Leita í fréttum mbl.is

Áfram er ESB byggt eitthvað út í loftið

Allir eru að reyna að átta sig á því hvað fram fer inni í sjálfri Frankensteinfabrikku Evrópusambandsins. Eru að reyna að átta sig á hinu upplýsta gegnsæi þess. Og enginn maður veit heldur hvar sjálf frabrikkan er staðsett né hvernig hún lítur út, utan frá séð. Þannig er að búa inni í svartholi.
 
Þeir sem þar eru í sínu vel þekkta öngva sambandi við sambandið — borgararnir sjálfir — og sem samtímis eru í engu sambandi við það_var_nefnilega_það_kjörna fulltrúa sína, bíða nú eftir að sveinsstykkið í buxum Brusselveldisins láti af sér vita þegar það verður loksins alveg tilbúið til að kollvarpa tilveru fólksins í nútíð og um langa framtíð.

Giskað er á að unnið sé að nýju Evrópubankasambandi - eða nýju Evrópuríkisstjórnaskuldasambandi - eða nýju Evrópubjörgunarsambandi sem bjarga á löndunum frá Evrópusambandinu - eða alla vega að einhverju sem leyst getur ókjósanleg fötin niður um fyrirbærið þannig að keisarinn fái nú loksins notið sín nakinn.

Það er ekki gott að segja hvað verður. Ríkissjóður Spánar hefur cirka þrjár vikur til að sjúga þann merg sem eftir í beinagrind Evrópusambandsins, áður en Ítalía syngur.

En eitt er þó hægt að segja hér: Þegar enginn veit lengur hvað fæst fyrir atkvæðin hjá þeim stjórnmálaflokkum sem stofnuðu allt Evrópusamband Brusselveldisins frá upphafi, án raunverulegs umboðs frá kjósendum, þá munu kjósendur í síauknum mæli kasta atkvæði sínu á þá flokka sem voru ekki viðriðnir byggingu ferlíkis þessa út í nótt og ekki neitt. Þeir munu kjósa þið_vitið_hvað. Og flýta sér að því áður en kosningar verða alveg bannaðar nema til Brussel
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband