Leita í fréttum mbl.is

Tvö þúsund ár - og Barack Herbert Hoover Obama

Tvö þúsund ár 

Tvö þúsund ár 

Meira en 23 prósent af öllum vörum og allri þjónustu framleiddum í heiminum öllum frá og með fæðingu Krists, þ.e.a.s. hin síðustu tvö þúsund og tíu ár, voru framleiddar og búnar til á árunum frá 2001 til 2010. Leiðrétt er fyrir mannfjölda.

Það er því afar vel við hæfi að stinga Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands - og einum manni heimsins - í steininn fyrir að ráða ekki við þetta; The Economist

Segja má að þessi nýlegi fornleifafundur hagsögunnar tali bæði með og á móti framtíðinni hjá þeim sem eiga svo mikið eftir og þeim sem hafa lokið sér af.

Barack Herbert Hoover Obama

Síðan bendi ég á bloggfærslu Paul Krugmans sem heitir Barack Herbert Hoover Obama og sem krækir inn á þvættinginn um að rekstri hagkerfa sé hægt að líkja saman við rekstur heimila


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Sæll. 

Mér er ómögulegt að skilja að þú getir verið hrifin af Paul Krugman sem heldur því fram að seðlabankar geti skapað velmegun með því að prenta peninga eða verðmæti úr engu.  Það hefur aldrei gengið í mannkynssögunni.  Sérstaklega ekki þar sem það hafa alltaf verið pólitíkusar sem hafa stjórnað peningaprentuninni eða bankamenn sem fyrstir fá peningana úr bakaríinu.

...Enda var peningaprentun bönnuð í Kína á tímabili fyrir mörghundruð árum!  (Það eru bara sósíalistar sem halda að hægt sé að lifa endalaust á peningum annarra.  ...hvað þá að búa þá til úr engu).  Það er búið að afbaka Keynes kallin illilega í þágu kratískrar hugmyndafræði held nú hann ég.

Mjög löng en merkileg grein;

http://www.zerohedge.com/article/gold-special-report-erste-group-says-foundation-return-sound-money-has-been-laid-expects-gol

Jón Ásgeir Bjarnason, 4.7.2011 kl. 16:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Jón Ásgeir. 

Hvar hefur Paul Krugman sagt að "seðlabankar geti skapað velmegun með því að prenta peninga eða verðmæti úr engu."

Aðalerindi Paul Krugmans við heiminn í dag, eins og við þekkjum hann, er það að við erum stödd á mjög hættulegum tímapunkti í hagsögunni þar sem einkageirinn (heimilin, smá og meðalstór fyrirtæki og fjármálageirinn allur) er svo yfirskuldsettur að sú skuldsetning á sér ekkert sögulegt fortilfelli í hagsögunni. Þessir aðilar hagkerfisins eru því miður úr leik og ófærir um að skapa þann vöxt sem getur komið aftur á fullri atvinnu svo skattatekjur ríkissjóðs þorni nú ekki upp og lendi allar á of fáum bökum að bera. 

Að stunda "deficit spending" þýðir ekki endilega að peningar séu prentaðir til þess. Það þýðir auknar lántökur. Ef einhverntíma hefur verið þörf á nýta sér gott lánshæfnismati hjá ríkissjóði Bandaríkjanna þá er það núna.

Þú værir sennilega ekki hér í dag Jón Ásgeir að skrifast á við mig í gengum internetið, með nóg kaffi og kökur á hliðarborði, ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hefðu ekki skuldsett sig massíft frá 1938 til 1946 (deficit spending). Þeim skuldum var hins vegar brennt með hæfilegri verðbólgu á árunum eftir styrjöldina, og sem vannst með því að fylgja ráðum John Maynard Keynes. Þú átt Keynes margt að þakka. Hann var íhaldsmaður eins og ég. En flestir hafa gleymt því eins og þeir hafa gleymt góðri hagfærði og eru farnir að stunda svartagaldur og vísindin sem heita ef_eitthvað_er_sagt_nógu_oft_þá_hlýtur það_að_vera_rétt!

Peningaprentun er þó alltaf nauðsynleg í þeim mæli sem hagkerfið vex, fólki fjölgar, vegna slits á myntum og seðlum og svo einnig vegna pólitískra neyðarúrræða. Frelsið og fullveldið er þarna til þess að það sé notað. Það góða við Keynes er að hann minnkar ríkisafskiptin og styrkir fullveldi þjóða.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Vel sagt eins og alltaf!

Ég er samt ekki að kaupa Keynes eða hvernig hann er notaður í dag í það minsta.  Kanski ef það verður sagt nógu oft samt!  ...Og þó!..

Annars virðist nú svo sem þetta QE dæmi ekki hafa gengið neitt sérlega vel.  Bara hækkað olíuverð ásamt matvælum og nauðsynjum og svo auðvitað Nasdaq, Dow og allar hinar vísitölurnar.  (Og svo kanski nokkrar uppreisnir í heitari löndunum í bónus út af matvælaverði).  ...um leið og rusleignir seðlabankans í USA og þarlends almennings aukast.

Íhaldsmenn senda ekki reikningin af tapi banka og annarra braskara á almenning.  Ekki í gegn um ríkisafskipti og skatta eins og hér.  ...Og ekki heldur með því að gera peninga almennings verðlausa eins og hér auðvitað líka.  Það er bara heilbrigð skynsemi.  ...Eða hvað?  :)

(Þó auðvitað hafi krónufallið verið eðlilegt á sínum tíma en af hverju ennþá? Ég er alveg handviss um að stóri stjórin Már haldi að hann geti líka prentað peninga eins og Ben þó landin verði að geta greitt í dollurum, enda verðbólgan með eindæmum hátt uppi í krónulandi í kreppu).

Af hverju í ósköpunum er verðhjöðnun endilega slæm?  Ég bara skil það ekki og efast um að ég eigi eftir að gera það.  Ef ég spara fæ ég kanski tvær karamellur aukalega fyrir hundrað kallin næsta mánuð!  Ekki slæmt það.  Sérstaklega fyrir eyðslusaman Íslendingin.  (Skil samt að slíkt stuðlar að greiðslufalli skuldara í ekki verðtryggðum samfélögum.)  En so what!  Lífið heldur áfram.  Það má fara á höfðuðið.

Ekki það að hann ég viti svo sem hvar við værum núna án þess QE, hvað þá enn meira QE og öðrum nýjum peningum eins og Paul Krugman aðhyllist.  Ekki nógu hátt IQ til þess!   :)

Jón Ásgeir Bjarnason, 4.7.2011 kl. 22:37

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Keynes er gratís, Jón Ásgeir. Gott og sögulegt framlag til hagfræðinnar. 

Ef þú ætlar upp á fjöll þá notar þú hesta eða fjallajeppa. 

Ef þú ert á hraðbraut þá notar þú helst ekki fjallajeppa eða hesta.

Ef þú þarft að komast yfir haf, þá notar þú skip eða flugvél.

Ekkert eitt ökutæki eða landakort kemur okkur á hvaða áfangastað sem er Jón Ásgeir. Maður notar það sem við á og hentar hverju sinni.

Ókosturinn við verðhjöðnun er sá að þú munt alltaf bíða eftir að verðið lækki það mikið að þú getir keypt þér þrjár karamellur. En bíddu, ef þú bíður enn lengur færðu fjórar karamellur fyrir sama pening og svo koll af kolli. Þetta er fullkomin andstæða verðbólgu. Á endanum færðu enga karamellu því kaupmaðurinn sem selur karamellur og verksmiðjan sem framleiðir þær er kominn á hausinn því allir bíða og bíða eftir að verðið lækki enn meira. Og laun þín hafa einnig lækkað jafn mikið og karamellan - en það hafa lán þín hins vegar ekki gert Jón. Það er þarna sem þú ert dauður. Bæði til skamms og langs tíma litið. Grafinn í skuldabyrði, gjaldþrota og atvinnulaus í vaxandi skattpíningu til frambúðar því tekjur ríkissjóðs eru að þorna upp; þær koma nefnilega ALLAR frá atvinnustarfsemi. 

Verðhjöðnun er versta martröð fjárfesta. Ekkert er eins fráhrindandi fyrir þá eins og deyjandi eignir.   

Góðar kveðjur til þín.  

Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2011 kl. 23:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Lýsing þín á verðhjöðninni hér að ofan í andsvari þínu er klassísk, segir allt sem segja þarf í stuttu máli.

Allt lækkar nema lánin þín.  Það er það sem á að gera í Grikklandi, og á Írlandi.  Hvað halda ráðamenn ESB og AGS að einstaklingurinn, og fyrirtæki hans, endast lengi ef laun lækka en húsnæðislánin standa í stað eða hækka vegna vaxtahækkana???

Það er ótrúlegt að hinn venjulegi maður skuli ekki skilja þessa hagfræði dauðans, og hafna henni.

Á Íslandi í dag eru tveir menn, vissulega með mismunandi útgangspunkt, en fullir af fróðleik og miðla henni til fólks.  

Það ert þú og Einar Björn.

Og ég sem hélt að HÍ hefði menntað hagfræðinga í einhverja áratugi.

Enn og aftur takk fyrir mig, tenglarnir sem gefa af sér aðra tengla, eru frábærir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband