Leita í fréttum mbl.is

Vitsmunalegur stöðugleiki væri ágætur

Þetta byrjar svona; Vitsmunalegur stöðugleiki elur af sér pólitískan stöðugleika sem elur af sér efnahagslegan stöðugleika sem svo elur af sér fjármálalegan stöðugleika. Skorti hið fyrsta þýðir ekkert að kljást við það sem á eftir kemur.
 
Árið 1997 skrifaði þessi sami hagfræðingur sem skrifað er um í fréttinni hér að neðan;
 

"Kanada hefur frá 1987 verið með staðfasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnahagsstjórn er fylgt. Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e.k. aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt. Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum um-talsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar"

 
Sem sagt Kanadadalur er ónýt mynt. Of lítill til að standa einn. Zap. Núna segir hagfræðingurinn eftirfarandi (samkvæmt frétt Morgunblaðsins hér að neðan), sem er hreint ótrúlegt, ef satt er;
 
"Ísland hefði í raun glatað efnahagslegum stöðugleika þegar landið skildi við Danmörku með stofnun lýðveldis á Þingvöllum fyrir 67 árum. Þá væru 30% neikvæðir raunvextir á sjöunda áratugnum dæmi um þá efnahagslegu óstjórn sem hér hefði viðgengist á lýðveldistímanum" 
 
Ef Ásgeir Jónsson hagfræðingur á við að Ísland hafi glatað efnahagslegri stöðnun sinni með stofnun lýðveldis Íslendinga á Þingvöllum árið 1944, þá er það alveg rétt. Sem betur fer. Það sem á eftir kom var eins konar breytinga- eða umbyltingarhagkerfi (e. transitional economy) sem óhjákvæmilega kemur þegar nýlendur fá frelsi sitt, því þá hefst uppbyggingin eftir allt svartnættið.  
 
En neikvæðir raunstýrivextir eru ekki góðir. Það er alveg rétt hjá Ásgeiri Jónssyni. Þeir eru helsta orsök þess að Grikkland er að verða ríkisgjaldþrota nú því raunstýrivextir hafa verið þar neikvæðir síðan landið tók upp evru. Sömu sögur er að segja um Írland og Spán og líklega Portúgal einnig. Illt er þar í efni. Og bankahrun eru þar þegar orðin. Ísland er ekki eina landið þar sem slíkt gerist. Það skemmtilega við náttúrufyrirbærið tímann er það að hann kemur í veg fyrir að allt gerist á sama tíma alls staðar. Við eigum eftir að sjá margt í þeim efnum gerast í ESB.  

Hér er 30 ára langt póstkort úr danska raunveruleikanum. Ég upplifði hann á eigin líkama. Og ég sakna hans ekki. 
 
Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008
 
Hvernig þætti þér lesandi góður að búa við vaxtastig og lánskjör sem eru ekki í neinu samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika í því þjóðfélagi sem þú býrð í, starfar eða rekur fyrirtæki? Hvorki í samhengi við verðbólgustig, atvinnustig, eftirspurn, framboð né gengi gjaldmiðils þíns? Eina samhengið sem þú gætir fundið við raunveruleikann væri eitt orð á blaði – „fastgengi“. Þetta gerðist í Danmörku árið 1982. Þá var ákveðið með einu pennastriki að afnema hinn efnahagslega raunveruleika, ef svo má segja, og taka upp efnahagsstjórn sem mætti líkja við það að aka bifreið án útsýnisglugga. Þeir gangandi vegfarendur sem yrðu á vegi manns yrðu keyrðir miskunarlaust niður. Öðru hverju myndi maður stoppa til að athuga hvort maður væri á réttri leið samkvæmt stöðu á staðsetningartæki í bifreiðinni . . . 
 
. . . áframhaldið má lesa hér; Seðlabankinn og þjóðfélagið
 


mbl.is Umræða um hrunið á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heildarneysluverðtygging á raunávöxtunarkröfu langtíma  veðskuldarforma hér skapar vandamál sem voru ekki hér fyrir 1982. Almennir neytendur hér 80 % lenda í skerðingu ef peningamagn í umferð er aukið til að skapa grunvöll fyrir raunhagvöxt með að veita auknu reiðfé niður í vsk.grunninn. Í Danmörku er 12,1% undir fátæktar mörkum. Það er fróðlegt að vita að Tölur um slík er ekki gefnar upp í Norður Kóreu, Afgananista og Ísland. Heldur ekki tölur um dreifingu á heimilistekjum Danmörku

lowest 10%: 1.9%
highest 10%: 28.7% (2007)  0%. Né tölur um external debt síðustu frá 2002. Ísland getur varla talist stöndugt. Ef nema verja ekki reiðufé í almenn raunverðmæti strax þá er óþarfi að gefa það út fyrir en þess er þörf. Færa innstæðulaus peningaávísanir sem tekjur upp í fjárhagsbókhald til að, víxla með fjármála millifærslur sogar til sín reiðu fé sem annars gæti skapað raunvermæti sem mæti selja í framtíðinni. Til að tryggja hér rauntekjur í framtíðinni. Skuldir-eignir= O selst ekki á mörkuðum sem eru í lagi. 

Júlíus Björnsson, 14.10.2011 kl. 04:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það finnast margir Reykásarnir í dag. Ásgeir er klárlega kominn í þungavigtarflokkinn með þessari ræðu.

Ragnhildur Kolka, 14.10.2011 kl. 09:19

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ásgeir er afskaplega vel að sér í landafræði líka "Landið er lítið"..samt það tekur því ekki að ræða bullið hjá honum.

Það sem krónuníðingarnir gleyma gjarnan þegar þeir eru að tala um lækkun krónunnar gagnvart t.d. þeirri dönsku er aðallega tvennt.

a)Vöxturinn á Íslandi miðað við Danmörku frá sjálfstæði okkar er margfaldur.

b)Í gegnum tíðina þegar krónan rýrnar hækkar ýmislegt annað :

-laun

-húsnæði

-ferðatíðni okkar til útlanda

Síðasta atriðið væri hreinlega ekki hægt ef gapað í í tiltrú á framsögu þeirra sem halda svo kyrfilega á lofti tölunni um íslensku krónuna. Barnaskapurinn felst í því að eingögnu er horft á eina hliða stærra máls. Þetta er reyndar mjög svipuð aðferðafræði og ESB sinnar beita núna..."allt verður betra innan ESB og þar er lausn allra vandamála"...

Misdreifing þroska er vitanlega ósanngjörn, en er staðreynd engu að síður.

Haraldur Baldursson, 14.10.2011 kl. 15:36

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Economist

A.UK. an expert in economics.

B.USA. specialist in economics, expert in the study of the management of goods and services, economic expert

One who is conversant with political economy; a student of economics.

One who economizes, or manages domestic or other concerns with frugality; one who expends money, time, or labor, judiciously, and without waste. 

a person who works in the field of economics;someone has to!
Economics 
A.UK  the branch of knowledge concerned with the production, consumption, and transfer of wealth.
B. USA. study of the management of goods and services
Í grunni er þetta á 12 mánuðum Tekjur vsk. - Gjöld = umfram reiðufé sem er fært í fjármálageirann til verðtygging eða greiðslu jöfnunnar.

Hversvegna þurfa seljendur  vöru og þjónustu umframreiðufé á næsta ári?   Það er vegna þess að ef gjöld hækkuð um 5,0% á síðast greiðslu tímabili, og hækka ekki á því næst þá þarf að borga 5% meira í gjöld á því næsta í minnsta lagi.  Þetta er svo sjálfsagður varasjóður "reserve" að margir eru ekki nógu greindir til að taka hann með í reikninginn.  Kred merki skuldbinding og það sem er passive í bókhaldi lögaðila, það sem hann verður að sætta sig við og fær ekki breytt.  Deb. er það sem hann verður að gera og er active. Soll/Haben.  Alkolista skorti þess passive greind.   Heildar samhengi þá þá er ein efnahagslögsaga ein rekstra eigin, margra tekjugeira og jafn markar útgjaldageira. Um framreiðfjármagnið fer í efnahag eða fjármálageirann til milli færslna.   Ef heildar útgefið tekju reiðufé 103 ein.  of 100 ein. dekka raunvirðisauka framleiðslu þá eru 3 ein. Umfram til til að eyða í fjármálamillifærslu geirann.  Hvað mikið að heildarreiðfé fer í eyðslu hjá fjármálgeiranum er samkomulagsatriði sem byggir á reynslurökum og sannanlegum rökum um að rauntekjur aukist. Það sem almennt selst kallast raunvirði á hverjum tíma.  Bankabréf seljast ekki almennt á Íslandi  og hafa ekkert markaðs virði hér. Hér neyðist almenningur að taka á sig fjármálskuldbindingar af reglustýringarástæðum.  Eignverðbætur sem skila sér í heiðalegri tekju öflun eiga ekki að vera skattskyldar, verðbólgu hagnaður á ekki vaxa heldur vera stöðugur. Vaxtaskattar eru eignarskattar sem tryggja skuldsetning[KRED] stjórnsýslu  upp að vissu sultarmarki sem hinar stjórnsýslurnar ákveða: Ráðstjórnir fá sagnfræðilega verstu lánskjörinn á Alþjóðamörkuðum. Því þeir lándrottnar sem níðast á þeim sem minna megi sín mega búast við því að þeirra lánadrottnar nýti sér það siðfræðilega.        Því betri almenn lífskjör því betri Alþjóða lánskjör.  Sá sem þarf ekki skuldsetningu að halda fær alltaf bestu Lánskjör, Sviss og Þýskland  eru góð dæmi.   Nóg er af harðstjórnardæmum. 

Júlíus Björnsson, 14.10.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband