Leita í fréttum mbl.is

Einn stærsti bóndi Danmerkur fer í gjaldþrot

Fátækur Evrópusambandsbúi einn af 43 miljónum
 
Bankinn hans Torbens Nørgaard bónda sem rekur 10.000 svína býli á Mors, dó eftir 38 ára kvalir bankans í Evrópusambandi Danmerkur við Brussel. Í fallinu tók bankinn landbúnað Torbens með sér niður í gröfina.

Torben bóndi var einn þeirra sem fylgt hafði opinberu elítu uppskriftinni að hamingjunni í Evrópusambandinu. Hún er sú að dönskum bændum hefur fækkað frá um það bil 150 þúsund manns árið 1973 og niður 7 þúsund bændur, sem ESB-elítan gerir sér vonir um að verði raunveruleikinn í Danmörku eftir aðeins örfá ár. Og að hver þessara fáu bænda hafi það þá svo ofgott að þeir neyðist til að vera með ekki færri en 30 þúsund svín eða eitt þúsund mjaltakýr hver. Þetta svarar til þess að á Íslandi yrði um það bil enginn lifandi bóndi til eftir árið 2049 ef Ísland fremdi sjálfsmorð með því að ganga í Evrópusamband við Þýskaland og Frakkland.

Bankakerfi Danmerkur hefur lítinn sem engan aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum, eins og er að gerast hjá flestum ESB-löndum sem heita ekki neitt sérstakt. Aðeins sex af hundrað fjármálastofnunum landsins hafa aðgang að alþjóðlegum peningamörkuðum. Seðlabanki Danmerkur sem er handvirkur símsvari með 15 skúndna athafnafrelsi í skiptiborði peninga- og vaxtamála evrusvæðisins, neyddist til að henda sem svarar til 18 þúsund miljarða íslenskra króna björgunarhring út til bankakerfis Danmerkur í dag. 

Í Danmörku er stærstur hluti landsbyggðarinnar að deyja saman með dönskum landbúnaði. Myndast hefur yfir- og undir Danmörk (over- og under Danmark). Jájá-elítan í Kaupmannahafnarholunni og svo fólkið í landinu. Hin samfélagslega ESB-auðn Danmerkur strekkir sig frá Norður-Jótlandi, niður með allri vesturstöndinni til Suður-Jótlands, þaðan yfir til Langeland og Suður-Fjónar og síðan þaðan yfir til alls Suður-Sjálands og rétt sleikir þar útkanta Kaupmannahafnarmúrsins. Allt þar fyrir utan er að verða ein samfélagsleg auðn. Danskur landbúnaður hefur í þúsund ár gengt gríðarlega sterku og mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Með tilkomu Evrópusambandsins í Danmörku var hlutverki dansks landbúnaðar í samfélagi með fólkinu í landinu komið fyrir kattarnef.   
 
Þegar 200 tonn af díselknúnu járnarusli nema öskrandi staðar með tvo farþega á stoppistöð í landsbæjar ESB-sælunni í Danmörku, auk lestarstjóra, þá opinberast eftirlifandi innanbúðarmönnum þar smá saman hversu langt er í að útibú kirkjugarðaelítu ESB í Kaupmannahöfn lokar þessu alveg úr þúsund km fjalægð sinni frá raunveruleikanum í Brussel. 
 
Fjórði hver danskur bóndi stefnir í gjaldþrot á næstunni og er skuldaklafi danskra bænda að meðaltali 700 milljónir íslenskar á kjaft. Talið er að það kosti um 600-900 miljónir að starta búi í Danmörku í dag.
 
Matvæli í smásölu í Danmörku eru nú þau dýrustu í Evrópusambandinu og svo dýr að hópur þingmanna heimtaði að málið yrði rannsakað. Einokun í dreifingarlið verslunargeirans og í smáölu er á við það besta sem tíðkaðist í Sovétríkjum ASÍ v.1. Tvær matvöruverslanir eru í landinu og keyra næstum allt undir hinum og þessum fánum. Í Danmörku eiga 50 fjölskyldur auð sem svarar til eins fjórða hluta landsframleiðslunnar og af þessum 50 fjölskyldum eiga fjórar fjölskyldur helminginn af þessum einum fjórða hlut.
 
Í fréttatilkynnningu dönsku hagstofunnar kom fram í dag að 841 þúsund Danir eru að fullu leyti á framfærslu hins opinbera. Hér eru ein milljón danskir ellilífeyrisþegar ekki taldir með og heldur ekki börn og námsfólk. Þessar 841 þúsund sálir eru allar á vinnualdri og vinna við að bora í 1682 þúsund norrænar velferðarnasir nefja sinna á hverjum degi ársins.
 
 
Tengt
 
 
 
Myndskeið; Sótt um samfélagslega geldingu í aðalstöðvum sósíaldemókrataískra metrópólítanmanna í ESB
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þessir björgunahringir eru álíka spennandi og boð um borð í hriplekann kafbát

Haraldur Baldursson, 30.9.2011 kl. 20:41

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Takk fyrir þennan fróðleik Gunnar, þó hrokkvekjandi sé.

Jón Baldur Lorange, 30.9.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá /Silli og  Valdi !!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 30.9.2011 kl. 23:44

4 identicon

ja tedda var frodlegt Gunni eg tar samt ekki ad hafa ahyggjur a kannski eftir orfaar budarferdir eftir minu noturlega lifi eftir ad hafa buid 96% af minni æfi a islandiundyr oki isl,bankakerfis sem hefur bara hugsad um sina finu herra i hæriflokkunumeg hef ekki mikklar ahyggjur af giltunum her enda skist eg ta bara yfir a galantinum tekur 45 min til landamæranna og kaupi tyskar pilsur.

Tad væri annars frodlegt Gunni ef tu tækir saman samskonar greiningu a islenska hagkerfinu undyr stjorn xd ad mestu svona sidustu 25 arin tad verdur frodlegt ad sja tær nidurstodur,,sem lyggja i raun fyrir.

annars takk fyrir skemtileg skrif,,, mvh einar i eu,

einar axel gustavsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 12:57

5 identicon

Gunnar er ekki málið það að allir snillingarnir sem bjuggu til Evrópudrauminn eru löngu búnir að sjá að þetta var tóm tálsýn og fásinna en þeir geta ekki bakkað því þá hrynur allt klabbið eins og spilaborg en frekar reynar þeir að hanga á heimskunni eins lengi og stætt er.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband