Leita í fréttum mbl.is

Til heiðurs Þrasastöðum

 
Það var yndislegt að lesa frásögn og viðtölin við Fljótafólkið á Þrasastöðum í Stíflu í sunnudagsmogganum. Takk fyrir að vera til og takk fyrir að byggja Ísland. Og takk til Morgunblaðsins. Hér er annað frá 1996

Þjóð sem notar ekki landið sitt í nútímanum mun alltaf fyrr en síðar standa frammi fyrir því að landið verður af henni tekið. Landið tekið frá þjóðinni. Numið af öðrum. Það búa jafn margir á Íslandi í dag og á tímum Snorra Sturlusonar. Höfuðborgarsvæðið hér frátalið. Það var heldur ekki til þá. Þetta er í einu orði sagt brjálæði! Það er ekki nóg að nota landið bara í handritum

Það ríkir ógnvænlegt misvægi í byggðum Íslands. Þetta misvægi ætti að blikka stanslaust á ljósatöflum Hagstofunnar, Seðlabankans og allra manna sem hafa með rannsóknir verðbólgu, misvægis og þjóðhagsreikninga að gera. Þýðingarlaust er að minnast á bjölluglamur í musteri forsætisráðaleysisins.

Rannsakið vinsamlegast hversu stór hluti verðbólgusögu íslenska hagkerfisins á sér rætur að rekja til síaukins og þyngra misvægis í byggðum landsins.
  • Ónauðsynleg verðbólga
  • Minni samkeppni
  • Minni nýsköpun
  • Glötuð tækifæri
  • Ostaklukkuhugsun
  • Hrun?
Höfuðborgarsvæði Íslands er að verða eins og svarthol í landinu. Blikkljósin frá Schrödingerkattaliði Stjórnarráðsins eru orðin venjulegum Íslendingum ósýnileg. Já það er þægilegt að vera á Alþingi; sama tölublaður. Engin alvöru og pólitískt djúpt hugsuð byggðastefna er í landinu. Engin.

Þess vegna þarf hið bráðasta að flytja þingstað þjóðainnar aftur til Þingvalla. Þetta gengur ekki lengur.

Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi

ég fríða meyju leit í sætum draumi;

það blöktu lausir lokkar um ljósan meyjar háls;

með blíðubros á munni hún byrjun tók svo máls:

"Sæludal sólar geislar hlúa,

sæludal sælt er í að búa."

 

Um brattan tind þótt blási köldum anda,

ei byljir storma dalnum fagra granda,

því honum helgar vættir með hlífðar skýla arm,

og hér er hlýtt í hlíðum og heitt við meyjar barm;

hjarta trútt hafa snótir dala,

hjarta trútt, hreint sem lindin svala.

 
Piltur og Stúlka; Emil Thoroddsen (1898-1944) - Sönglög úr sjónleiknum Piltur og Stúlka - Jón Thoroddsen (1819-1868)

Ljúft og yndislegt, Heimir. Hattur ofan . .  og takk fyrir tónleikana á föstudagskvöldið. Kvöldversið var klassi!
 
Fyrri færsla
 
 
Tengt
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband