Leita í fréttum mbl.is

Að tryggja sig gegn hagsæld; DDRÚV stofnar leshring um samyrkjubú ESB

Samyrkjubú í Sovét - teiknimynd af hagnaði og velmegun
Teiknimynd af hagnaði og velmegun á landsbyggðinni.
 
Nú hafa Vinstrihreyfingin grænt framboð (áður rautt) og Rauður vettvangur (áður blóðrauður) stofnað í samhneigingu leshring um Marx-Lenínisma (þjóðarmorðin). Þetta er nokkurs konar leshringur um hagnaðinn af nýja ESB. Þarna læra menn að lesa ársreikninga Evrópusambandsins sem enginn hefur þorað að skrifa um né upp á síðastliðin fimmtán ár. Mikið áræði og mikil áhættutaka fer þarna fram, eins og þetta rauða fólk þekkir svo vel úr þessu einkaframtaki sínu. Þjóðnýting öndunar- og veiðarfæra er svo næst efst á dagskrá.
 
Það var því ekki seinna vænna en að hinn verndaði vinnustaður DDRÚV fylgdi í fótspor fiskimanna sinna og gerði Landann loksins að ESB-leshring. Það eina sem ég hef getað horft á í DDRÚV hingað til er Landinn. En nú er ESB-áróður stofnunarinnar komin þangað inn líka og ég hættur að geta horft upp á þessar aulaþreskivélar höfuðborgarsvæðisins gera sig að fílfum og fara í leshringi á vegum ESB-klíkunnar, sem síðan ekur græn og glöð með einn tannstöngul heim í einu í hverri ferð.

Gott dæmi um tryggingu gegn hagsæld er að leyfa DDRÚV að vera til eins og það er. Þið sjáið afrakstur DDRÚV á uppstilltri mynd sjónvarpsins á hverju kvöldi, þar sem hvítu er nú ESB-logið út og suður um landsbyggðarstyrki ESB, sem aldrei hafa verið veittir í Svíþjóð né Finnlandi. Svíþjóð og Svíar hafa aldrei fengið eina krónu í styrk frá ESB og landsbyggð Svíþjóðar hefur aldrei fengið eina evru í neinn styrk til neinna byggðamála. Peningajöfnuður Svíþjóðar gagnvart ESB hefur alltaf verið afar neikvæður: þ.e.a.s Svíar hafa alltaf þurft að greiða með sér öll árin í ESB; senda peninga landsbyggðar sinnar til landa ESB þar sem þeir verða að styrkjadópi í sukki- og svínastíu ESB-spillingarveldisins; Hverjir fá og hverjir þurfa að borga.

Hagnaður af DDRÚV er enginn, nema fyrir ESB-elítuna. Viðskiptavinir þess eru öngvir og þjóðartap stofnunarinnar er stórt á hverju ári. Ef áróðursdeild DDRÚV væri lögð niður þá gæti þar staðir eftir ágætis þjóðarútvarp, menningararfur, en ekki ómenningarherfi þetta.

Fyrir nokkrum árum horfði ég á sænskan sjónvarpsþátt. Hann fjallaði um þann klofning sem varð í sænska samfélaginu þegar vindar jafnaðarmennsku blésu hvað harðast í því þjóðfélagi - og þegar sænskir jafnaðarmenn lögðu stóran hluta gamla bændasamfélags Svíþjóðar í rúst með nýjum áætlunarbúskap og nýju samfélagsskipulagi. Margir áttu um sárt að binda mjög lengi. Um 500 smábýli voru leyst upp á hverjum degi undir rauðum vettvangi.

Rætt var við fyrrverandi nemendur í skóla nokkrum í einu af fátækari hverfum Stokkhólms. Þeir lýstu skólagöngu sinni á þessum tímum á átakanlegan hátt. Það sem skapaði samstöðu og samheldni meðal nemenda í skólanum var sú hefndarlega "samhyggð" að sýna ekki betri árangur en sá lélegasti gat sýnt í bekknum. Þeir tóku sig af sínum á þennan hátt. Þarna datt mér eftirfarandi í hug: þetta er kjörin leið til að tryggja sig gegn hagsæld (e. hedge against prosperity). Síðan þetta var, er Svíþjóð örlítið breytt. En margir þessara nemenda urðu þó neðanveltu í því sænska samfélagi sem varð seinna meir.

Þetta er eins konar DDRÚV. Bara það lélegasta er þar nógu gott. 

Að ganga ekki í takt

Að ganga ekki í takt
Konan mín sagði mér frá því að það hefði komið heimspekingur í danska sjónvarpið. Hann var þá að gefa út bók. Þetta var rétt eftir hrun. Hann sagði að Adolf Hitler hefði orðið mjög ánægður með samfélagið í dag. Hvað meinarðu?, spurði fréttamaðurinn vandræðalega. Jú hann vildi að við gengjum öll í takt. Lýðræðið væri sett til hliðar sagði heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen. Í dag hlýða menn og gera eins og þeim er sagt. Til dæmis fer öll þjóðin eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja. Spuna meistarar stjórnvalda gegna hlutverki áróðursráðuneytis.
 
Og svo er það DDRÚV. Það er rammgerður ósnertanlegur spunameistari stjórnvalda sem sífellt byggir út þetta fílter stjórnmálamanna gegn fólki og lýðræði í landinu. Spunnið er þykkt fílter gegn fólkinu. Háborg spunans er Evrópusambandið sjálft. Sovét nútímans.

"Þetta er rétt hjá honum Gunni, enginn hefur lengur góðan rétt á að segja neitt sem brýtur í bága við pólitískan rétttrúnað í dag", bætti konan mín svo við. "Sjáðu bara umhverfismálið" sagði hún. Það er hið svo kallaða hlýnunarmál sem hún á við - og fjölmiðlana. "Hmm já, þetta er kannski rétt hjá honum," sagði ég við konuna mína. Svo labbaði ég burt. Á leiðinni að skrifborðinu datt mér í hug að vandamálið í myntbandalagi Evrópusambandsins núna væri það að Grikkland gengi ekki í takt - bara alls ekki í takt.
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvar getur maður lesið um samyrkjubú í ESB? Hef ekki heyrt að þeim nema í Gömlu Sovétríkjunum, og Ísrael.  Og hverju er logið um landbúnaðarstyrki ESB?

Og þú gerir þér væntanlega grein fyrir að það eru aðeins um 4000 lögbíli eftir á Íslandi. Og mér skilst að um 40% fækkun hafi orðið í þeirri stétt á síðustu árum. Það eru komin hér fyrirtæki sem hafa keypt allt um 60 eða 70 jarðir. Einstaklingar sem hafa keypt upp heilu dalina. Og þrátt fyrir það hefur ESB ekki verið hér. Fækkun í bændastétt hér er í linulegu samræmi við Finnland eftir að Finnar gengu í ESB. Þannig að þessi þróun er óháð ESB. En ólíkt styrkjum eins og þeir eru hér í dag þar sem þeir eru framleiðslutengdir þá eru ESB styrkir hugsaðir til að fólk geti búið áfram út á landi. Og ekki gerð krafa um mjólkur og kjötkvóta. Þannig er mjólkurkvóti hér seldur dýrum dómum þannig að engin nema hugsanlega fyrirtæki geta hafið mjólkurframleiðslu. Og svo styrkjum við þessa 4000 framleiðendur um 15 milljarða auk þess sem við borgum fyrir vörur þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2012 kl. 15:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Magnús og takk fyrir innlitið

Lygar, svartar sem hvítar voru aðalasmerki valdaklíku Sovétríkjanna. Það sama gildir um Evrópusambandið. Þar eru lygar, hvítar sem kolsvartar, sukk, svindl, fals, áróður og lymskuskapur í hæsta hásæti. Og RÚV (DDRÚV) lepur þetta upp og lýgur svo að landsmönnum þeirri lygi sem ESB hellir ofan þá aumu vesalinga sem nú starfa hjá óróðursdeild stofnunarinnar. Halda mætti að RÚV væri orðið Gúlag. Að ESB standi yfir þeim með peningabyssuna og skjóti myntinni inn í höfuð þeirra. 

Engir stykrir hafa verið veittir frá ESB til landsbyggðar í Svíþjóð eða í Finnlandi. Þetta eru allt saman egin peningar Finnlands og Svíþjóðar. Bara svo við höfum það ALVEG á hreinu Magnús. Af hvjeru að vera að ljúga svona gróft hér. Af hvjeru eru menn að því? 

Og nú eru danskar húsnæðislánastofnanir hættar að lána Dönum til húsnæðiskaupa ef þeir búa úti á landi þar sem svo vill til að verð margra fasteigna er fallið niður í hálfa milljón danskra króna, eða sem svarar til 11,5 milljónum íslenskra króna.

Upphaflega ástæðan fyrir þessari þróun er sú að Danmörk gekk í Evrópusambandið árið 1973. Á þeim tíma sem liðinn er frá inngöngu Dana í sambandið, hefur dönskum landbúnaði hrakað það mikið að hann er að deyja. Og með landbúnaðinum deyr danska landsbyggðin. Hið samfélagslega hlutverk dansks landbúnaðar og afleiddra atvinnugreina var það mikið. Ég þekki þetta því ég bjó í jóskri mold í 25 ár. Atburðarásin hefur nú náð því stigi að danskar húsnæðislánastofnanir, sem allar eru evrutengdar, vilja ekki lengur lána fólki peninga til þess að kaupa sér húsnæði í ESB-kirkjugarði Danmerkur á landsbyggðinni. Gott og vel segja krónískir kratar eins og þú.

Ég fór á Hvanneyrarfund Sjálfstæðismanna í Borgarfirði í haust Magnús og jós þar úr mér að verið væri að drepa Ísland með engri alvöru og pólitískt djúpri byggðastefnu* í landinu. Fyrir góðra —og vonandi tryggra— flokksmanna tilstilli, rataði útgáfa af þessu inn í Landsfundarályktun Sjálfstæðiflokksins í byggðamálum. Þetta mál er því aftur orðið eitt af hjartans málum flokksins. Þú kýst hann því örugglega næst. Við getum lært magt af Noðrmönnum hér, en ekkert af ESB.  

Það búa jafn margir á Íslandi í dag og á tímum Snorra Sturlusonar. Höfuðborgarsvæðið hér frátalið. Það var heldur ekki til þá. Þetta er í einu orði sagt brjálæði! Fullkomið brjálæði. En það er bara erfitt fyrir menn að sjá þetta þegar þeir eru ofan í baðinu allan daginn. 

Land sem ekki er notað verður á endanum tekið af okkur. Tekið af okkur. Numið af öðrum. Skiljið þið þetta? Samfylkingin hefur til dæmis verið í beinu sambandið við Kínveskt stjórnvöld um að þau nemi það land sem ekki er notað hér. Það mál þekkir þú væntanlega út og inn.

Helstu afleiðingar engrar alvöru byggðastefnu í þessu lífsnauðsynlega máli eru;

  • of bólugrafið hagkerfi áratugum saman
  • með tilheyrandi ónauðsynlegri verðbólgu
  • Svæsin eignaupptaka
  • Miklu minni nýsköpun
  • Glötun verðmæta
  • Minni samkeppni
  • Meiri fákeppni

Og svo afkynjun höfuðborgarsvæðisins (svo ég þurfi ekki að nota hér orðið úrkynjun), sem komið er úr tengslum og tryggum festum við landið. Það er orðið að skráargati Íslands. Það er ekki heppilegt að allir búi í skráargati Magnús. Í engu ríki heimsins getur þessu verið svona farið nema í Mónakó og Andorra. Ósló er bara 500.000 manns. En í landinu búa fimm milljón manns. Okkar höfuðborg er því miður ekki lengur höfuðborg fyrir land fiskimanna, bænda og smærri atvinnurekendur. Býrð þú í skráargati Íslands Magnús?

Við ERUM fullvalda ríki og þessu ÆTLUM við að ráða og koma í lag.

* Nei: Byggðastefna er ekki það að ríkissjóður kjördæmapoti trilljón krónum inn í Göt á fjöllum 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2012 kl. 18:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess má geta hér Magnús, að hefði ég komið með áhyggjur og vangaveltur mínar inn flokksfélagsfund Samfylkingarinnar þá hefði mér verið vísað til Evrópusambandsins og á lygafræði þess um það.

Hefði ég farið á fund hjá Vinstri grænum þá hefði mér verið boðin þjóðnýting eða í leshring um Marx-Lenínisma (þjóðarmorð).

Því valdi ég að koma með vangaveltur mína inn á flokksfélagsfund Sjálfstæðisflokksins. Og mér var afar vel tekið. Þar hugsuðu fleiri á sömu nótum.

Ég hef þó ekki enn þorað að gerast meðlimur í stjórnmálaflokki. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki enn eiðsvarið óskertu fullveldi landsins í peningamálum algera hollustu sína. Ég bíð eftir því að hann krjúpi við íslensku króuna, kyssi hana fast, og sverji henni algera hollustu sína.

Svo þarf hann að afneita nógu skýrt og afdráttarlaust fyrir mér og öðrum, að hann, undir ENGUM kringumstæðum, vilji EKKERT með NEITT af neinni Evrópusambandsaðild hafa með að gera. Að þar standi 0,00000 og void inni á bankabók flokksins. Að Ísland gangi ALDREI í neitt ríkjasamband og ekki í neitt Evrópusamband.

Þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2012 kl. 19:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen, pistillinn svona la la, en innslagið frábært.

Frábært.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband