Leita í fréttum mbl.is

Dular(fjár)mögnun Þýskalandsgerfisins

Federal Republic of Germany - skuldatryggingaálag pr 15 júní 2012
Bloomberg; CDBR1U5:IND
 
Frá því að fjármálakreppan skall á árið 2008 hefur það verið mér hulin ráðgáta hvers vegna hinn svo kallaði fjárfestingaheimur hefur álitið ríkissjóð Þýskalands vera örugga höfn. Jú, mikið rétt, ávöxtunarkrafan á ríkissjóð Þýskalands hefur lækkað og lækkað. En það er nú bara það sem gerst hefur um víðan heim vegna þess að einkageirinn er enn í losti. En það hefur skuldatryggingaálagið á þýska ríkissjóðinn hins vegar ekki gert. Það hefur ekki lækkað, heldur bara hækkað og hækkað. Það er nú 104 punktar og fer sífellt hækkandi. Álagið á ríkissjóð Bandaríkjanna er 49 punktar og haggast varla þrátt fyrir að Standard & Poor's hafi eitt fyrirtækja lækkað landið í einkunn fyrir tæpu ári síðan. Og þrátt fyrir þessa lækkun S&P greiða fjárfestar nú ríkissjóði Bandaríkjanna fé fyrir að geyma peninga sína. Þeir borga með sér þegar um verðtryggð ríkisskuldabréfakaup er að ræða. 

En hér verðum við að muna fast að hið sama hélt þessi svo kallaði fjárfestingaheimur um evruríkissjóði Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu á skynvilluárum evrunnar frá 2002-2007. Þar leiddi frú hauslaus Frankenstína eiginmann sinn að veisluborðinu í fábjánalandi evrunnar í hinu margfræga boði Brusselveldisins. Þetta boðsborð og allt sem á því var er nú horfið og fjárfestar dingla um tómarúmið í lausu lofti. Vita ekki sitt rjúkandi ráð sem svo sannarlega var aldrei til, þegar betur var að gáð í langt og hart sóttar háskólagráður þeirra í búnkavís.
 
Hvar er betra sönnunargagn um þessa firru fábjánaskapar að finna en einmitt um borð í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þar er höndum og fótum klappað klárt í sokkna bátana sem sukku við bryggjuna vegna þess að stjórnin þorði aldrei að láta út höfn. Hún fann því ekki neitt og hefði aldrei fundið í Ísland. Liggur bara sem fúnaður sokkinn floti bundin við Noregsbryggju.

Halda fjárfestar virkilega að hin aldraði mannfjöldi Þýskalands, sem fækkar sér um nokkur hundur þúsund manns á ári, sé borgunarmaður fyrir einhverju? Að þýska þjóðin, sem á góðum degi tímir varla að snýta sér, ætli að borga þessa þvælu þegjandi?
 
Fróðlegt verður að fylgjast með útgöngum
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband