Leita í fréttum mbl.is

Hér er ekki mynd af Össuri Skarphéðinssyni

 
Bretinn Anthony Eden
 
Draumur þessa manns var að búa nú loksins til öðruvísi Evrópu. Nýja Evrópu. Sem að megin upplagi yrði fríverslunarsvæði. Yrði E.F.T.A. Þessi maður var Anthony Eden. Sem þreyttur og úrvinda Breti hafði hann umsjón með rjúkandi rústum meginlands Evrópu. Og hann langaði ekki að berjast á bak við gaddavíra þess á ný. En meginland Evrópu átti sér ekki þennan draum. Draumur meginlandsins hefur aldrei verið þess eðlis að hann gæti vaxið og dafnað innan ramma lýðræðislegs stjórnarfars. Ekki innan þess ramma og frelsis þar sem stjórnmálamenn væru ábyrgir gagnvart kjósendum sínum og þjónuðu fólkinu sem kaus þá. Þess vegna hafnaði meginlandið eðlilega draumum Anthony Eden og varð auðvitað eitt stykki Evrópusamband á ný: varð gaddavír í nýrri útgáfu.
 
Hver sagði þetta um Ísland og skellti hurðinni í lás? Össur? Jóhanna? Steingrímur?
 
"England, in effect, is insular. She is maritime. She is linked through her exchanges, her markets, her supply lines to the most distant countries. She pursues essentially industrial and commercial activities and only slightly agricultural ones. She has, in all her doings, very marked and very original habits and traditions. In short, England's nature, England's structure, England's very situation differs profoundly from those of the Continentals."

Nei. Það var þetta sem skiptiborðið um borð í Charles de Gaulle sagði um Bretland. Og hann hafði og hefur enn rétt fyrir sér. Bretland á ekki heima á bak við gaddavír Evrópusambandsins. Og Ísland þúsund sinnum því síður. En hvað var það sem kom skiptiborðinu um borð í Charles de Gaulle í þá aðstöðu að geta sagt Bretum að halda kjafti. Hvað?
 
Nú flæða fjármunir út úr gaddavíravirki Evrópusambandsins á meginlandinu og inn í breska pundið. Því breska pundið er ekki á leið til helvítis og verður líklega aldrei leyst upp úr þessu. Pundið er hvorki bjölluvír né sprengjuvír eins og evra brusselbjána. Enginn markaður getur leyst pundið upp því myntin sú er ekki pólitísk tröllskessa. Og in God we Trust stendur enn á Bandaríkjadalnum. Take that!
 
Stalín fékk völdin með því að aðlaga stjórnkerfi Sovétríkjanna að sjálfum sér með sífelldum skipulagsbreytingum (structural reforms). Bók Niels Erik Rosenfeldt um anatómíu einræðisins er vel þess virði að hún sé lesin.
 
Á Íslandi aðlagar nú ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu stjórnkerfi lýðveldisins að hinu Nýja Sovétríki Evrópu - á meðan bitist er um allt nema það sem ekki sést.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er frétt sem fer örugglega í taugarnar á Össuri.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 09:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er annað merkilegt um Össur í grein af Evrópuvaktinni:

Á vef fréttastofunnar Agence Europe kemur fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi hitt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, mánudaginn 14. maí í Brussel. Þeir hafi rætt framvindu viðræðna fulltrúa Íslands og ESB. „Viðræðurnar munu nú snerta erfiðustu kaflana eins og landbúnað, sjávarútveg og gjaldeyrishöft,“ segir í tilkynningu stækkunarstjórans. Þá kemur fram að Füle sé væntanlegur til Íslands fimmtudaginn 24. maí og fari héðan föstudaginn 25. maí.

Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um fundi Össurar í Brussel 14. maí en lét þess ógetið að hann hefði hitt Füle. Ráðuneytið sagði að ráðherrann hefði setið fund sameiginlegu EES-nefndarinnar og rætt þar um makríl og álit lagaprófessora um að innleiðing tilskipana ESB um sameiginlegar stofnanir til eftirlits með bönkum og fjármálastofnunum bryti gegn íslensku stjórnarskránni og gæta yrði þess við innleiðingu þeirra að stjórnarskráin væri virt. Hér á landi hafði ráðherrann sagt að annaðhvort yrði að breyta stjórnarskránni eða slíta EES-samstarfinu vegna þessara tilskipana.

Þetta er ótrúlega ómerkilegur lygalaupur.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 12:08

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Anthony Eden er annars ekkert ólíkur Jóni Baldvin þegar hann var upp á sitt besta.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Jón Steinar. Hér er ekkert sem minnir á þann. Vinsamlegast ekki eyðileggja daginn fyrir mér.

Anthony Eden var síðasti utanríkisráðherra Bretlands sem vann og framkvæmdi sjálfstæða eiðsvarna utanríkisstefnu Bretlands samkvæmt Sovereign State of Great Britain, by The Sovereign's Command

Hann var alger andstæðignur ESB og alger talsmaður frelsisins sem fólst í E.F.T.A.

Þó þarf einnig að muna hér eftir David Owen sem var utanríkisráðherra 77-79.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.5.2012 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband