Leita í fréttum mbl.is

Structural reforms; skipulagsbreytingar ESB

Líklega er þetta hugtak hið mest notaða fyrirbæri í orðaforða Brusselbáknsins. Í Sovétríkjunum voru skipulagsbreytingar yfirvalda krónískar. Þær tóku engan enda. Þær voru alltaf í gangi. En virkuðu samt aldrei neitt, nema til hins verra

Svona er staðan orðin í Evrópusambandinu. Endalausar skipulagsbreytingar elítu Evrópusambands hin síðustu 35 ár áttu alltaf að binda enda á öll vandræði og þjáningar Evrópubúa. Svo var okkur sagt

Vandamálið með þessi "structural reforms" Evrópusambandsins, þ.e.a.s skipulagsbreytingar sambandsins; er sjálfur aflvaki þeirra og tilgangur. Aflvakinn er ekki fólkið sjálft. Heldur er það þetta sem ESB-elítan þrífst á. Hún þrífst á því að krefjast sífelldra skipulagsbreytinga

Heill vellaunaður bransi hefur myndast í kringum þetta fyrirbæri í Evrópusambandinu. Þetta er ekki ólíkt atvinnubransanum sem á að finna atvinnu sem ekki er til handa fólki sem enga vinnu hefur. Endalaus námskeið eru haldin á vegum atvinnubransans. Þau snúast um að finna það sem ekki er til og sem aldrei verður til. Og um að breyta fólki og framkomu þess. Logið er endalaust til um árangur atvinnubransans. Og endalaust er skattpeningum borgarana hent á bál þessa fyrirbæris sem ekkert leggur til landsframleiðslunnar annað en froðugas. Áratug eftir áratug er atvinnuleysi í Evrópusambandinu eftir sem áður svo hátt að það jafnast á við 35 ára bankahrun. Á meðan þénar atvinnubransinn vel á þessum óförum almennings

Þetta er sjálfur tilgangur Evrópusambandsins í hnotskurn. Að rústa þjóðríkjunum. Best er að rústa þjóðríkjum með því að murka smá saman lífið úr "þjóðbernsku burðarafli" þess; natal-energy. Koma á krónískum skipulagsbreytingum sem alltaf eru endalaust alveg við það að lækna þetta allt. Þetta var svona í Sovét og þetta er svona í Evrópusambandinu; rétt handan við hornið, alveg að koma. Það þarf bara rétt að breyta þessu og hinu, leggja niður þetta eða hitt og færa það yfir til Brussel; upp á EU-level

Þegar búið er að veikja grunnstólpa þjóðríkjanna það mikið að þau geta ekki lengur stutt við sjálfa frumþróun sína, þá er takmarkinu náð. Númer eitt er því að rústa orkuforða þjóða; rústa hinu meðfædda natal-energy 
 
Here we come. It will never recover
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband