Leita í fréttum mbl.is

Tækifærin felld til jarðar

Eini herafli Íslands er ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem herjar á fólkið í landinu. Hún er eins og rokið. Hún fellir þroskuð bláberin til jarðar þar sem þau rotna og verða engum mannlegum til gagns. Tækifærin eru af ríkisstjórninni blásin af lynginu og látin rotna ormum til góða. Úr þessum búskap kemur aldrei neitt nema ríkisskipulögð fátækt. Og af henni hefur alltaf verið nóg í faðmlagi þjóða við sósíalisma og kommúnista. Þetta ragnarok Samfylkingar og Vinstri grænna hefur nú geisað á fjórða ár. Og vindurinn er kominn inn í höfuð fólksins. Þar geisar hann og lamar þjóðarlíkamann sem sundrast samkvæmt áætlun.

Af ferðamönnum komust apar loks í þjóðareign. Fram stormar fátækt í súrkáli. Ísar koma.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband