Leita í fréttum mbl.is

Svifryk innivinnu borgarstjórans í Reykjavík á Möltu

Svifryk innivinnu borgarstjórans hefur gert það að verkum að hann heldur að Reykjavík sé bær á Flórída eða Möltu. Það er einstakt — og líklega heimsmet — að sjá eins tekjuháa borg og Reykjavík er, svona illa snjórudda, lítið sem ekkert hálkuvarða en vandlega heilaþvegna á svo norðlægum slóðum. Sjálfskaparvítið er hörmulegt. Lag eftir lag er látið safnast í jökla. 
 
Nagladekkin sem áttu að vera svona slæm og óþörf að fólk sem býr í venjulegu sveita- og moldryki um allt Ísland spyr sig sjálft hvort höfuðborgarsvæðið sé komið úr öllum tengslum við landið sem það er staðsett í? Leitun er að eins lélegum viðbúnaði og aðgerðum gegn venjulegu veðri. Hér er einungis um venjulegt íslenskt veður að ræða. Innivinna ríkisstjórnarinnar er einnig á þennan hátt að skila öllu landinu sama árangri. Landsframleiðslan mun líða fyrir þessa stoppklossa við völd.

Miklu betra væri að segja við borgarbúa; við ryðjum hvorki snjó né losum hálku: Notið því nagladekk, kaupið ekki Möltubifreiðar og verið ávalt viðbúin hinu versta. Því við erum aular.

Gott að ég bý ekki í Reykjavík
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg sem hef ekið yfir fjallvegi í blíðu og stríðu hef treyst alfarið á  NAGLADEKK !  þau eru það eina sem dugir í hálku.

 Með þennan borgarstjóra og áróður gegn nagladekkjum erum við með tugi slasaðra og beinbrotna- árekstra og vandræða ! 

  HVAR ER SVARIÐ VIÐ ÞEIM ÁVINNINGI  ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.1.2012 kl. 19:46

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta ástand er ekki afleiðing hláku um þessa einu helgi.

Þetta er uppsafnaður vandi frá því í nóvember þegar snjóakaflinn hófst og engar ráðstafanir voru gerðar um götuhreinsanir. Á þessum 6-7 vikum hefur hefill aðeins farið einu sinni um götuna mína.

Ragnhildur Kolka, 9.1.2012 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband