Leita í fréttum mbl.is

Kreppan búin og "depression" að hefjast

Einn peningur - einn foringi - enginn markaður
 
Verða það franskir stórbankar sem leysa úr læðingi 1931 Creditanstalt-Bankverein atburðarás okkar tíma? Það bankahrun þessa fyrrum Austurrísk-Ungverska banka kom af stað kreppunni miklu 1931 og sem geisaði næstu tíu árin - The Great Depression. Henni lauk með örvunarpakka heimsstyrjaldarinnar seinni sem nam hallarekstri ríkisins upp á 30 prósent af landsframleiðslu Bandaríkjanna og Bretlands. 
 
Meanwhile the pro-Europeans find themselves in the same situation as appeasers in 1940, or communists after the fall of the Berlin Wall. They are utterly busted; Guilty Men 
 
Eitt er víst. Evrukrísan er orðin svo gegnum eitruð að hún verður ekki leyst með neinu öðru en ömurlegri útkomu. Þetta er sjálfhelda þar sem engin farsæl lausn er möguleg. Þessi myntbandalagskreppa ESB-elítu-brjálæðinga er að breytast í annað hvort komandi einræðisveldi í lýðræðislegu svartnætti - eða í fjármálalegar og efnahagslegar brunarústir Evrópu til langframa.
 
23. apríl 2009; Heldurðu að myntbandalagið sé að hrynja? - spyr blaðamaðurinn. "Ég veit það ekki. En evran er fyrirbæri sem tæknilega getur aldrei virkað. Stjórnmálamennirnir hafa búið til peninga- og fjármálalegan Frankenstein. Löndin reka burt frá hvort öðru. Ábyrgð stjórnmálamannanna er að leysa það vandamál. En ég held ekki að við ættum að vænta mikils í þeim efnum" 
 
Hvort munu menn velja aurinn eða frelsið? Veruleikafirrt Evrópuklíkan mun alltaf velja aurinn - og svartnættið. Það sýnir sagan okkur. Frankenstein fjármála á lögheimli sitt í Brussel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband