Leita í fréttum mbl.is

Slóvenía; nýtt fórnarlamb evruaðildar

Mynd Financial Times - Teknokrat
Mynd; Financial Times.

Vaxtakostnaður slóvenska ríkisins er nú orðinn svo hár vegna evruaðildar landsins að aðgengi Slóveníu að fjármálamörkuðum heimsins er að lokast. Vandræði þessa tveggja milljón manna smáríkis stafa eingöngu frá tengingu þess við önnur evruríki, eins og til dæmis Ítalíu. Slóvenía er orðið hreinræktað fórnarlamb á evrualtari Evrópusambandsins.

Fjárfestar krefjast nú um það bil sjö prósenta áhættuþóknunar fyrir að lána landinu túkall til tíu ára. Sem eru okurvextir. Samt hefur landið ekkert gert af sér annað en að hafa tekið upp evru. Þau mistök eru nú að verða svo alvarleg, fatal og dýrkeypt að evruaðildin ein getur kostað Slóveníu bæði lýðræðið, allt fullveldi og sjálfstæði landsins til langframa, eins og er að gerast í svo mörgum evruríkjum Evrópusambandsins. 

Segja má að Evrópusambandið og myntbandalag þess séu að leggja grunninn að nýrri stórstyrjöld á meginlandi heimsálfunnar. Enda var það takmark Evrópusambandsins frá upphafi; að rústa þjóðríkjum álfunnar - og setja inn reiknivélar í þeirra stað. Evrópusambandsaðild þýðir eiginlega Bifröst til helvítis.
 
Krækjur
 
Mynd að ofan, Financial Times; Enter the technocrats 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Slóvakía, Grikkland, Ítalía og Slóvenía næst ...

Hvert coupið á fætur öðru, hand-made in Brusselles, og reddað í staðinn Esb-commissörum og ECB-aðstoðarbankastjórum o.fl., sem kunna að hugsa "evrópskt", til stjórnarforystu. Samruninn gengur rjómavel fyrir sig og allir svo ljómandi glaðir, eða hvað?!

Jón Valur Jensson, 14.11.2011 kl. 02:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lykill fjármálamarkaðir er búnir að hámarka gróðan til langframa af meðal mörkuðum. Þeir hæfu í hverjum geira lifa lengst. Árinni kennur illur ræðari.   Er það sanngjarnt ef 3 fæðast jafnir og  alli fá 10.000.000 18 ára. 1 braskaði og svalar sinn áhættu. 2. tekur því rólega, hin þriðji ávaxtar sitt pundi með sínum eigin sálar og líkams kröftum, láta þann fyrst strax og hann er búinn að sóa öllu fá skatt frá hinum sem tóku enga áhættu. Þetta er fjórða ríkið og við munum sjá flottar hersýningar í öllum borgum EU eftir 15 ár, sú flottasta verður í Berlín. Enda eru Kínverjar með mikið álit á þýska heilarbúinu.

Júlíus Björnsson, 14.11.2011 kl. 05:54

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Veit Össur af þessu ?

Og þó Össur vissi af þessu, hefði það nokkur áhrif á manninn ?

Stendur Össurri alveg á sama um þjóð sína ?

Hvar þiggur Össur laun í dag ?

Hvar telur Össur að hann þiggi laun ef Ísland fer inn í ESB ?

Hefur hann þegar fengið einhver loforð ?

Haraldur Baldursson, 14.11.2011 kl. 08:41

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta með "Bifröst til helvítis" rímar vel við það sem pólskur embættismaður sagði um evruna eftir enn einn neyðarfundinn.

"Það sem leynist í smáa letrinu er ekki bara Kölski sjálfur, heldur Helvíti í heilu lagi."

Haraldur Hansson, 14.11.2011 kl. 12:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn gætu talað um slíkt sem öfgahjal hér ...

En þessi er að tala af biturri reynslu Pólverja.

Jón Valur Jensson, 14.11.2011 kl. 12:49

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innliitð og skrif.

Mig fer að skota orð yfir atburðarásina á evrusvæðinu. Þetta (upplausnin) er allt að gerast miklu hraðar en maður átti von á. Hörmungar evrusvaðsins eru að taka fram úr verstu spádómum svartsýnustu manna nokkurn tíma. Ég fer brátt að taka mig út sem annálaður bjartsýnismaður. Þarf að fara að hafa mig betur við leistann.

Roubini var með ágætis pistil: Down with the Eurozone

Góðar kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.11.2011 kl. 23:11

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA svarar Kína , við viljum ekki styrkja gengi dollars til að Kína geti fengið meira dollurum til að kaupa eignir á nauðungsölu til að Þýsku og Frönsku bankarnir tapi sem minnstu.  Kína telur USA í veri málu en EU, hinsvegar telja þeir Þjóðverja frábæra og ef reglustýring er hert og samræmdi í EU þá geti hlutirnir farið að snúast Kommission EU í hag.  Ég hluta á þjóða fréttir  á hverju. Forsetinn var skýra hversvegna það er svo auðvelt að lifa á Íslandi skömmu eftir hrun.   Bókhaldslega í efnahagreikningum heimstjórnar er það gott, það kom nú ekki fram.

Júlíus Björnsson, 14.11.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband