Leita í fréttum mbl.is

Portúgalir komnir til að vernda Kredithörpuna

Vængsveit portúgalska lofthersins er kominn til Íslands til að passa upp á loftbelgi Hörpunnar. Portúgal er ESB-land sem hangir fast í hengingaról evrunnar. Landið er í AGS-prógrammi og það er sokkið fast í leðjusvað björgunarátveislu Brusselveldisins. Atvinnuleysi er að nálgast 16 prósent og skattatekjur ríkissjóðs eru að þorna upp. Landið og fjármálakerfi þess er lokað af frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Enginn treystir því fyrir einum dal yfir nóttina, nema auðvitað Íslendingar, sem fela þeim að handhefja eftirlitið með 800.000 ferkílómetra lofrými sínu.

Landsstjórn einnar ríkustu þjóðar veraldar sem þykist ekki getað skaffað sér eins og eina tólf stykkja eskadrillu af F-16 þotum með öllu til að hafa eftirlit með lofthelgi landsins, á meðan hún kvakar og landkynningar-klappar fyrir sjálfri sér ofan í tugmiljarða öskubökkum bankakerfis Kredithörpunnar, er ekki upp á marga fiska, verð ég að segja. Mér blöskrar. Af hverju er þetta svona?

Það er varla að þjóðkjörin landsstjórn Íslendinga tými að halda uppi sæmilegri löggæslu í landinu okkar. Hvað er að. Er þetta Icesave?
 
Getur þetta verið rétt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta með andúð róttækra vinstrimanna á löggæslu, það er sannarlega verðugt rannsóknarefni. Andúðin á öryggismálum almennt og landvörnum einnig.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:25

2 identicon

Dööhhh....

Það er ekkert að verja í Portúgal lengur, nema skuldafjall. Og Portúgalnir vilja sjálfsagt ekkert frekar en að eitthvert óvinveitt ríki yfirtaki helv.... fjallið. Þeir meira að segja eru að reyna að fá restina af ESB til að yfirtaka fjallað, helst einhverja vitleysinga í norður Evrópu. Kannski þetta sé ástæða þess, að þeir senda þriðjung af orustuvélunum sínum eins langt í burtu og mögulegt er.

Sem betur fer skortir Portúgala "stragetískar" sprengjuflugvélar, sem útilokar það, að þeir geti sturtað skuldasprengjum yfir litla landið okkar.

Hver sem ástæðan er fyrir komunni, þá vil ég vara menn á Keflavíkurflugvelli við að skaffa þeim bensín á vélarnar upp á krít. Og alls ekki fyrir skuldabréf í evrum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 13:22

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Þeir fá jú borgað fyrir að koma þannig að þetta er augljóst.

Einar Þór Strand, 24.8.2012 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband