menni geri sér grein fyrir því að greiðsluþol ríkissjóðs mun minnka til muna ef þær kröfur verða gerðar til hans að hann einn bæti þiggjendum verðmætatap. Líklegt er að sú krafa muni koma upp er allt áður fast að rótum er brunnið. 

Hér til fróðleiks er hægt að nefna að tillögur Morgans Stanley frá 2007, til úrbóta á meiriháttar verðflökti á fasteignamörkuðum í Evrópu og víðar, eru þær, að verðtrygging fjárskuldbindinga til fasteignakaupa verði tekin upp sem vernd gegn síendurteknu verðhruni fasteigna og ógnarflökti greiðslubyrða.

Sumir halda að verðtrygging sé það versta sem hægt sé að búa við á fasteignamarkaði. En það er mikill misskilningur. Til eru miklu miklu verri hlutir. Og þjóðhagslega hundrað sinnum verri hlutir fyrir alla.

Því ættu menn að hugsa sig tvisvar um áður ein þeir kjósa yfir sig stjórnmálaflokk sem boðar afnám verðtyggingar. Afleiðingin gæti orðið sú að um afnám þekkts raunveruleika yrði að ræða fyrir þá sem hafa haft fyrir því að festa fé sitt í svo kölluðum föstum eignum sem ekkert geta flúið. Á frönsku kallast fasteignir: immobilier. Það er gott orð að muna þegar menn hyggjast vernda eigur sínar; en ekki annarra. 

Finna þyrfti svo þann sem uppfann 40-ára löng lán. Hverjum gat dottið slíkt í hug?
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Gunnar. Nú er ég ekki sammála þér. Indexing eins og það er kallað, erlendis, er eitt stæarsta vandmál Íslendinga og er að mörgu leiti partur af þeim ógöngum sem fjármála kerfi hemsins er komið í, þá í formi afleiðna. Allt má þetta rekja til fráhvarfsins frá Lassaiz Fair stefnu 19 aldar sem sósíalistar hatast við og Keynes dró saman í ruglinu sem hann gaf út 1936. Siðan þá hefur sparnaður iðnríkja horfið og skuldir margfaldast. Þegar manninum er gefin hækja þá mun 90% nota hana. Tekjujöfnunarkefið, almanna tryggingakerfið eru bæði dæmi um hækju sem breytt hefur hegðun okkar. Við verðum að hætta að reyna að aðlaga raunveruleikan að því hvernig við mundum vilja hafa hann. Sósíalistar allra landa eru stanslaust að gera það, sbr EU. Við verðum að horfast í augu við hann og aðlaga okkur að raunveruleikanum. Þar fara verð upp og niður. Ekki bara upp eins og íslenska verðtryggða krónan, beintengd við skattahækkanir, hækkun strætó gjalda etc. Það er allt í lagi að verð fari upp og niður ef einstaklingarnir í samfélaginu eiga sinn sparnað. Sparnaðurinn er jöfnunartækið. Seinna atriðið sem skiptir öllu máli en menn minnast aldrei á er aukning peningamagns í samfélaginu. Það hefur sýnt sig síðan um 1930 þegar kapitalisminn tapaði þeirri hugmyndafræðilegu samkeppni gegn sósíalismanum, hvernig best sé að bæta haga flestra, að við höfum með prentun á peningum umfram raun-verðmætasköpun samfélgagana komið okkur í þvílík vandræði að það minnir á 1939. Ákall á sterka leiðtoga og Þingræðið rakkað niður eða valltað yfir það. Við lifum sögulega tíma og ef Íslendingum ber nú gæfa til að taka up alvöru peningakerfi byggt á raunverulegum verðmætum landsins þá eigum við góða tíma farmundan. Decentralize.

Kristjanerl (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 10:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meira að segja Chilebúar föttuðu fyrir löngu síðan hversu vitlaust er að hafa verðtryggingu á langtímasamningum um fjárskuldbindingar.

Þeir mokuðu líka um svipað leyti út allri mengun af völdum gervigjaldmiðla sem miðast við erlendar myntir (gengistrygging).

Í dag má lesa sögubækur um það á vef seðlabanka Chile, þar sem er búið að afgreiða þetta snyrtilega eins og hvert annað fallið kerfi.

Hér á Íslandi voru gengistryggð lán gerð ólögleg fyrir ellefu árum síðan, og enn er verið að karpa um þau. Sama með verðtrygginguna, sem hefur verið ólögleg í núverandi mynd álíka lengi eða lengur.

Vandamálið hér á Íslandi er að það er ekki farið að lögum, og þar af leiðandi er ekki hægt að byggja fjármálakerfi á lögum heldur byggist það óhjákæmilega á undirstöðunni, sem er lögleysa og í eðli sínu óstöðug.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2013 kl. 15:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir
 
Kristjanerl: Verðtrygging er ekki stærsta vandamál Íslendinga. Flest íslensk heimili sanda ágætlega og geta unað hag sínum þokkalega. Ráða við greiðslur og lífið almennt. Á bóluárum bankanna gerðist það hins vegar að nokkuð stór hópur fólks tók lán með veði í þeirri hreinu eign sem þá átti orðið í fasteign sinni til kaupa á hlutabréfum, sem of oft urðu einskis viðri og svo til að kaupa eina fasteignina enn, sem var að hækka í verði - og síðan eftir það, enn eina fasteignina í viðbót sem hægt var að slá út á vegna væntanlegrar framtíðar eignamyndunar, sem svo ekki varð.
 
Hluti fólks hreinsaði einnig góðar innréttingar og ágætis húsbúnað úr úr húsum sínum í stórum stíl og ók hvoru tveggja á ruslahaugana. Fór síðan inn í banka og tók veðlán fyrir ekki bara nýjum innréttingum og innbúi, heldur einnig þeim verðmætum sem hent var á öskuhaugana. Það gerði sér ekki grein fyrir því að það var að henda verðmætum.
 
Svo er einnig hópur sem lét ginnast af sölufræðum svo kallaðra þjónustu-ráðgjafa (sölumenn) viðskiptabanka og tók lán í myntum sem það fékk ekki laun sín greidd í. 
 
Allt tal um Lassaiz Fair stefnu 19. aldar er ágætis skemmtun. Þá tókst ríkisstjórnum Vesturlanda að kreista um það bil 5 prósent af þjóðarkökunni úr höndum fólksins með skattheimtu. Í dag er þetta hlutfall 40-50 prósent. Þá átti 98 prósent af fólkinu lítið sem ekkert og stóð ekkert annað til boða. Það átti hvorki húnsæði sitt né neinn sparnað. Stór hluti almennings bjó í sárri fátæk eða örbyrgð og oft á svo kölluðum fátæktar-görðum og endaði þar oft lífið sem annað hvor vesalingar eða örkumla berklasjúklingar. Allur sparnaður í þjóðfélaginu lá í eigum hinna fáu sem svo heppilega höfðu fæðst ríkir inn í réttar fjölskyldur með réttu eftirnafni.
 
Þarna var landsframleiðslan næstum engin, ríkidæmi almennings nánast ekkert og gat alls ekki myndast og varð því áfram ekkert, svo allt of lengi. Takir þú alla landsframleiðslu allra hagkerfa hins vestræna heims frá fæðingu Jesús Krists, þá er það svo, að á árunum frá 2000 til 2010 voru 27 prósent af öllum þeim vörum og þjónustu sem framleiddar hafa verið á þessu 2010 ára tímabili, framleiddar á einmitt þessum síðustu 10 árum allra þessara 2010 ára. Og hér er búið að leiðrétta fyrir fólksfjölda.
 
Það er því ekki á neinn hátt hægt að bera saman það sandkorn sem þá gat fæðst í hagkerfinu og það ríkidæmi sem þorri almennings í þjóðfélaginu býr við núna. Einnig er á engan hátt hægt að bera saman hvorki peninga- né fjármálakerfi þessara tvennu tíma.
 
Nú verða allir að taka á honum stóra sínum og muna að lántakendur eru þiggjendur. Þeir þiggja lán. Ekki er sjálfgefið að neinn vilji veita þeim lán. Fólk á ekki kröfu á hendur þeim sem hafa lagt peninga fyrir sem síðan er hægt að lána út til fólks sem vill fá lán fyrir húsnæði eða öðru. Fólk þarf því að stóla á að nægilegt framboð sé af peningum þannig að enginn einn aðili geti ekki stundað okur.
 
Þeir sem vilja ekki taka á sig verðtryggðar fjárskuldbindingar til húsnæðiskaupa ættu að taka óverðtryggð lán. Þau hafa hér staðið fólki til boða um langan tíma. En þar eru vextir að sjálfsögðu miklu hærri og glíman því mun erfiðari. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap og hefur lítið sem ekkert svigrúm til að fjármagna óþarfa áhættutöku síns og lánveitanda. Því þarna er áhættan miklu meiri fyrir báða aðila en undir verðtryggingu. Ég segi báða aðila því óverðtryggður fasteignamarkaður burðast með um á baki sínu löng og söguleg rústahrun markaðarins og misnotkun ríkisvaldsins á veikleikum þannig markaðs.
 
Það er óumræðilega mikivægt að fólk vilji áfram spara upp og leggja fyrir. Aðeins þannig er hægt að veita lánsfé til fyrirtækja sem skaffa fólki vinnu við að búa til verðmæti sem síðan geta orðið að velmegun; sem er allt annað en velferð. Velferð getur því miður oft endað sem helferð (eins og nú) í höndum stjórnmálamanna. Því þarf að halda fingrum stjórnmálamanna frá fasteignum fólksins.

Flæði ferskra pengina eftir áföll er aftast þetta:
 
  1. fyrst fara þeir til hlutabréfamarkaðarins
  2. svo fara þeir til fyrirtækja
  3. svo fara þeir til fjárfestinga
  4. svo koma þeir til til neytenda í launum og framgangi 
  5. svo fara þeir inn í húsnæðismarkaðinn 
 
Guðmundur: Staðan á húsnæðismörkuðum ríkra samfélaga er orðin sú að húsnæði er orðið miklu miklu dýrara en það nokkurn tíma hefur áður verið, sem hlutfall af ævitekjum. Þegar svo feikistór fjárfesting í lífi fólks hrynur í verði eða þegar greiðslubyrði miðað við launatekjur sveiflast eins mikið og hún gerir á óverðtryggðum fasteignamörkuðum, þá hafa menn í gegnum alla sögu fjármála reynt að koma í veg fyrir þannig stórsveiflur á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Með tryggingum sem síðan fara t.d. í afleiðuviðskipti. Með fyrirframgreiðslum. Með mismunandi stillta vísitölutryggingu. Með "barter trade", þ.e. vöruskiptum sem eru afleiða slæmra stjórnmála og svo framvegis. Og með því að framkalla á einn eða annan hátt viðbrögð frá ríkisvaldinu sem síðan bitna oft illilega á öllu fólki í landinu, en ekki bara húsnæðiseigendum.   

Kannski menn vilji heldur hafa hlutina eins og í mörgum ríkjum Evrópu, þar sem framfærslubyrði ríkissjóðs er mörgum sinnum þyngri en hér, vegna ónýtra lífeyrissjóða, eða lífeyrissjóða sem eru ekki til, og sem að miklu leyti er verðtryggð. Þannig er stór hluti hins þýska bótakerfis og laun opinberra starfsmanna dýrtíðartengd. Ríkissjóður Þýskalands þolir því enga verðbólgu. Hann mun verða annaða hvort gjaldþrota þegar verðbólgan kemur eða þá að rústa verður þjóðfélaginu og taka upp burtflogna tíma Victoríu. 

Frá Seðlabanka Bretlands 2007:
 
Conclusions;
Indexed linked mortgages have the twin benefit of generating a less downward sloping real burden of repayments and also a less volatile one. 

  • The burden of servicing the debt is much lower in the early years of the mortgage – which is a desirable feature since that is when affordability issues are most acute.
  • But will lenders want to offer them? 
  • There are strong reasons to believe that innovation will come because the products that are right for borrowers create financial assets that should suit investors.
  • As a result of this sort of indexed lending securities can be created that allow investors to receive streams of income that are linked to consumer price inflation and to overall house price inflation.
  • These could come to represent a useful addition to the supply of existing index linked bonds that create a return that is some fixed amount in excess of consumer price inflation and that are overwhelmingly issued by governments, with some limited private sector issues (often from utilities companies). 
  • A security that generates a fixed return over house price inflation is likely to be one that many long term investors would see as a useful addition to the existing pool of securities.

Kveðjur


Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2013 kl. 18:52

4 identicon

Gunnar minn það er með mikilri undrun sem ég les skrif þín um 19 öldina og hversu ómerkileg hú n var í þínum augum. Ég sé þá öld sem upphaf hinna miklu framfara mannsins sem hafa orðið, þrátt fyrir allar tilraunir sósíalismans um að takmarka frelsi einstaklingsins og viðurkenna þá staðreynd að eignaréttur einstaklinga í samfélögum er grunnur þess að framfarir verði. Hin mikla tilrau n Sovétsins sem leið undir lok seinni hluta seinustu aldar var vitnisburður þess stríðs sem í raun hafði staðið síðan um 1880, Þýskir national sósíalistar voru barðir niður í tveimur stríðum en því miður ánetjaðist fjöldinn af gífuryrðum og loforðum þessara meistara sem töldu sig geta stýrst stórum samfélögum manna með boðum og bönnum. Af óskiljanlegumástæðum þá skeði það með framsetningu Keynes á þessu sósíalísku rugli þegar hann gaf út bók sína 1936, sem í formála fyrir þýsku útgáfuna hann segir að séu betur til fallnar fyrir alræðisríki en frjáls ríki, að forustumenn tóku hinna almennu kenning um atvinnuleysi vexti og peninga sem guðs blessun. Roosvelt sem þá var að klára New Deal, sem Hoover hafði byrjað á, og hafði tafið svo alla upprisu hagkerfisins frá hruninu 1929 að það þurfti heillt heimsstríð tilað koma USA aftur á lappirnar, varð himinlifandi.

Hvað hefur þetta með Indexing að gera? Jú Indexing er partur af tilraunum mannsins til að umreyta raunveruleikanum að þörfum okkar. Alveg eins og New Deal sósíalistanna gerði það að verkum að hagkerfi USA fór ekki af stað aftur,vegna þess að stjórnmálamenn voru að setja boð og bönn. Indexing er afskiptasemi stjórnmálamanna af því hvernig hagkerfið dreifir eignamyndun. Það verður að minna á að þegar Ólafur setti lögin þávar það til þess að verja þá sem áttu peninga í sparifé. Af hverju þurfti að verja þá? Jú vegna þess að verðbólga var að éta upp allt sparifé afa og ömmu. Og hvaðan kom verðbólgan? Hún kom vegna stjórnmálamanna sem vildu uppfylla öll loforðin sín. Prentun á peningum umfram raun verðmætisaukningu samfélagsins. Þjófnaður. Þetta er hringur. Núna er þessi kynslóð, kynslóð minna foreldra sem brendi sparifé afa og ömmu, búið að klára minn lífeyrissjóð og mögulega barnanna minna líka. Það gengur ekki. Það virkar ekki að beita sömu meðölum og gerði þig veikann. Við verðum að læra af mistökunum og við verðum að lesa söguna aftur og finna punktinn þar sem við fórum útaf. Árið 1910 neitaði Alþingi langömmu bræðrum mínum að sigla reglulega með ferskan fisk til Englands. Hvað var Alþingi að skipta sér af því? Við verðum að minnka ríkið, við verðum að auka ábyrgð einstaklinganna á sjálfu msér og umhverfi sínu og það þarf að hefjast í skólakerfinu. Það verður að fækka hækjunum sem fólki bíðst. Verðtrygging er hækja semver suma á kostnað annara. Hún er ójöfnuður og ein af ástæðunum við eru m með svo háa vexti á Íslandi. Við verðum að spyrja okkur hvað það er sem gerir okkar litla hagkerfi háð indexing. Við erum eina hagkerfið í heiminum sem gerir þetta rugl. Er það fyrir lífeyrissjóðina sem náðu að tapa 30-40% af eignum sínum og þurfa því hærri ávöxtun en áður?

Fyrir utan þá staðreynd að allar tilraunir tilað líkja eftir raunveruleikanum eru dæmdar tilað vera rangar, því að raunveruleikinn er raunverulegur og han ner gríðarlega flókinn. Núna erumvið með neysluvísitölu sem allir fylgja en einginn er með þáneyslu sem hún mælir. Samt hækka lán allra jafnmikið. Neysluvísitalan er þetta andskotans Aggregate sem Sósíalistar allra landa elska en enginn veit hvað í raun er. Það eru einstaklingar sem mynda samfélög og við erum öll blessunarlega öðruvísi og það skiptir máli hvað við sem einstaklingar gerum. Ég drekk aldrei mjólk og mín neysla á mjókurafurðum er óveruleg í heild sinni. Af hverju hækka lán mín þegar MS ákveður að það þurfi að hækka vörurnar vegan þess að bændur vilja meiri peninga? Við bara eigum að taka skellin saman eisn og góðir sameignarsinnar?

Með virðingu og vinsemd. Kristjan

kristjanerl (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 20:10

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kristjan

Ekki skulum við gera lítið út fyrstu leggjum Iðnbyltingarinnar. Það skulum við ekki gera:

I Fyrsti leggur: gufuafl & járnbrautir; 1750-1830

II Rafmangið, sprengimótorinn rennandi vatn, salerni, fjarskipti, skemmtun, efni efnafræðinnar og bensín frá 1870 til 1900, sem bjó í haginn fyrir tímabilið allar götur fram til 1960, er síðasti leggur komst á fætur; III tölvur og upplýsingatækni. 

En það er alveg sama hve lengi við veltum okkur upp úr nítjándu öldinni; almenningur lifði, bjó og dó í fátækt. Ríkidæmi almennings, sem er afleiða hinna fyrstu leggja Iðnbyltingarinnar, kom ekki fyrr en á okkar dögum. 

Frá 1960 til dagsins í dag hefur hraði hagvaxtar Vesturlanda hins vegar staðið á fallandi fæti. Hér getur maður getur valið að trúa á tvennt: að síðasti leggurinn frá 1960 eigi ennþá eftir að skila okkur því besta. Eða - að hagvöxtur munu hverfa næstu 400 til 1000 árin eða svo.

Ég minni því hér á fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Þar byrjuðu menn þegar að sakna fjarveru ávaxta hagvaxtar árið 2008.

Ég trúi á hið fyrra. Oftast. Þó ekki alltaf. 

Um sósíalsimsoninn erum alveg einmála: Slæm hönnun og enn verra útlit

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2013 kl. 22:58

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Annars held ég Kristian að þú komir ekki auga á hinn raunverulega djöful indexunar. Sjá djöfull er svo stór að þú kemur ekki auga á hann, því þú býrð inni í honum.

Hér á ég við samhæfingu. C O O R D I N A T I O N

Samhæfingu hagkerfa. Samþættingu hagkerfa. Sam þetta og sam hitt. Sem er hvorki meira né minna en samsæri stjórnmálaelítunnar gegn borgurum og kjósendum þjóðríkjanna.

Þessi samhæfing og samþætting er að murka lífið úr arðsemi allra hluta. Ástand fjármálakerfisins í handjárnum þriggja djöfuldóma peningakerfisins (evra-EMU, kommúnistamynt Kína plús japanska jenið undir síðasta andardrætti öldrunarhagkerfis Japans) og hins nánasta umhverfis þess, er óhugnanlega mikið farið að minna á það ástand sem ríkti í peninga- og fjármálakerfinu í aðdraganda hinnar Fyrri heimsstyrjaldar.

Þetta illfygli samhæfingarinnar flýtur um heimshöfin sem NIÐUR njörvaður TRÖLLVAXINN borgarísjaki sem haldið er saman með asna- og axlaböndum THE COORDINATORS!

En mikilvægt er þó að geta skilið á milli peningakerfisins (rörin) og fjármálakerfisins (vökvinn). Peningakerfið er ekki það sama og fjármálakerfið. Um peningakerfið getur því miður flætt skólp.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2013 kl. 23:48

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eftir fall Sovétríkjanna og af tilefni hruns þeirra, skirfaði Novak;

===================

"One of the most outstanding characteristics of our age is that ideas, even false and unworkable ideas, even ideas which are no longer believed in by their official guardians, rule the affairs of men and ride roughshod over stubborn facts. Ideas of enormous destructiveness, cruelty, and impracticality retain the allegiance of elites that benefit from them. The empirical record seems not to jut through into consciousness to break their spell. The class of persons who earn their livelihood from the making of ideas and symbols seems both unusually bewitched by falsehoods and absurdities and uniquely empowered to impose them on hapless individuals."

===================  

Nú jæja. Nú er þetta komið "all over the place" => þ.e. þessu afleidda gunnflaggi fáránleikans er nú riðið yfir alla Evrópu. 

Að fólk vilji vernda bæði inneignir sínar fastar sem lausar, er einn þátturinn í baráttunni gegn úþynningu eignarréttarins. Þess ættu menn að minnast þega þeir hugsa um uppétinn sparisjóð, verðlaus sparimerki, horfna víxla og 12 sinnum tvílembdar fuðraðar upp inni á reikningi - hjá SÍS.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2013 kl. 04:40

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig á að leggja fyrir ef þessir postular verðtryggingarbanns fá að ráða? Ef enginn leggur fyrir þá er aðeins hægt að búa til peninga til langtímalána með rafkrónum. Hver getur borgað þá vexti sem þá verða í boði. Verða menn ekki heldur að hætta við að byggja?

Vandinn núna er einskiptisvandi meðal annars þeirra sem þú lýsir vel hér að framan. Það þarf að taka vísitöluna til baka fyrir hrun og halda svo áfram eins og ekkert hafi ískorist. Ég vil fá skammtíma verðtryggða bankareikninga með mínus ávöxtun ef með þarf. Bara eitthvað annað en 5 % vexti mínus 20% fjármagnstekjuskatt í 10 % verðbólgu eins og núna. Og hætta að skattlegja verðbætur á sparifé sem tekjur.

Halldór Jónsson, 20.2.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband