Leita í fréttum mbl.is

Þrýstivirk "ferðaþjónusta"

Eins og áður er um getið hef ég stofnað Samtök ekki-ferðaþjónustu

Í Ríkissjónvarpinu birtast stöðugt fréttir af einu fyrirtækinu enn sem tekst að tæla erlenda ferðamenn upp í flugvélar, troða þeim inn í rútubíla og henda þeim síðan út á klakann, sem ekki var með í bæklingnum. Síðan gerist tvennt: 1) Hið svo kallaða ferðaþjónustufyrirtæki kemur fram í Stununni okkar — sem er fréttatími Ríkisútvarpsins — og kvartar yfir því að skattgreiðendur í gegnum ríkissjóð Íslands séu ekki búnir að byggja veginn, klósettin, þjónustuna og allt hitt sem sett var inn í bækling þess um hina rosalegu ferðamannabræðslu fyrirtækisins á Íslandi. 2) Stunutíminn okkar í RÚV færir svo landsmönnum barnalegar fréttir af þessu "voðalega ástandi" bransans, sem túristafyrirtækið bjó til með því að auglýsa vörur sem fyrirtækið á ekki til, getur ekki skaffað og hafði aldrei hugsað sér að framskaffa. Rekstur þess gengur jú bara út á að fylla flugvélar og troða út rútur. Þetta er hið nýja síldarævintýri of margra Íslendinga. Svo er kallað á ferðamannabræðslu ríkisins þegar lyktina fer að leggja af aflanum. Ríkið á að koma og "bjarga verðmætunum".

Vildarpunktar út og ferðamannabræðsla inn. Er þetta hið svo kallaða "eitthvað annað" sjálft. Þessi síld er ennþá hverfulli en sú gamla. Það er engin berandi framtíð í þessu.

Landið okkar þolir ekki meiri ferðamannabræðslu. Og okkur langar ekki að búa á safni. Take that Mr. President
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband