Mánudagur, 16. maí 2011
Mun Ísland missa alla sína banka og allar fjármálastofnanir?
Það eru 130 bankar og fjármálastofnanir eftir í Danmörku. Fyrir skömmu var þessi tala stærri en tvö hundruð.
Í Danmörku búa 18 sinnum fleiri íbúar á tvisvar komma þrem sinnum minna plássi en er hér á Íslandi. Danmörk kæmist 17 sinnum fyrir í landhelgi Íslands sem er 758.000 ferkílómetrar að stærð. Landhelgi okkar er líklega stærsta löggæslusvæði nokkurrar landhelgisgæslu heimsins miðað við íbúafjölda. Efnahagslögsaga Danmerkur er einn sjöundi að stærð miðað við þá Íslensku. Samtals höfum við því tæplega eina milljón ferkílómetra af landi og hafsvæði til að nýta, sem Íslendingar. Þetta er einstakt!
Þessu öllu á að fórna til þess að við getum gengið í klúbb ESB-elítu Evrópu sem er að bana bankarekstri Dana á sama hátt og hún er að eyða friði og fullveldi þjóðríkja Evrópu. Í Danmörku horfa málin þannig að danskir sérfræðingar telja að aðeins 30 bankar verði þar eftir til að þjóna öllu landinu með 5,5 milljón manns, innan skamms. Eitt hundrað bankar og fjármálastofnanir munu láta þar lífið á næstunni. Annað hvort fara lóðrétt á hausinn eða renna saman við risa.
Hið nýja massífa regluverk Evrópusambandsins á sviði banka- og fjármála mun verða svo hrikalega flókið, dýrt, umfangsríkt og erfitt viðureignar, að borin er öll von til þess að minni og millistórir banka- og fjármálastofnanir Danmerkur geti lifað það af að hafa umsjón með og fullnægja reglugerðarfargani af þeirri stjarnfræðilegu stærðargráðu sem það mun enda í. Þeir munu ekki anna þessu og ekki geta boðið viðskiptavinum sínum neitt né nógu mikið af vöru- og þjónustuúrvali, sem réttlætt getur tilvist þeirra í samkeppninni við risa sem hafa heilar herdeildir maura við vinnu í kjöllurum sínum við það eitt að fullnægja pappírsveldi Brussels.
Maí 2008: Í gær skrifaði Berlíngskurinn hér í gömlu Danmörku að það séu um 208 sjálfstæðar peningastofnanir í Danmörku. Af þessum 208 stofnunum eru 42 sem kallast "litlir bankar og sparisjóðir". Margir þessara eru yfir 100 ára gamlir. (mynd; Helgenæs Sparekasse á Haralds Blátannarbökkum)
Það er ekkert undarlegt við það að 400 litlir og sjálfstæðir bankar Sviss vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Þeir lifa á innrás og öryggi í skjóli fullveldis og sjálfstæðis, en ekki á útrás kjána sem vissu aldrei hvað þeir voru að gera.
Gangi Ísland í Evrópusambandið munum við missa alla okkar banka því þeir væru allt of litlir til að geta lifað af í samkeppni við risaeðlur Evrópusambandsins. Við munum líka missa Íbúðarlánasjóð Íslands. Hann yrði bannaður á núll komma fimm.
Talið er að áður en langt er um liðið verði aðeins um það bil 45 bankar eftir í öllu Evrópusambandinu. Þetta er fjármálamiðstöðin í næstu vetrarbraut fyrir Íslendinga, sem Samfylkingin og fjármálasnillingar landsins sáu fyrir sér hér á Íslandi. Núll komma núll þekking og vit þarna.
Ef ég væri íslenskur banka- og fjármálamaður, myndi ég segja nei við ESB-aðild. Ég myndi ekki vilja skera undan mér og þjóðinni allri þá atvinnumöguleika sem felast í því að reka banka og stunda fjármálastarfsemi sem sjálfstæð og fullvalda þjóð landi okkar til heilla. Öllu sjálfstæði okkar á þessu sviði yrði eytt með nokkrum pennastrikum niðri í Brussel.
Þessu vill Samfylkingin og Vinstri grænir fórna. Þeir vilja líka fórna nýtingu auðæfa okkar í landhelgi Íslendinga - sem erlendir bankar þá munu þéna á. Verið er að rústa sjávarútvegi Íslands á skrifandi stund. Landbúnaður okkar er næstur í röðinni. Samfylkingin og Vinstri grænir vilja fórna öllum peninga- og myntmálum þjóðarinnar um alla framtíð. Öllum rétti okkar til vaxtaákvarðanna og öllum rétti okkar til að stunda og hafa umsjón með peningapólitík og peningapólitískum vöxtum hagkerfis okkar. Við yrðum eins og fiskur á þurru landi. Súrefnislaus.
Þessu öllu, og miklu meiru til, vill Samfylkingin og Vinstri grænir fórna fyrir að Ísland verði Grikkland og Portúgal norðursins. Steindautt efnahagslegt steinaldarsvæði eftir bara smá stund í ESB-klúbb elítunnar.
Allt stefnir í sömu áttina hjá ríkisstjórn kommúnista og sósíalista Íslands: það er annað hvort Grikkland eða Kúba norðursins.
Þeir sem halda að Samfylkingin viti eitthvað betur hvað hún er að gera núna en þegar hún át, drakk, lifði og svaf með "Fjármálamiðstöðina Ísland" í magnaum fyrir hrun, já þeir ættu að hugsa sig um tvisvar. Samfylkingin veit álíka mikið um hvað ESB-aðild myndi þýða fyrir sjálfstæði, fullveldi og velfarnað Íslands eins og hún vissi um útrásarbankakerfi íslands fyrir hrun, þ.e.a.s hún vissi ekki neitt. Þessi hrunstjórnmálaflokkur er 100 prósent clueless.
Fari þessi ríkisstjórn norður og niður. Hún er furstadæmi fáviskunnar, þjóðhættuleg og stórhættuleg okkur að öllu leyti.
Aldrei áður hafa eins miklir vesalingar skriðið eftir ríkisstjórnargöngum Stjórnarráðs Íslands, sem notað er nú sem skjaldborgin gegn þjóðinni og sem eigna- og sölumiðstöð sjálfstæðis og fullveldis íslenska lýðveldisins - sem vannst og staðfest var árið 1944 á Þingvöllum - eftir harða langa baráttu forfeðra okkar.
Tengt;
Frá maí mánuði 2008: Dauði banka í ESB
Frá FT og Bloomberg í dag: Lending to eurozone banks falls sharply | Euro Crisis May Hit Eastern European Recovery
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 360
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 210
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Flott grein. Má ég prenta hana út og sýna hagfræðiprófessor hana??
Jóhann Elíasson, 16.5.2011 kl. 08:03
Sæll Jóhann og góðan dag.
Allt mitt hér á þessum blogg er líka þitt.
Lifðu heill
Gunnar Rögnvaldsson, 16.5.2011 kl. 08:06
Þakka þér fyrir. Kunni samt ekki við annað en að biðja leyfis.
Jóhann Elíasson, 16.5.2011 kl. 08:18
Það er eitt sem þú þarft að muna eftir Jóhann þegar þú rekur þetta upp í andlitið á hagræðiprófessor; en það er að binda "hina höndina" á honum fyrir aftan bak. Þá getur hann ekki notað "on the other hand" og snúið sig út úr málinu með því að nota alheims tryggingakerfi hagfræðinga gegn því sem á eftir að gerast; þ.e.a.s að þora ekki neinu og hætta ekki neinu sem kastað getur rýrð á framvirk laun þeirra þannig að þeir geti ávalt haldið áfram að blakta í allar áttir í vindhviðum tækifærismennskunnar.
Þeir eru svo ósjálfstæðir og því gagnslausir, næstum allir. En samt ekki alveg allir.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.5.2011 kl. 09:11
Þakka þér fyrir frábæra grein. Allt sem þú telur upp, eru svo orð að sönnu. Það er bara með ólíkindum að það skuli vera til "fræðimenn" sem vilja halda öðru fram. Ég mun senda öllum mínum vinum og kunningjum slóðina á þína grein. Hér er tveir linkar sem margir hefðu gaman af að sjá, en það er hinn breski Nigel Farage, að tala hreint út um Evrópusambandið og hvernig það er uppbyggt. Mál sem allir skilja sem vilja.
Hverjir eru í stjórninni...????
http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ&feature=related
og hver í andsk. ert þú.....????
http://www.youtube.com/watch?v=2gm9q8uabTs&feature=related
Kveðja Sigurður
Sigurður Kristján Hjaltestesd (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 16:00
Margt mjög gott í þessari grein Gunnar og ef nokkur fer á pennaflug gegn ESB aðild þá ert það þú. En ríkisstjórnin er nú að gera margt gott og gleymdu ekki að hún tók við,ekki bara vondu búi, heldur rústuðu búi. VG eru ekkert á leið inn í ESB né stærri hluti þjóðarinnar þegar til kastanna kemur. Samfylkingin er með skakka kúrsa í vissum málum eins og það alvitlausasta sem er að aðildin lækki matarverð og okkur yrði borgið með innflutningi. Hefur hún aldrei heyrt um flutningskostnað til Íslands þegar borið er saman matarverð hér og á meginlandinu? Samt held ég að flokkarnir geri sitt besta og ekki er gott að skipta um hest úti í á og allra síst í beljandi stórfljóti. Góðar upplýsingar um ferkm. lögsögunnar og þess sem vænta má í bankamálum. Erum við ekki hvort eð er undir Brussel regluverkinu með EES aðildinni?
Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 21:39
Kærar þakkir fyrir þetta Sigurður.
Fræðimaður var hér áður fyrr notað um þá sem voru afar fróðir. En þetta orð/hugtak var ekki notað svo oft hér áður fyrr. Hef á tilfinningunni að það hafi oftast verið notað um menn sem bjuggu til og leituðu dýrmætra steina um og í fortíð okkar Íslendinga, sem oft á tíðum var þoku hulin. En í hlutarins eðli þá verða "fræðimenn" helst að dvelja við fortíðina. Það er þeirra sérsvið. Vettvangsferðir þeirra eru sjaldgæfar.
Þegar danski sendiherrann í Moskvu komst við illan leik á friðarráðstefnuna í París árið 1919, og fékk áheyrn, þá var honum ekki trúað. Hann lýsti ástandinu í Moskvu og hinu nýja Sovétríki öreiganna. Nýja Sovétstjórnin hafði ekki sent neinn fulltrúa á þessa mikilvægu fríðarráðstefnu, þar sem Evrópu var splittað upp á ný - og ný landamæri dregin yfir Evrópu, sem í andaglasi væru menn. Sendiherrann lýsti hryllingnum sem var þannig að enginn trúiði honum. Fræðimenn voru spurðir ráða, og "töldu ólíklegt" að það sem maður sagði gæti staðist. Þeir deila enn, þessir svo kölluðu "fræðimenn", um málið í dag.
Þeir sem oftast lenda í ógöngum með raunveruleikann eru yfirleitt bara af tvennu tagi: þeir sem vissu allt, og þeir sem vissu ekkert.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.5.2011 kl. 22:57
sko Gunnar við gætum ekki verið meira sammála/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 16.5.2011 kl. 23:09
Þakka þér kærlega fyrir innlitið Haraldur
Sigurður:
Nei við erum ekki undir þessu regluverki nema að brotinu til. Sjá:
Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn
- og hér -
Goðsagnir um EES-samninginn og "80-prósent" uppspuninn. (ísland sett inn í stað Noregs)
Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2011 kl. 10:16
Utan efnis, enn einn brandarinn frá Evrópusamtökunum. Nú finnst þeiim RUV ekki vera að standa sig í áróðrinum.
Á hvaða plánetu er þetta fólk?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 11:04
Takk fyrir að benda á þessar greinar Gunnar. Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér þegar kemur að Evrópumálum,þar fer saman reynsla og þekking.
Sigurður Ingólfsson, 17.5.2011 kl. 11:18
Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2011 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.