Leita í fréttum mbl.is

Evrópa of lítil til að geta staðið ein. Ítalía býðst til að bjarga evrusvæðinu

Sökum mikils aðhalds, sparnaðar og ráðdeildar í peningamálum, situr Ítalía nú með trompið sem leyst getur evru-kreppuna. Ríkissjóður landsins sem rekinn hefur verið með meira en hundrað prósent öruggri skuldasöfnun síðustu tæp hundrað árin, eða svo, óx svo mikils ásmegin þegar hann loksins sameinaðist ríkissjóði Norður-Afríku árið 1861, að landið stendur nú alveg upp úr, (bls. 122).
 
Ítalía hefur allt það sem til þarf til að bjarga evrusvæðinu frá tortímingu; eða sjálfan aðganginn að Suður-Ítalíu, sem áður tilheyrði Norður-Afríku. Svona mikilvæg var þessi sundrun Norður-Afríku fyrir Evrópu. Í hlut Ítalíu féllu við þetta mikil og margslungin hlunnindi sem nú nýtast Þýskalandi á beinan sem óbeinan hátt.

Frakkland situr einnig með viss tromp á höndum sínum. Það vill gjarnan sýna Þýskalandi þann velvilja að bjarga Þjóðverjum og landi þeirra frá yfirvofandi gjaldþroti vegna Evrópu. Þetta gerir Frakkland með því að fórna tveim til þerm ostum úr minjasafni landsins. Í daglegu tali kallast þetta hin franska tenging Frakka til Þýskalands (the French Connection).

Nú sameinast evrulöndin um að bjarga Þýskalandi. Þetta þykir mönnum táknrænt aðalsmerki fyrir mikilfengleika Evrópusamstarfsins hin síðustu 50 ár, eða svo. 
 
Í kafla 3.6.3 á blaðsíðu 121 var fjallað um fall Berlínarmúrsins yfir ríkissjóð Vestur-Þýskalands, Transfer Union. Ferðalag frelsisins yfir í jöfnuðinn. Hvað nú?
 
Fyrri færsla:
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband