Leita í fréttum mbl.is

Fjárfestar tryggja sig í auknum mæli gegn evru-ríkisgjaldþroti Þýskalands

Mynt sem ekki er beintengd fullveldi og sjálfstæði þjóðríkis er rusl af Samfylkingar ættum.
 
Unnið er nótt sem nýtan dag við að reyna að beintengja evrumyntina — og það hægfara járnbrautarstórslys sem á henni hangir — við restina af fullveldi þjóðríkja þeirra sem að evrunni ósjálfbjarga og þvinguð standa. Það er að segja: verið er að reyna að koma evrunni í beint himneskt samband við skattgreiðendur þjóðríkjanna, svo hægt sé að þurrka tapi fórnarlamba Brusselelítunnar yfir á herðar þeirra sem enn standa uppréttir í myntbrandaralaginu. Þetta átti ekki að geta gerst samkvæmt öllum Babelsturnspírum regluverka Evrópusambandsins, en er samt að gerast. 

Vænst og beinlínis er þess nú krafist að þýskir skattgreiðendur taki á sig brunarústir þær sem evran og seðlabanki hennar í Frankensteinfürt hafa eldað í kvöldmatinn handa þeim sem neyddir hafa verið til að nota þennan myntþeytugeril elítunnar, og sem alltaf var ætlað að læða stofnun Einræðis Bandaríkja Evrópu einmitt svona í gegnum bakdyrnar á Evrópusambandinu. Sem eru óteljandi margar og nokkurs konar kjarnakljúfar fullveldis.

Þetta vita fjárfestar. Því tryggja þeir sig í auknum mæli gegn því að hið óhugsandi gerist: að Þýskaland verði ríkisgjaldþrota í þessu ferli. Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Þýskalands er því komið yfir 100 punkta og læddist meira að segja upp í 108 punkta í dag (CDBR1U5:IND). Á Bandaríki Norður Ameríku er það bara 51 punktar, svipað og í nóvember á síðasta ári. Bandaríkin eiga sína eigin mynt. Til hennar flýja menn nú í miklum mæli, því þeir sömu menn vita ofurvel að hún er ekki af Samfylkingarættum. 
 
Og skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Ítalíu heldur áfram að þjóta upp. Það er nú örfoka statt í himinhvolfum Skjaldborgar Samfylkingarinnar; 550 punktar. Upp upp upp. Það eina sem vex í evrulandi er hræðsluálagið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband