Sunnudagur, 29. apríl 2012
Ójarðtengd samanburðarárátta háir Íslendingum
Ég verð að lýsa mig sem verandi á algerlega öndverðri skoðun við sumt það sem Pétur Gunnarsson rithöfundur segir í þessu viðtali. Þ.e.a.s ef ég les viðtalið rétt og sé ekki að misskilja það sem ég bendi á hér fyrir neðan.
Það var einmitt samanburðarárátta Íslendinga sem bjó til banka- og útrásarbóluhrunið hér. Þar báru toppfígúrur innlensku senunnar sig saman við það sem þeir sáu í útlöndum. Og án þess að gera sér grein fyrir eðli samanburðarins og eðli þeirra hvata sem samanburðurinn hafði þrýst þeim út í.
Bólur eru í eðli sínu samanburðar-vopnakapphlaup um að verða ekki álitinn heimskari, minna ríkur og að minnsta kosti jafn mikið vouge-horuð eða svart-sólbrúnni en nágranninn. Þetta er "hedging your self against stupidity". Ótrúlega margir hoppa á þennan vagn þegar honum er ekið inn götuna. Þegar það gersit þá verður til bóluferli og eins konar innvortis samanburðar styrjöld. En sjálfur hvatinn er oftast samanburðurinn við það sem stuttlega hugsandi gestir fá nasaþefinn af á of stuttum ferðum sínum erlendis.
Stundum finnst mér að Íslendingar séu samanburðaróðir í eina átt þ.e. inn_á_við þegar þeir eru heima hjá sér, en hins vegar þveröfugt þegar þeir eru á erlendri grundu. Þetta er þó skárra en að vera danskur, sænskur, þýskur eða franskur, þar sem allt er alltaf best heima alveg sama hvað séð jafnt utan frá sem innan.
Tímaritin og blöðin; hér vandast málið að sumu leyti nokkuð. Vönduð umfjöllun um vitleysu er varhugaverð, datt mér í hug, þegar einn virtasti prófessor danskrar þjóðhagfræði lét kandídatsritgerð dóttur minnar bíða dóms og laga, með þeirri afsökun að hann væri að ljúka við vandaða blaðagrein í Berlingske, um að Danir ættu að taka upp evruna, korter í hrun hennar. Það væri greinilega ekki lengur nóg að upplýsa efasemdarmenn með vandaðri blaðagrein í ny og næ í Information. Sem annað og einfaldara dæmi um evrópska útgáfuvöndun má nefna horrenglu tímaritið Vogue. Það selst í um það bil í 2-3 þúsund eintökum (sem er kannski upplag hins eftirlifandi aðals) í allri Evrópu. Kaupendur eru næstum alfarið auglýsingastofur sem nota blaðið til að klippa í það og herma eftir því í sínum blöðum. En sannleikurinn er sá að tímarit og dagblöð koma hvergi út í stórum upplögum í Evrópu, nema einmitt á Íslandi. Sannleikurinn er einnig sá að almenningur í Evrópu les hvorki tímarit né dagblöð. Hann les heldur ekki bækur. Hann er illa upplýstur, óvitandi og ótrúlega alltaf án náins jarðsambands við það sem er að gerast í elítuvæddu samfélagi flestra ríkja gömlu Evrópu. Stærsta prentaða tímaritið sem kemur út á hverjum degi í Evrópu er þýska s___ritið Bild.
Miðað við mannfjölda, aðstæður og forsendur er Vikan líklega stærsta, besta og vandaðasta tímarit í allri Evrópu. Hægt er að nefna fleiri dæmi.
Á velmektar árum Morgunblaðsins kom blaðið út í jafn mörgum eintökum og stærstu blöð á Norðurlöndum gera nú. Og nú er blaðið einnig lesið á tölvuskjám í stýrikerfum og á interneti því sem Ameríka skaffaði gömlu Evrópu, sem því miður enn er að lesa niður um sjálfa sig í Vouge.
Þetta er mín skoðun: Ég bjó í 25 ár í Evrópu og þrautreyndi þar áhrifamátt margra tímarita og dagblaða með því að kaupa af þeim hundrað sinnum of hátt verðlagt auglýsingapláss, undir beina markaðsfærslu. Ýmislegt er hægt að læra um það fólk sem les evrópsku pressuna með því að tala við fólkið sjálft og þjónusta það. Að tala persónulega við 25.000 manns var ansi lærdómsríkt.
Þessar tvær skoðanir um ofangreind atriði í ágætisviðtalinu við Pétur, finnst mér nokkuð góð dæmi um það sem ég vil kalla "vanhugsaða sveitamennsku". Afsakið. Mesta sveitamennskan á Íslandi á enn þá heima í Reykjavík. En ekta, upprunaleg og vel gróin íslensk sveitamennska er einn af hinum duldu fjársjóðum okkar lands. Ekkert jafnast á við "the real thing". Það var einmitt þessi "real sveita thing" sem kom í veg fyrir að við gengum í Sovétríkin á sínum tíma og að við fengum loksins fast slegnar okkar eigin 200 sjómílur. Reykjavík hefði þó sennilega gengið í Sovétið sjálft, hefði hún ráðið, en Ísland þó ekki. Landið ekki.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort Sovétríkin væru ekki ennþá lifandi hefði viljað svo illa til að Margaret Thatcher og Ronald Reagan hefðu ekki verið á sínum stað á einmitt réttum tíma. Rétt fólk sem hafði rétt fyrir sér á réttum tíma. Eiginlega er ég nokkuð viss um að Sovétríkin væru enn lifandi og þá með aðstoð samburðarmanna þess í Vestri. Og einmitt vegna ótta burðarmanna þeirra við hrunið. Nú er það evran og esb sem mega ekki falla. Það verður að hindra hrunið.
Ekki var skrítið að Pelle skyldi fara til Ameríku í kringum 1900, tæpum tveim öldum eftir að átthagafjötrakerfið og bændaánauðin voru tekin upp í Evrópu
Fyrri færsla
Samanburðarleysi háir Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 30.4.2012 kl. 03:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Heimska og "forheimska" eru endilega ekki það sama, þó áhrifin og útkoman sé svipuð, blöð og tímarit, ásamt öðrum áróðursmiðlum, geta svo sannarlega "forheimskað" annars sæmilega vel gefið fólk, sérstaklega í seinni tíð þar sem enginn má vera lengur að því að lesa "undir fyrirsögnunum", það er oftar en ekki óhugnalegt að sjá hve samhengið þar á milli er lítið.
Þú Gunnar ! upplifðir "Evrópu" (átt líklega við meginlandið+skandinavíu), þar sem Ísland er jú í Evrópu) og íbúa þar á þinn hátt og frá þínu sjónarhorni, berð svo saman við Ísland og íslendinga, ekki það að munurinn ef einhver er eiginlega, komi svo skýrt fram endilega hjá þér, þá ýjar þú að vissum gáfnamun, skil ég þig rétt ?
Frá mínu sjónarhorni séð, eftir 27 ár, reyndar búsettur í Noregi, en vegna starfa minna verið meir og minna í sambandi við flesta íbúa Evrópu, (hef ekki talið hversu marga ég hef verið "persónulega" í sambandi við, en það eru margir) tek ég mér bessaleyfi og mynda mér mína eigin skoðun á fólkinu svona almennt, sé engann afgerandi gáfnamun, en eins og ég sagði í upphafi þá, er til að mínu mati nokkuð sem kalla má "forheimsku".
Og þar er ég ekki svo viss um að íslendingar komi svo alltof vel út í samanburði við restina af Evrópu, svona almennt, það sýnir kannski best dæmið um það hvernig þetta auðuga land fór útúr bankakrísunni og kreppunni, það var spilað hátt og djarft, eða öllu heldur vegna áhrifa utanfrá, drauminn um að "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint" ?
Ég er handviss um að á venjulegu gáfnaprófi, myndu íslendingar skora vel yfir meðallaginu í Evrópu annars, en svo var það þetta með "forheimskuna" meðan maður sér yfir alla Evrópu, til og með hinum norðurlöndunum, að fólk flest (alltaf undantekningar frá öllum reglum samt) er sátt við sinn stað í samfélaginu, er þar sem það er vegna menntunnar, eða skorts á menntun þessvegna, er í starfi eða stöðu sem það er sátt við og þar með sátt við tekjurnar af starfi sínu og þeim lifistandard sem það veitir, meðan á Íslandi reyna allir að vera "kóngar allir hreint", með "mastergráðu" og helst meiri tekjur en nágranninn.
Það þarf jafnvel að fara alla leið til Dubai til að finna hliðstæðu, þar er svo til enginn innfæddur í "verkamannastarfi".
Ástæðan fyrir þessu kann að vera stærð, eða öllu heldur smæð samfélagsins, það gengur ekki upp í stórum samfélögum að allir séu kóngar, nema þá flytja inn "þegna" eins og Sameinuðu Furstadæmin gera, af rúmum 5 milljónum íbúa, eru aðeins 20% innfæddir !!
Líst annars vel á þetta með "Sveitamennskuna" Gunnar ! þar liggur kannski grunnurinn að betra lífi og afkomu fyrir landa okkar, "Back to Basic" möguleikarnir eru óteljandi, bara ef sátt næst og einbeitingin sett á það sem máli skiftir, hætta að dreyma um "Riddarann" á hvíta ESB hestinum, t.d. láta bæði ESB og Noreg (með Rússa bak við tjöldin) bara gnísta tönnum vegna makríldeilunnar, tíminn vinnur með Íslandi (og Færeyjum) í því máli, bretta upp ermar og fara að vinna "ALVÖRU" verkin, þá gufar "forheimskan" upp eins og dögg fyrir sólu, meðan venjuleg heimska, yfirgefur mann aldrei.
Takk fyrir (að mörgu leyti) fróðlegann pistil Gunnar.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 11:29
Þakka þér Kristján
"Gáfur" hafa ekkert með þetta mál að gera.
Hvað getum við sagt okkur um þá sem "standa sig vel á gáfnaprófum"? Jú, lítið annað en það að þeir eru góðir í að taka gáfnapróf.
Hvað er hægt að nota svoleiðs fólk í? Jú til dæmis til að hlýða enn "gáfaðra" fólki við reikna sig fram til glæsilegra niðurstaðna í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni.
Vel hugsuð sveitamennska er náttúrugjöf sem meðal annars inniheldur náttúrulegt hugrekki. Hana eiga menn að nota og hætta að hugsa um gáfnafars-vopnakapphlaupið.
Til dæmis væri hægt að byrja á því draga sendiherra ESB upp að Þingvöllum og nudda nefinu á honum niður í jörðina!
Norski sveitadrengurinn kom sér til dæmis upp olíuiðnaði. Og gerði það bara ansi vel. Þar var ekkert sjálfgefið frá upphafi.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 30.4.2012 kl. 14:39
"Til dæmis væri hægt að byrja á því draga sendiherra ESB upp að Þingvöllum og nudda nefinu á honum niður í jörðina! "
Big "Like" á þetta Gunnar !
Heyrumst
Kveðja
KH
Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.