Leita í fréttum mbl.is

"Aðgerðarsinni" sem gekk einni "aðgerðinni" of langt

SIGUR RUV.002 
Mynd; Útsending Ríkisútvarpsins; Alþingiskosningar 25. apríl 2009 

Fjölmiðlar Evrópu hafa blástimplað hugtakið "aðgerðarsinni". Það er daglega notað yfir fólk sem tekur landslög í sínar eigin hendur. Og oft gengur það skrefinu lengra og tekur sér í eigið vald dómarasætið yfir réttu og röngu.
 
Í Noregi tók maður einn öll lögin í sinar eigin hendur og hóf "aðgerðir". Hryllings"aðgerðir". 

Á þessi þróun fjölmiðla Evrópu á vörumerkjum góðs og ills að halda óheft áfram?
 
Ég votta Norðmönnum og aðstandendum samúð mína. Þetta verður erfitt.
 
Fyrri færsla
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt nú greinilega bágt Gunnar.

Aktívistar eru vinstri menn sem stunda það sem kallað er borgaraleg óhlýðni. Þeir ráðast ekki á fólk heldur reyna að koma í veg fyrir framkvæmdir (náttúruspjöll og þannig) sem þeir telja að ógni framtíð alls mannkyns.

Morðinginn, sem réðist á eigið fólk aðeins vegna þess að það hafði aðrar pólitískar skoðanir en hann, á ekkert skylt við aktívista eða aðgerðarsinna.

Hann er hægri öfgamaður sem er hatursmaður allra sjónarmiða sem ekki styðja útrás vestrænnar menningar (og neysluhátta).

Að reyna að setja hann í flokk aðgerðarsinna er dæmigerð tilraun hægri öfgamanna til að sverja manninn af sér.

Þú er greinilega einn þeirra, Gunnar.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 12:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Torfi Stefánsson í Danmörku

Ég kaupi ekki skilgreiningar þínar. Eftir að hafa sjálfur búið í Danmörku í 25 ár og upplifað þar að heilu borgarhlutar landsins voru í hershöndum fólks (svo kallarða "aðgerðarsinna") sem tók lögin í sínar eigin hendur og beittu löggæslumenn (þeir eru fólk) og saklaust fólk miskunnarlausu og skipulögðu ofbeldi, og komist upp með það, var ekki gaman.

Þessi háttur samfélagslegs ofbeldis hefur nú að miklu leyti verið blástimplaður af fréttastofum fjölmiðla. Á meðan kraumar og sýður á réttarvitund hins almenna borgara sem skilur ekki hvers vegna þetta fær leyfi til að viðgangast áratug eftir áratug í samfélagi þeirra. Fólkið óttast að börn þeirra lendi í svona félagsskap. Þessi ótti hefur einnig mjög verið til staðar í norsku samfélagi. Þ.e.a.s Noregur hefur ekki verið undanskilinn. 

Út um alla Evrópu er mikið af ungu fólki illa statt með afar fölnaðar framtíðarvonir. Hættan er sú að það leiti sér félagslegs skjóls innan vébanda félagsskapar sem sem fóstrar upp þá hugsun sem leiðir það til aðgerða sem felast í því að taka lögin í sínar eigin hendur; að sniðganga umferðarkerfi lýðræðisins; grípa til eigin aðgerða og hefja sig upp yfir lögin, bæði þau skráðu sem óskráðu. 

Greinin úr norska Dagsavisen frá mars mánuði 2010 er dapurleg lesning; sjá; Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2011 kl. 15:15

3 identicon

Einmitt! Í Danmörku er einmitt núna hörð umræða um ummæli Sören Pind, innflytjendaráðherra og últra hægri manns, þar sem hann líkir aktívistum við Breivik (rétt eins og þú gerir).

Þetta er kallað gríðarlegt pólitískt sjálfsmorð af hans hálfu að mati ritstjóra Politiken.

Þú kannt greinilega að tileinka þér retorik hægrimannanna í Danmörku!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband