Leita í fréttum mbl.is

36 dagar síðan Standard & Poor's setti agalausu evruna í frystinn

CDS ríkissjóður Þýskalands 9 jan 2012
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Þýskalands - Bloomberg.
 
Einhver hér — fjármálaráðherra Íslands þó undanskilin því hún er á aganámskeiði — sem man ennþá eftir því að nú eru 36 dagar liðnir frá því að matsfyrirtækið Standard & Poor's setti allt evrusvæðið — já, Þýskaland meðtalið — á neikvæða listann. Það gerðist þann 5. desember 2011. Við getum því farið að búast við því að allt evrusvæðið og björgunarskip þess í dokkinni líka, taki bráðlega inn enn meiri kaldan sjó og sökkvi æ dýpra. Þetta kemur. 

Merkilegt: Ríkissjóðir 17 evruríkja eiga von á lækkun lánshæfnismats. Þau eru öll agalaus eins og nýjasti fjármálaráðherra Íslands tilkynnti þessum 17 ríkjum og umheiminum öllum þegar hún sogaðist inn í tæmt embættið. Kunna ekki að umgangast evruna. Hví vill manneskja þessi og báðir stjórnmálaflokkar í ríkisstjórn Íslands ganga í svona agalegt dæmi?

Og hví skyldi skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Þýskalands hækka stanslaust og vera svo hátt að það er meira en tvöfalt hærra en á ríkissjóð Bandaríkjanna? Af hverju er Þýskalandi ekki treyst lengur? Og af hverju er skuldatryggingaálag Ítalíu svona 530 punkta hátt á meðan það er rúmlega 300 punktar á ríkissjóð íslensku krónunnar?
 
Evrulandið Portúgal: 1102 punktar
Evrulandið Írland: 702 punktar
Evrulandið Spánn: 441 punktar
Evrulandið Grikkland: 7929 punktar
Evrulandið Belgía: 331 punktar
Evrulandið Frakkland að nálgast bankahrun: 237 punktar
 
Og hver sagði íslensku þjóðinni að þetta myndi verða svona ef ráðum hans væri hlýtt? Að skuldatryggingaálagið á Ísland myndi koma niður og lánskjör verða góð? Hvað heitir sá maður?

Látið mig vinsamlegast vita þegar evruálagið á Þýskaland nálgast hið agalega

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband