Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland í gjaldþrot? "Skuldar Grikklandi 575 miljarða evra"

Franski hagfræðingurinn Jacques Delpla segir að Þýskaland skuldi Grikklandi 575 miljarða evrur frá því að hið fyrr nefnda ríki réðst inn í það síðar nefnda, rændi þar, ruplaði og eyddi þar lifandi sem dauðu, fyrir aðeins 72 árum síðan. Þessi skuldasöfnun Þýskalands á að hafa gerst undir hinni fyrri stóru evrópsku sameiningartilraun Evrópusinnans og þjóðkjörna stjórnmálamanns, og síðar kanslara Þýskalands, Adolf Hitler, og ríkisstjórnar hans; Les Echos

Bíddu. Hvað skyldi Þýskaland þá skulda Póllandi mikið? Það þori ég hreinlega ekki að hugsa út í. 

Franski stjórnmálamaðurinn og yfirmaður fjárlaga franska ríkisins, Francois Baroin, fer fram á að sett verið á fót FBI-lögregla í Frakklandi (og ESB?) til að vinna bug á svindli með bæði bótagreiðslur úr hinu opinbera kerfi og svindli hins "svartra hluta hagkerfisins" sem hann segir að sé rosastór; Le Monde (hint; regluverkið fræga og stjórnsýslan góða)

Næsta skref verður auðvitað að taka þetta upp á "ESB-level", eins og flest annað sem lagt er fyrir valdalaus þjóðþing ríkja Evrópusambandsins. "Því miður væni minn, tillagan krefst þess að við leggjum málið fyrir yfirríki ríkjanna í Brussel". Fyrsta forstöðukona E-FBI gæti orðið brynjaða dísin Schram. 

Fyrst var það utanríkisþjónustan (er komið), svo varnarmálin (er byrjað) og næst er það evrópsk FBI-alríkislögregla sem eltir fyrirhugað "svindlandi fólk" og þá á milli ESB-fylkja, auðvitað.

Þetta kemur. Framsalið á milli landa er að minnsta kosti komið. Fólk í einu ESB landi getur verið dæmt fyrir brot í öðru ESB landi og sem þarf ekki að vera ólöglegt í heimalandi borgarns. Og síðan saksótt frá einu ESB-landi yfir í annað og framselt til fangavistar í öðru ESB-landi en heimalandi viðkomandi. Þetta kemur, og er þegar komið að hluta til.

Summa summarum; 

Þegar ég flutti til ESB árið 1985 var ESB ekki til. Og okkur var sagt að það yrði aldrei til því Evrópusambandið væri steindautt sem hugmynd. Það sagði forsætisráðherrann okkur. En lítið vissi sá maður þá, þótt sjálfur forsætisráðherra í litlu landi hann væri. ESB varð til aðeins nokkrum árum síðar. Og nú eru Svíar og sænskur sósíalismi - nokkrum árum eftir ESB inngöngu þeirra - að verða bannvæn vara í sjálfu ESB. Það sem fékk Svíþjóð til að ganga í ESB er horfið. Gríska ríkið stöðvar allar greiðslur sínar í júlí næstkomandi. Þá eru allir sjóðir landsins uppurnir eftir 30 ára aðild þess að Evrópusambandinu, 10 ár í myntbandalagi þess og eftir móttöku 80 miljarða evra í ölmusuhjálp á 30 árum. Þannig fór með ESB-sjóferð Grikkja. 

Þetta ESB er sem sagt það ESB sem löndin gengu upphaflega í, er það ekki?!. Nýtt stórslys Evrópu einu sinni enn! Það eina sem vantar er vopnin! En þau koma eðlilega í kjölfarið á þessu elítumyrkraverki ESB. Löndin ganga í skrokk og taka vopn upp úr jörðu, en ekki evrur.

Hét hún ekki annars Bryndís Schram, þ.e. bréfritarinn sá? Og gekk hún ekki um í Alþýðuflokknum? Hvar er hann nú? Bannaður?

Fyrst hægt er að gera þýska skattgreiðendur ábyrga - oftast aðeins í orði kveðnu en á slæmum stundum einnig í praxís - nú árið 2011 eða 72 árum síðar, mætti spyrja þeirrar spurningar hvort þeir, þ.e. þýskir skattgreiðendur, hafi í raun og veru "gengið í þriðja ríkið" á sínum tíma? Eða kom það bara? Þróaðist þriðja ríkið þannig? Tóku Þjóðverjar virkilega upp Adolf Hitler? - og sem síðar breyttist í ESB? Eða voru þeir bara að kíkja í pakkann?

Fyrri færsla

Nú hefst kvöldsagan eftir Jóhönnu Sigurðardóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir að vera til Gunnar!

Það er ómetanlegt hvað þú nennir að stinga á þessum Evrópukýlum sem grafa um sig dag og nótt á þjóðarlíkamanum þegar aðeins 10 % skilja að pro og contra. Án baráttumanna eins og þín horfði í verra. Bestu kveðjur og haltu áfram að bendsa okkur á kjarna málanna!

Halldór Jónsson, 24.6.2011 kl. 10:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sjálfur takk Halldór minn. Ekki hrósa mér of mikið, þá verð ég fúll. Þú er nógu gamall til að þekkja þetta.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2011 kl. 11:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég tek undir það sem Halldór segir og þú þarft ekkert að vera fúll yfir því að segja sannleikann.

Ég hef oftlega bent á skuldseiglu Hollendinga gangvart gyðingum landsins og mjög réttilega bent það í tengslum við Icesave málið. Hollendingar fengu vissulega ekki Marshallhjálp en þeir héldu fast í stolnar eignir gyðinga í stað þess að fara fram á almennilegar skaðabætur við Þjóðverja. 

Gaman var að hitta þig og frúna um daginn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.6.2011 kl. 12:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Vilhjálmur. Og sömu leiðis. Það var góður dagur og ekki stolinn.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2011 kl. 12:48

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem vantar er vopnin!

Þú hlýtur að hafa heyrt talað um fjárhagsleg gereyðingarvopn.

Hér er enginn skortur á þeim. IMF, ECB, EMU, EFSF, EMSF o.s.frv.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2011 kl. 15:03

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til að menn átti sig á stærðunum og aðstæðum Þýskalands þá er rétt að nefna það hér, sanngirninnar vegna, að þýskir skattgreiðendur og þýska samfélagið hafa greitt 76 prósent af öllum þeim peningum sem ríki Evrópusambandsins hafa innt af hendi til ESB síðan 1976.

Þessi upphæð sem Þýskaland hefur greitt til ESB er nú orðin 263 miljarðar evrur. Næst á eftir Þýskalandi kemur Frakkland með 90 miljarða evra og Bretland með 86 miljarða evra, þ.e. á þessu 35 ára tímabili.

Grikkland fékk hins vegar greitt 89 miljarða evrur á tímabilinu og er nú gjaldþrota. Svona ESBAfríkuhjálp gagnast engum, nema ef væri gefendunum.

Þýskaland getur ekki bjargað þessu fyrirbæri sem heitir ESB. Þá yrði það bara samgjaldþrota. Og ekki væri það gott.  

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2011 kl. 20:48

7 Smámynd: Björn Emilsson

Island 66 ár 1944-2010

„En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus

Björn Emilsson, 25.6.2011 kl. 01:01

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar, það er erfitt að hafa rétta skoðun þegar hún er óvinsæl.

Hvað er fóstra mín Þýzkaland  að segja með þessum 263 milljörðum á móti 90 hjá Frökkum?  Er hún enn reiðubúin að borga Versalasamningaígildi til þess að sannfæra heiminn um að hún ætli ekki í stríð aftur og vilji frið?

Ég held að þýska þjóðin vilji frið umfram allt. Hvergi fann ég stríðsandstyggð á hærra stgi en hjá þeirri þjóð og kannski skiljanlega. Þýzkaland hefur því virkilega lagt sig fram fyrir Evrópuhugsjónina.

 Eigum við ekki að fara varlega í að hlakka yfir slæmu gengi  Evrópusambandsins ?  Þetta gæti verið öðruvís og svo allt öðruvísi, að við vildum ekki vita það.  En vandamálið sýnist mér vera að hugsónin er búin að teygja sig of langt. Það sem átti að vera efnahagsbandalag jafningja er orðið að framfærslubandalagi efnahagslegra öryrkja eins og undirþjóðirnar eru flestar.  Hugsjón Schumanns og hans félaga er hinsvegar enn við lýði og ég held að Þjóðverjar trúi ennþá heitt á hana. Annars væru þeir ekki búnir að láta teyma sig svona langt.

Björn,

Mið-Evrópa á afskaplega lítið erindi við Ísland og Ameríkuþjóðirnar.Við viljum ekki verða feitir þjónar neins heldur feitir útrásarvíkingar sem eru allra vinir. Okkur skortir bara vitið þegar helmingur þjóðarinnar er reiðubúin til að ganga fyrir björg.

Halldór Jónsson, 25.6.2011 kl. 01:37

9 Smámynd: Björn Emilsson

Halldór, Okkur skortir ekki vitið, heldur viljann . Geta menn ekki sameinast um verkið, rétt eins og gerðist þegar Icesave 2 var barið niður. Það er ömurlegt að horfa uppá feita þjóna eins og Össur og quisling eins Steingrím leiða þjóðina fyrir björg.

Björn Emilsson, 25.6.2011 kl. 01:49

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stóra plottið hefði getað verið...þrengja svo mikið um fjárhag allra að sameining hefði litið vel út ef Þśykaland hefði borgað brúsann og "bjargað" öllum... þetta plot gengur hins vegar ekki upp ýskaland á enga peninga heldur...bankar þess eiga hins vegar mikið af útistandandi skuldum hjá ríkjum sem ekki geta borgað... nýjustu fréttir herma samt að USA hafi lánað þessum bönkum verulegar upphæðir....hver lánaði þeim ?

Haraldur Baldursson, 25.6.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband